Höfundur þessara verkefna er Bjarki Guðmundsson, B.Ed. nemi með tónmennt sem kjörsvið
Leiðbeinandi: Dr. Helga Rut Guðmundsdóttir, prófessor í tónlistarfræðum
Hér ætlum við að vinna með laglínur með hjálp Melody Maker í Chrome Music Lab. Þar er hægt að setja saman einfalda laglínu með því að haka í reitinna á skjánum og ýta á ‘Play”. Takið eftir hraða stillinguni neðst og hafið í huga að oftar en ekki eru það þagnir sem gera góða laglínu betri.
Til foreldra / kennara
Þessi leikur þjálfar tónheyrn og einbeitingu en er líka skemmtun
Til kennara/ foreldra
Hér er um að gera að finna orð til að lýsa því sem við erum að gera og reyna að skilja sambandið á milli laglínunar sem við heyrum og hvernig hún birtist okkur sjónrænt á tölvuskjánum.
Takið sérstaklega eftir míkrófón merkinu hægra megin neðst á síðunni, með því að ýta á táknið getum við sungið inn þær nótur sem við viljum að myndi laglínuna.
Til kennara / foreldra
Meginmarkmiðið með verkefnunum er að öðlast skilning á viðfangsefninu, kafa dýpra með því að flækja það fyrir sér og sjá í víðara samhengi. Ekki líta svo á að verkefninu sé lokið á ákveðnum tímapunkti. Leitist við að lengja það og tengja eins og hægt er við tónlistarsköpun án hjálp tölvunnar eða spilið með henni. Spyrjið spurninga og talið saman um það sem þið heyrið.
Menntagildi:
Sköpun er einn af lykilþáttum menntunar í Aðalnámskrá grunnskólanna. Verkefnin sem hér má finna er ætlað að veita nemendum undirstöðu og hvatningu til að skapa tónlist á eigin forsendum. Sköpun felur í sér að hugsa óhlutbundið frá því sem fyrir liggur, beita gagnrýni hugsun og finna lausnir. Leiðbeiningarnar sem hér fyrir liggja er ætlað að kveikja áhuga og forvitni nemandans til að skapa sér eitthvað nýtt.
Tónlistarkennsla á að efla þekkingu og skilning nemenda á helstu frumþáttum tónlistar líkt og form, blæ og styrk. Þátttaka í tónlistarsköpun, leika rytma og þrástef, ræða tónlist og vinna með tónlistarforrit eru dæmi um hæfniviðmið fyrir Tónmennt í Aðalnámskrá. Verkefnunum hér er ætlað að kynna fyrir þessa þætti fyrir nemendum á sjónrænan og verklegan hátt.
Sjá: Aðalnámskrá grunnskóla, greinanámskrá 2013 bls. 150 um hæfniviðmið í Tónmennt og bls. 24 um grunnþáttinn Sköpun