Leiðbeiningar

Undirbúa nemendur/hópinn fyrir safnaheimsókn í skóla með sérkennara, umsjónarkennara eða öðrum starfsmanni

  • Gera félagsfærni sögu.

  • Gera skýra og góða áætlun með hvað er í vændum og hvers er ætlast til af einstklingnum í safnaheimsókninni.

  • Skýra frá hversu langan tíma safnaheimsóknin tekur frá því að lagt er af stað og þangað til komið er til baka.

  • Fara yfir hvernig skal komast á staðinn og til baka.

  • Skoða safnið á heimasíðum og ræða um hvað er verið að fara að skoða - jafnvel að tengja það við námsefnið ef svo ber undir.

  • Fara yfir relgur safna: Hvað má og hvað ekki.

  • Ef stuðningsfulltrúi fylgir nemanda þá er gott að hann komi með, því smávægilega breytingar í svona ferð geta skipt miklu máli fyrir nemandann, hvernig upplifun hann fær út úr safnaheimsókninni.

  • Ef safnaheimsóknin er í nokkrum þrepum, s.s. ef það á að fara oftar á safnið fyrir skólaönnina þá að koma því fyrir í undirbúningnum.


Nokkrir punktar sem gott er að hafa í huga fyrir safnið og fræðsluna

  • Styttri fræðsla og jafnvel að vera með fræðsluna í nokkrum heimsóknum eins 2-3 styttri heimsóknum með mismundandi verkefnum og fræðslum. Mismunandi eftir hópum, þarfagreina hvern hóp fyrir sig.

  • Ef heimsóknir verða fleiri en ein þá er gott að fara stuttlega yfir allar heimsóknir og svo leggja mesta áherslu á þessa heimsókn. Svo þegar að kemur að næstu heimsóknum þá er gott að vera með smá upprifjun á fyrri heimsóknum og setja þær í samenngi við næstu heimsóknir og að nemandinn sjái tilganginn með næstu heimsóknum.

  • Gott að hafa hvíldarherbergi eða svæði til þess að róa sig, hafa leik sem tengist viðfangsefninu, gerir heimsóknina eftirminnilegri og tengir þau meira við safnið og jafnvel tengir meira við námið.

  • Við undirbúning á fræðslu væri gott að hafa samband við félagasamtök eða kennara og vinna með þeim að gerð fræðsluefnis, vinna með fagaðilum sem tengjast hópnum sem einblína á með fræðslunni. Hvernig er best að byggja hverja fræðslu upp fyrir sig.

Nokkrir helstu hlekki hjá ýmsum félagasamtökum sem gætu hjálpað við gerð á fræðslu fyrir mismunandi minni hluta hópa í samfélaginu: