Spurning í nesti!

Láttu þátttakendur fá spurningu í helgar-nestið. Spurningu sem spennandi er að ræða heima við foreldra, vini, systkini, aðra ... yfir helgina.

Eftir helgina koma þátttakendur til baka og ræða áfram um spurninguna, svörin og hugmyndir, sem hafa vaknað um helgina, við aðra í hópnum. Segja frá eigin skoðunum og hlusta á skoðanir annarra, rökræða og velta fyrir sér mismunandi sjónarhornum.

Af einni spurningu sem sett er í nestið fyrir helgi sprettur fjöldi nýrra spurninga sem kalla á um þær sé hugsað og þær ræddar.

Sticky Questions
The Philosophy Man

Er eitthvað sem skiptir meira máli en hamingja?

Ef þú finnur niðurgrafinn fjársjóð er hann þá þinn?

Hver er besta uppfinningin?

Býst þú við að fá gjöf í skiptum fyrir gjöf?

Ef þú gætir talað við hlut, hvað hlut myndir þú tala við?

Hvenær hætta börn að vera börn?

Ef geimverur kæmu til jarðarinnar í lagi að þær ætu fólk?

Er eitthvað til sem ekki er hægt að mæla?

Hvernig myndir þú verja kastala?

Eiga sniglar skilið að borða?

Ættir þú að láta einhvern vinna í spili ef hann er yngri en þú?

Leika tölvuleikir á þá sem spila leikinn?

Væri fíll gott gæludýr?

Hvaða reglur ættu að gilda fyrir fullorðna?

Ef þú gætir búið til eina nýja reglu, hver væri hún?

Getur eitthvað verið bæði satt og ósatt á sama tíma?

Ef þú býrð til kökunar átt þú þá að fá stærstu sneiðina?

Ef svín eru það sem úlfar borða, er þá stóri grimmi úlfurinn vondur?

Hvenær verður mynd sem breytt með myndvinnslu ósönn/lygi?

Hvernig væri líf þess sem er ekki hræddur við neitt?

Ef þú hlærð þegar þú ert að reyna að hlægja ekki, ert þú þá að hlægja?

Ef börn gætu opnað skóla fyrir fullorðna, hvað myndu þau kenna?

Hver eru sterkustu rökin: staðreyndir, tilfinningar eða skoðanir?

Ef þú fengir eina ferð tímavél, hvert myndir þú fara?

Hvernig væri fullkominn dagur?

Hvernig vitum við hvort eitthvað er fallegt?

Hver á jörðina?

Hvernig vitum við hvort eitthvað er fallegt?