Fréttir

Félagsmót - sunnudagur

Seinni dagur félagsmótsins var af betri gerðinnni, veðrið lék við okkur og hestakosturinn var frábær

Við byrjuðum á hinum stórskemmtilega pollaflokki, en þar vorum við með fjóra hressa krakka: Nökkvi Þór á Ými frá Blesastöðum 1A,
Unnsteinn Heiðar á Marín frá Lækjarbrekku 2, Ásthildur Sigrún á Agnesi frá Gunnarsstöðum  og Skúli Baldur á Tinna frá Fornustekkum.

Því næst voru nokkrir sem demdu sér í seinna rennsli og hækkuðu margir sínar einkunnir og nældu sér í sæti á Landsmót

En í A-flokki fara þau Þórmundur og Hlynur & Brák og Ída Mekkín
í B-flokki fara Tromma og Hlynur & Dís og Snæbjörg
unglingarnir eru Elín Ósk og Ísafold & Ída Mekkín og Marín
börnin eru Bjarni og Litla-Jörp & Eyrún og Funi
ungmennið er Eyvör og Gná

Hér koma svo öll úrslit mótsins:

Gæðingatölt, 2.flokkur
1. Narnía frá Haga og Jóna Stína Bjarnadóttir 8.34
2. Flóki frá Haga og  Sigurjón Magnús Skúlason 8.28
3. Gná frá Höfn og Eyvör Stella Guðmundsdóttir 8.12
4. Trítill frá Stóra-Vatnsskarði og Helgi Vigfús Valgeirsson 8.04
5. Máni frá Fornustekkum og Ásthildur  Gísladóttir 7.93

Gæðingatölt, unglingar
1. Elín Ósk Óskardóttir og Sara frá Lækjarbrekku 2 8.92
2. Ída Mekkín Hlynsdóttir og Marín frá Lækjarbrekku 2 8.77
3. Bjarni Magnússon og Litla-Jörp frá Fornustekkum 8.07


Gæðingatölt, 1.flokkur
1.Dís frá Bjarnanesi og Snæbjörg Guðmundsdóttir 8.67
2. Stjarna frá Haga og Jóna Stína Bjarnadóttir 0


Barnaflokkur
1.Eyrún Stína Guðmundsóttir og Funi frá Mið-Fossum 7.75
2. Bjarni Magnússon og Litla-Jörp frá Fornustekkum 6.65


A-flokkur
1. Þórmundur frá Lækjarbrekku 2 og Hlynur Guðmundsson 8.76
2. Glæsir frá Lækjarbrekku 2 og Friðrik Reynisson 8.62
3. Ýmir frá Blesastöðum 1A og Bjarney Jóna Unnsteinsdóttir 8.41
4. Mórall frá Hlíðarbergi og Snæbjörg Guðmundsdóttir 8.32
5. Magni frá Lækjarbrekku 2 og Elín Ósk Óskarsdóttir 7.38


Unglingaflokkur
1. Elín Ósk Óskarsdóttir og Ísafold frá Kirkjubæ 8.96
2. Ída Mekkín Hlynsdóttir og Marín frá Lækjarbrekku 2 8.78


B-flokkur ungmenna
1. Eyvör Stella Guðmundsdóttir og Gná frá Höfn 7.77


B-flokkur
1. Dís frá Bjarnanesi og Snæbjörg Guðmundsdóttir 8.84
2. Klerkur frá Bjarnanesi og Friðrik Reynisson 8.72
3. Árdís frá Bjarnanes og Hlynur Guðmundsson 8.63
4. Úlfrún frá Hnappavöllum 5 og Katrín Líf Sigurðardóttir 8.45
5. Kapall frá Hlíðarbergi og Gunnar Ásgeirsson 8.19


100m  flugskeið
1. Gunnar Ásgeirsson og Skandall frá Hlíðarbergi 8.42 sek
2. Friðrik Reynisson og Tenór frá Karlsbrekku 8.47 sek
3. Snæbjörg Guðmundsdóttir og Mórall frá Hlíðarbergi 8.49 sek
4. Ída Mekkín Hlynsdóttir og Brák frá Lækjarbrekku 2 8.77 sek
5. Jóna Stína Bjarnadóttir og Narnía frá Haga - lá ekki


800m brokk
1. Eyrún Stína Guðmundsdóttir og Herkúles frá Hjarðarfelli
2. Þeba Björt Karlsdóttir og Gná frá Höfn


350m stökk
1.Eyrún Stína Guðmundsdóttir og Herkúles frá Hjarðarfelli
2. Þeba Björt Karlsdóttir og Gná frá Höfn


