Trans fólk og trans veruleiki

🌈 Menntun og kyngervi: Orðræðan um drengi og stúlkur 🌈

Hvað er að vera hinsegin?

Hinsegin er regnhlífarhugtak yfir allt fólk sem fellur ekki að viðmiðum samfélagsins hvað varðar kynhneigð, kynvitund, kyneinkenni og/eða kyntjáningu. Hugtakið þjónar þannig álíka hlutverki og skammstafarunur eins og LGBTI+ (e. lesbian, gay, bisexual, trans, intersex o.fl.).



Kynhneigð segir til um það hverjum við hrífumst af og/eða löðumst að. En ekki öll laðast að öðru fólki. Sum skilgreina kynhneigð sína en aðrir ekki. En aðrir skilgreina hana t.d. eftir því hvort þau laðist að einhverjum af öðru kyni, sama kyni, að tveimur eða fleiri kynjum. Fyrir sum skiptir kyn ekki máli.



Kynvitund er upplifun okkar af eigin kyni. Kynvitund segir ekkert til um það hvernig við lítum út eða hvernig líkamar okkar eru. Sískynja eru þeir sem kynvitund sem rímar við líffræðileg kyn sem við flokkum ýmist kvenkyn eða karlkyn. Önnur eru trans þar sem kynvitund samræmist ekki því kyni sem þau fengu fékk úthlutað við fæðingu.



Kyneinkenni líkamsstarfsemi okkar og nær t.d. yfir hormónastarfsemi líkamans, litninga og ytri og innri kynfæri. Sumir einstaklingar fæðast með ódæmigerð kyneinkenni sem falla ekki að ríkjandi hugmyndum um karl- og kvenlíkama og kallast það að vera intersex.



Kyntjáning segir til um framkomu okkar og fas, hvernig við tjáum kyn okkar dagsdaglega t.d. með líkamstjáningu, klippingu, hárvexti og klæðaburði. Sum fylgja normi og tjá kyn sitt eftir því hvernig okkur er kennt að fólk eigi að vera út frá kyni. Önnur tjá kyn sitt á óhefðbundnari hátt.