Bíókvöld 1

Tímarnir breytast og mennirnir með á einhvern veginn alltaf við.

Í þessu verkefni ætlar þú að kafa ofan í unglingamenningu eins og hún birtist á hvíta tjaldinu. Þú ætlar að velja gamla unglingamynd (allavega 20 ára gamla) og horfa á með foreldri eða forráðamanni. Þetta verður að vera mynd sem fullorðni einstaklingurinn sem þú ætlar að horfa á með þekkir frá sínum unglingsárum og tengir við á einhvern hátt.

Að venju er frjáls skapandi skil á þessu verkefni t.d. er hægt að setja það upp sem hlaðvarpsviðtal við þann sem horfir á myndina með þér, myndband þar sem klippur úr myndinni koma inn í, glærur í Canva eða Power point eða hvað sem þér dettur í hug.

Verkefninu er skilað til kennara í námssamtali.

Verkefnið er:

Bíókvöld 1 - Leiðsagnarmat.pdf

Námsmat

Þú kemur í námssamtal við kennara til að láta meta heimaverkefnið þitt. Hér við hliðina sérðu hæfniviðmið og viðmið um árangur fyrir verkefnið.