Hugleikur samræður til náms

Samræðusmiðjur  í Háskólanum á Akureyri -  haustönn 2023

Markviss notkun samræðna í kennslu virðist líkleg til að stuðla að betri skilningi nemenda á því námsefni sem þeir fást við og þar með betri námsárangri. Margvíslegar rannsóknir hafa farið fram á samræðum sem sýna að samræður efla ígrundun nemenda og vitund þeirra um eigin hugsunaraðferðir. Samræðuaðferðir fela í sér að spyrja spurninga sem hvetja til ígrundunar í þeim tilgangi að efla með nemendum gagnrýna hugsun og hæfni til að ræða saman um nám og annað sem snertir þeirra daglega líf.


Hugmyndin með samræðusmiðjunum er að skapa vettvang þar sem áhugasamir kennarar um  samræður í kennslu eiga stund saman, spjalla og gera samræðuæfingar. Æfingarnar geta aukið hæfni kennara til þess að nota samræðuaðferðir með börnum og ungu fólki í námi til þess að dýpka skilning og bæta árangur á ýmsum sviðum náms.

Samræða til náms er kennslu- og námsaðferð sem hentar á öllum skólastigum og getur eflt nám þvert á námssvið og námsgreinar. 

Samræðusmiðjurnar eru haldnar á fimmtudögum og fara fram annan hvern mánuði á vorönn frá kl. 14.30–16.00. Þær eru opnar öllum sem áhuga hafa á því að kynnast samræðuaðferðum og prófa. Hér fyrir neðan eru dagsetningar samræðusmiðjanna á haustönn 2023, taktu dagana frá. 

Hlökkum til að sjá þig!

Fimmtudagur 14. september kl. 14.30–16.00

Fimmtudagur 26. Mars kl. 14.30–16.00

Fimmtudagur 23. nóvember kl. 14.30–16.00

Spurning í nestið!

Hugmyndabankinn