Trans er notað sem regnhlífarheiti yfir fólk sem er með kynvitund sem samræmist ekki því kyni sem því var úthlutað við fæðingu. Trans á ekki við líffræðileg kyneinkenni fólks heldur upplifun fólks af eigin kyni.
Undir trans falla trans konur og trans karlar, fólk sem fer í kynleiðréttingaraðgerðir, fólk sem fer ekki í slíkar aðgerðir og kynsegin fólk. Kynsegin hugtakið nær yfir alla sem skilgreina sig utan kynjatvíhyggjunnar.
Hugtakið transfóbía eða síshyggja setur trans fólk skör lægra en sís fólk og getur birst í neikvæðum staðalmyndum og andúð í garð trans fólks. Sís fólk upplifir sig þannig að það tilheyri því kyni sem því var úthlutað við fæðingu. Í þessu myndbandi svarar Trans Ísland spurningum sem trans fólk fær reglulega og eru óviðeigandi. Eitthvað sem cis fólk myndi aldrei fá undir sömu kringumstæðum.
Þáttaröðin um Hinseginleikann eru í umsjón Ingileifar Friðriksdóttur. Annars þáttur Hinseginleikans fjallar um trans fólk almennt en sjötti þátturinn fjallar sérstaklega um kynsegin fólk.