AVH TMS PROJECT

Aðferðafræði og lýsing á framkvæmd rannsóknar, þ.m.t hvað þátttakandi þarf að gera (hér)

Öllum þeim sem sækja þjónustu á geðsviði Landspítala og heyra raddir í ofskynjunum að minnsta kosti einu sinni á dag, sem ekki hefur tekist að meðhöndla með tveimur ráðlögðum lyfjaskömmum í 6-8 vikur verður boðin þátttaka. Þeim verður afhent upplýsingablað um framkvæmd og markmið rannsóknarinnar og þeir sem samþykkja að taka þátt fá afhent samþykkisyfirlýsingu sem þeir skrifa undir og skila rannsakanda.

Þátttakendur sem samþykkja að taka þátt í rannsókninni mæta í staðlað viðtal á Kleppi hjá rannsakenda sem metur jákvæð einkenni. Einnig munu þeir svara spurningalistum sem meta líðan og lífsgæði.

þrjátíu einstaklingar sem mælast með raddir í heyrnaroskynjunum og heyra þær a.m.k. einu sinni á dag verður boðin þátttaka í rannsókninni. Fimmtán þátttakendur fá segulörvunarmeðferð og fimmtán þátttakendur fá falska segulörvunarmeðferð. Þeir sem ekki fá alvöru meðferð mun standa til boða að fá segulörvunarmeðferð seinna þegar rannsókn lýkur. Mælingar fara fram í báðum hópum samtímis. Valið verður af handahófi hverjir verða í hvorum hóp fyrir sig.

Þeir sem fá segulörvunarmeðferð þurfa að mæta í heila-og vöðvarafrit til að mæla P50 og P300 svörun, gamma sveiflur og þögla tímabil heilabarkar. Þeir þurfa síðan að mæta í tíu 15 mínútna rað-segulörvunarmeðferð yfir hvirfilberki T3-P3 með segulörvunarstyrk upp á 1Hz við 100% hvíldarhreyfiþröskuld (e. resting motor threshold). Fyrir hverja meðferðarlotu er hvíldarhreyfiþröskuldur mældur og er það miðað við styrkinn af segulörvun 50-100 µV yfir hreyfibörk (e. motor cortex) sem þarf til að virkja abductor pollicis brevis (APB) vöðvann í þumlinum í 5 af 10 tilvikum. Á meðan meðferð stendur munu lífeðlisfræðileg merki vera mæld þrisvar.

Kjósi þátttakendur að hætta þátttöku í rannsókninni þegar hún er hafin geta þeir gert það á hvaða stigi rannsóknarinnar sem er án þess að það hafi neinar afleiðingar í för með sér fyrir þá.

Eftir meðferð mæta allir þátttakendur, bæði í tilraunahópi og sjúklinga samanburðarhópi aftur til rannskanda í staðlað viðtal sem metur jákvæð einkenni og svara spurningalistum sem meta líðan og lífsgæði. Áætlun er að leggja mat á hvort breyting hafi orðið á jákvæðum einkennum, líðan eða lífsgæðum annars vegar og hins vegar P50, P300, gamma sveiflum og þögla tímabil heilabarkar hins vegar.

Heilbrigður samanburðarhópur sem hefur gengist undir MINI greiningarviðtal þar sem niðurstöður benda ekki til alvarlegra geðkvilla munu gangast undir sömu lífeðlisfræðilegu mælingarnar til að búa til viðmið fyrir sjúklingahópana tvo.

Þrjár eftirfylgdarmælingar verða gerðar. Að tveimur, fjórum og tólf viknum liðnum verður aftur haft samband við þátttakendur og þeir beðnir um að koma og taka þátt í sama matsferlinu með það að markmiði að meta hvort hugsanlegur árangur af rað-segulörvunar meðferð mælist þegar á líður.

Hvers konar úrvinnsla (t.d. tölfræðileg) var gerð við undirbúning rannsóknar? Ítarlegri lýsingu má skila í fylgiskjali.

