Ósættir

Myndbandastríð á Sigló

Á þróunarárum myndbandavæðingarinnar, komu oft upp,  bæði broslegar og allverulegar uppákomur.

Stundum á milli lögreglu og einstakra eiganda myndbandaleiga sem spruttu upp á Siglufirði eins og gorkúlur á mykjuhaug.

Kalli og Guðmundur í búð sinni Álfhóll, voru sennilega þeir fyrstu sem fetuðu þessa leið.

Á þeim tíma voru fá myndbandstæki í bænum og lítið sem ekkert úrval myndefnis, og þá oftar en ekki ólöglegar kópíur, sem þá í byrjun þótti ekki saknæmt, ef frá er talin kvikmyndahús eigendurnir í Nýja Bíó. Nýjabrumið hafði strax áhrif og myndbandstækja eignin jókst hröðum skrefum.

Það var svo þegar Leó R Ólason startaði fyrstu alvöru myndbandaleigunni með ótrúlega miklu úrvali af löglegum orginal spólum, þó svo að ein og ein "fágæt" væru leigðar bestu viðskiptavinunum undir borði, það er afritaðir spólur, sem og einnig nýlega var byrjað að sýna í kvikmyndahúsunum í Reykjavík, en vart úti á landi.

Svo voru það bláu spólurnar sem einnig voru "undir borði" á öllum leigunum sem flestar munu hafa verið 7-8.

Sumar voru einskonar útibú frá öðrum leigum í Reykjavík, og voru ekki með tilskilin leyfi, enda algjörlega svört sala/leiga.

En allar þessar leigur urðu að lokum undir í samkeppninni við Myndbandsleigu Leós, og Billavídeó í eigu Guðmundar Davíðssonar.

All of this was in great competition with Nýja Bíó and went on a lot of things at that level.

Þegar Leó flutti suður á land, þá keypti Nýja Bíó leiguna af honum og stækkaði leigu úrvalið umtalsvert, það er Nýja Bíó gerði hagkvæma samninga við alla dreifingar aðila í Reykjavík, sem aðallega fólst í því að Bíóið keypti allt það efni sem gefið var út, án undantekninga og  innkaupsverðið til Bíósins lækkaði umtalsvert. 

Fljótlega varð leigan sem nú fékk nafnið Nýja Vídeó umtalsvert stærri en aðrar leigur á staðnum, og sennilega ein sú stærsta á landinu, þar til Leó sem stofnaði nýja leigu í Reykjavík fékk óbeinan titil á sína leigu sem, svo sannarlega var stærsta og besta myndbandaleiga landsins. 

Svona til gamans og upprifjunar, þá má lesa heilsíðugrein um myndbanda stríð á Siglufirði, með því að smella á tengilinn hér neðar .


Myndbandaleigustríð á Siglufirði 1986

Ásakanir ganga á víxl: Frétt / grein í Helgarblaðinu

Download file