Kóngablóð ?

Kóngablóð ???

Kóngablóð. Hvað er svo merkilegt við það?

Ekkert að mínu mati nema snobb, nokkuð sem ég tel mig vera saklausan af að sinna.

En hér til gamans, þar sem málið er mér tengt, þá er hér "stolið frá gömlu vikublaði" viðtal við merka athafnakonu sem heitir Elsa Bjartmarz og bjó í hálfgerðri höll á Álftanesi. (þegar viðtalið fór fram)

Hún er dóttir Kristmanns Guðmundssonar rithöfundar, sem er frændi minn og hálfbróðir pabba, Kristni Guðmundssyni útvarpsvirkja.

En samkvæmt viðtalinu er afi hennar (og afi minn) laungetinn sonur Friðriks VII Danakonungs.

Fróðleg grein sem lesa má með því að smella á myndirnar hér fyrir neðan

Meira um kappann Guðmund Jónsson frá Helastöðum, fyrrverandi lögregluþjón á Siglufirði, má lesa hér

Að auki: smá saga um karlinn