Unghrossaflokkur
1. Bjarney Jóna Unnsteinsdóttir og Hrafn frá Ytri-Skógum (IS2019184012)
2. Magnús Skúlason og Heiðrún frá Haga (IS2018277241)
3. Ída Mekkín Hlynsdóttir og Skúmur frá Lækjarbrekku 2 (IS2019177157)
4. Snæbjörg Guðmundsdóttir og Líf frá Hlíðarbergi (IS2019277119)
5. Helgi Vigfús Valgeirsson  og Ari frá Svanavatni (IS2019184437)
6. Friðrik Reynisson og Sigursteinn frá Lækjarbrekku 2 (IS2020177158)


Ekki má svo gleyma

Efnilegasti knapi mótsins
Elín Ósk Óskarsdóttir

Gæðingur mótsins
Dís frá Bjarnanesi



Félagsmót - laugardagur

Gekk dagurinn  í dag alveg frábærlega, vorum örlítið sein í gang, en með stundvísi knapa náðum við að rétta okkur við og kláruðum daginn á settum tíma.

Við riðum nokkur úrslit í dag, en við slepptum forkeppni og skelltum okkur beint í úrslit í gæðingatölti, öllum flokkum, þar sem allir voru skráðir á einum hesti og fjöldi frá 2-5 í hverr grein. Greini betur frá úrslitum síðar (allt inn á HorseDay appinu)

En í dag voru veitt tvenn ný verðlaun, farandbikarar í bæði unghrossaflokki og 150m skeiði til minninga um þá Einar Jóhann og Ingólf Vopna, eða Jóa á Meðalfelli og Vopna eins og mér skilst að flestir hafi þekkt þá sem.

Þau Rakel, dóttir Jóa og Ingvi, sonur Vopna afhentu verðlaunin og þökkum við þeim kærlega fyrir að taka þátt í mótinu með okkur


Höldum svo áfram á morgun, með seinna rennsli og úrslitnum. Áætluð byrjun kl 10, fylgist með

Dagskrá og allir ráslistar á Félagsmóti Hornfirðings 2024

Dagskrá:

Laugardagur

13:00 Knapafundur

13:30 Barnaflokkur gæðinga

13:40 Unglingaflokkur gæðinga

14:00 B-flokkur ungmenna

14:10 B-flokkur

14:50 A-flokkur

15:50 Kaffihlé

16:30 Gæðingatölt 2.flokkur

17:00 Gæðingatölt, unglingaflokkur

17:30 Gæðingatölt, 1.flokkur

18:00 Flugskeið 100m

18:30 Unghross

19:00 Kjötsúpa í Stekkhól


Sunnudagur

10:00 Pollaflokkur

10:30 Úrslit Gæðingatölt, 2 flokkur

11:00 Úrslit Gæðingatölt, unglingaflokkur

11:30 Úrslit Gæðingatölt, 1.flokkur

12:00 Úrslit Barnaflokkur

12:30 Matur

13:00 Úrslit A-flokkur

13:30 Úrslit unglingaflokkur

14:00 Úrslit B-flokkur

14:30 350m stökk

15:00 800m brokk



A flokkur Gæðingaflokkur 1

1.Hlynur Guðmundsson

Magni frá Lækjarbrekku 2


2.Friðrik Reynisson

Mórall frá Hlíðarbergi


3.Bjarney Jóna Unnsteinsd.

Næla frá Lækjarbrekku 2


4.Sigurjón Magnús Skúlason

Flóki frá Haga


5.Ída Mekkín Hlynsdóttir

Brák frá Lækjarbrekku 2


6.Jóna Stína Bjarnadóttir

Narnía frá Haga


7.Hlynur Guðmundsson

Þórmundur frá Lækjarbrekku 2


8.Friðrik Reynisson

Glæsir frá Lækjarbrekku 2


9.Bjarney Jóna Unnsteinsd.

