Hvað geta söfn gert fyrir blinda, hér er síða sem fer yfir marga góða punkta sem passa fyrir fræðslu fyrir blinda, skoða hér .
Skýrsla á sænsku um hvernig hægt sé að gera fræðslu fyrir einstaklinga með taugasálfræðileg fötlun og vitsmunalega skerðingu. Og er farið í gegnum það í þessari skýrslu sem má skoða hér.
The National Gallery í London býður upp á mismunandi fræðslu fyrir bæðir heyrnarlausa/heyrnarskerta og þá er boðið upp á táknmálstúlk og svo eru þeir líka með fræðslu fyrir blinda. Galleryið talar um að á heimasíðu sinni að þeir vilji ná til sem flestra í samfélaginu og er því gestum bent á að bóka í gegnum heimasíðuna sína hér. Það er auðvelt að finna á heimasíðu gallerýsins hvers konar fræðsla er í boði fyrir hvern hóp fyrir sig.
Grein um vinnu þar sem starfsmenn og kennarar unnu saman að fræðslu fyrir nemendur á einhverfurófi. Þetta voru nokkrar heimsóknir og var unnið með litla hópa í einu. Sáu kennarar um undirbúiningsvinnu í skólanum við nemendur og voru í mikilli samvinnu með starfsmenn safnsins sem unnu að fræðslu fyrir nemendahópinn.
Hér er farið yfir þá vinnu og hvernig var unnið var með hljóð, undirbúning og efni sem sett hefur verið upp á netinu. Farið yfir punkta sem væri gott að fara yfir með einstaklingum sem eiga við skynúrvinnsluvanda að stríða.
Síðan hjá National museum of computing - þar koma fram punktar sem væri gott að skoða áður en farið í heimsókn á safnið. Gott að skoða hvernig þeir hafa sett upp fræðslu og undirbúning fyrir þá sem eiga við skynúrvinnsluvanda að stríða eða eru á einhverfurófinu.