Tölfræðilegt afl (e. power analysis) var reiknað miðað við 80% kraft, 5% alpha, 30% minnkun einkenna, áætlað staðalfrávik upp á 9 og meðaltal 28 í PSYRATS listanum. Niðurstöður tölfræðiafls voru að það þyrftu að minnsta kosti 16 þátttakendur.


Staðlað viðtal

• PSYRATS (Psychotic Symptom Rating Scale)

• SCI-PANSS (Positive and Negative Symptom Scale)


Sjálfsmatskvarðar

• Bakgrunnslisti

• DASS (Depression, Anxiety and Stress Scale)

• Mat á lífsgæðum (Quality of Life Scale)

• Öryggisatriði vegna rað-segulörvunar (rTMS safety screening questionaire)

• Edinborgarspurningarlistinn um ríkjandi hönd (Edinburgh Handedness Inventory)


Lífeðlisfræðilegar mælingar

• P50

• P300

• Gamma sveiflur

• Þögla tímabil heilabarkar


Reykjavik, 2th of October 2018

Description of the AVH TMS project: Clinical Applied Research in pshychiatric patients from Iceland

AVH TMS Project goal is to identify the degree to which repetitive transcranial magnetic stimulation is effective for the treatment of schizophrenic patients with persistent auditory verbal hallucinations (AVH).

Schizophrenia patients cannot differentiate real situation from imaginary. Auditory verbal hallucination (AVH) is the most common symptom of schizophrenia. It causes hyperactivity at auditory area of the brain. A system with local low frequency rTMS and EEG recording, to help modulate and observe the auditory activity of the brain was proposed recently (Jitpanya and Wongsawat 2016). In another recent study schizophrenia patients underwent rTMS along posterior part of the left superior temporal sulcus, applied at 20 Hertz (Hz) at 80% of the intensity of the resting motor threshold, twice a day for two days, and for a total of 10,400 pulses. This suggested the efficacy of high-frequency rTMS on AVH without any impact for rTMS on functional connectivity within the language network (Bais et al. 2017). In a recent meta-analysis, which included 17 randomized, sham-controlled trials, it was found a significant mean weighted effect size of 0.33 for repetitive TMS as compared to sham-treatment for treatment-resistant AVH (Slotema, Aleman, Daskalakis, & Sommer, 2012). At this moment there is not a definite consensus on the effectiveness of the rTMS treatment and the rTMS parameters to be used for the AVH drug resistant patients.

The main objectives are to identify changes in psychometric scales and neurophysiological measurements between baseline and after a 10 days treatment with repetitive transcranial magnetic stimulation applied to patients with AVH (Figure 1).

The research will compare a patient-treatment group which receives rTMS treatment with a patient-control group that receives rTMS sham treatment and a third healthy subjects - control group (HS). Positive symptom, stress, anxiety, depression, and quality of life will be measured before and after treatment in both the treatment group and the patient-control group.

The patients will be recruited from the psychiatric wards and outpatient clinics at the University Hospital of Iceland.

The rTMS protocol will be clearly explained to all the participants both orally and in a written form. Written informed consent will be obtained before proceeding further. All patients will be able to discontinue the treatment at any point during the study without any influence on their current treatment at the University Hospital of Iceland. Permission from the Ethics committee of the National University Hospital was obtained in April 2018.

Neurophysiological measurements

P50, P300, QEEG and cortical silent period (cSP) will be extensively assessed in the healthy-control group at the beginning of the study and compared with the parameters obtained in patients before, during and after the treatment: at the beginning of the study – baseline (T1), within one week after the treatment (T2), one month after the treatment (T3) and 3 months after the treatment (T4).

The neurophysiological hypotheses are that rTMS treatment: 1) decreases P50 second response (sensory gating improvement), 2) increases the amplitude and reduces the latency of P300, 3) increases gamma band oscillation synchrony, and 4) increases the duration of cortical silent period (cSP) a gamma-aminobutyric acid receptors B (GABAB) mediated inhibitory activity.

Figure 1.