Ýmir frá Blesastöðum 1A



B flokkur Gæðingaflokkur 1


1.Snæbjörg Guðmundsdóttir

Kapall frá Hlíðarbergi


2.Jóna Stína Bjarnadóttir

Hrímnir frá Fornustekkum

Grár/leirljósstjörnótt14


3.Katrín Líf Sigurðardóttir

Úlfrún frá Hnappavöllum 5


4.Snæbjörg Guðmundsdóttir

Dís frá Bjarnanesi


5.Friðrik Reynisson

Klerkur frá Bjarnanesi


6.Hlynur Guðmundsson

Tromma frá Höfn


7.Jóna Stína Bjarnadóttir

Stjarna frá Haga


8.Snæbjörg Guðmundsdóttir

Árdís frá Bjarnanesi




B flokkur ungmenna  


1.Eyvör Stella Þ. Guðmundsdóttir

Gná frá Höfn




Unglingaflokkur gæðinga  


1.Elín Ósk Óskarsdóttir

Ísafold frá Kirkjubæ


2.Ída Mekkín Hlynsdóttir

Marín frá Lækjarbrekku 2


3.Elín Ósk Óskarsdóttir

Sara frá Lækjarbrekku 2




Barnaflokkur gæðinga  


1.Eyrún Stína S. Guðmundsdóttir

Funi frá Mið-Fossum


2.Bjarni Magnússon

Litla-Jörp frá Fornustekkum




Stökk 350m  


1.Eyrún Stína S. Guðmundsdóttir

Herkúles frá Hjarðarfelli




Brokk 800m  


1.Eyrún Stína S. Guðmundsdóttir

Herkúles frá Hjarðarfelli




Flugskeið 100m P2 Fullorðinsflokkur


1.Snæbjörg Guðmundsdóttir

Mórall frá Hlíðarbergi


2.Ída Mekkín Hlynsdóttir

Brák frá Lækjarbrekku 2


3.Gunnar Ásgeirsson

Skandall frá Hlíðarbergi


4.Friðrik Reynisson

Tenór frá Karlsbrekku


5.Jóna Stína Bjarnadóttir

Narnía frá Haga





Gæðingatölt-fullorðinsflokkur Gæðingaflokkur 1


1.Jóna Stína Bjarnadóttir

Stjarna frá Haga


2.Snæbjörg Guðmundsdóttir

Dís frá Bjarnanesi





Gæðingatölt-fullorðinsflokkur Gæðingaflokkur 2


1.Eyvör Stella Þ. Guðmundsdóttir

Gná frá Höfn


1.Ásthildur Gísladóttir

Máni frá Fornustekkum


2.Sigurjón Magnús Skúlason

Flóki frá Haga


2.Helgi Vigfús Valgeirsson

Trítill frá Stóra-Vatnsskarði


2.Jóna Stína Bjarnadóttir

Hrímnir frá Fornustekkum





Gæðingatölt-unglingaflokkur  


1.Bjarni Magnússon

Siggerður frá Efra-Langholti


1.Hildur Sunna Einarsdóttir

Fálki frá Reyðarfirði


2.Ída Mekkín Hlynsdóttir

Marín frá Lækjarbrekku 2


2.Bjarni Magnússon

Litla-Jörp frá Fornustekkum


2.Elín Ósk Óskarsdóttir

Sara frá Lækjarbrekku 2



Unghrossaflokkur

 1.Sigursteinn frá Lækjarbrekku 2 (IS2020177158) Rauðtvístjörnóttur, glófextur.

 Faðir: Heiður frá Eystra-Fróðholti Móðir: Sara frá Lækjarbrekku 2 

Eigandi: Friðrik Hrafn Reynisson (50%) Pálmi Guðmundsson (50%) 

Ræktandi: Pálmi Guðmundsson 


 1.Skúmur frá Lækjarbrekku 2 (IS2019177157) Brúnn. 

Faðir: Hrannar frá Flugumýri II Móðir: Sara frá Lækjarbrekku 2 

Eigandi: Bjarney Jóna Unnsteinsdóttir (50%) Pálmi Guðmundsson (50% 

Ræktandi: Pálmi Guðmundsson 


1.Heiðrún frá Haga (IS2018277241) Móálótt, stjörnótt. 

Faðir: Heiður frá Eystra-Fróðholti Móðir: Ör frá Haga 

Eigandi: Sigurjón Magnús Skúlason 

Ræktandi Sigurjón Magnús Skúlason 


2.Hrafn frá Ytri-Skógum (IS2019184012) Brúnn 

Faðir: Skýr frá Skálakoti Móðir: Gnótt frá Ytri-Skógum 

Eigandi: Bjarney Jóna Unnsteinsdóttir (50%) Hlynur Guðmundsson (50%) 

Ræktandi: Ingimundur Vilhjálmsson 


2.Ari frá Svanavatni (IS2019184437) Bleikblesóttur 

Faðir: Skýr frá Skálakoti Móðir: Blæja frá Hólum 

Eigandi: Helgi Vigfús Valgeirsson 

Ræktandi: Bjarney Jóna Unnsteinsdóttir (50%) Helgi Vigfús Valgeirsson (50%) 


Líf frá Hlíðarbergi (IS2019277119) Mósótt 

Faðir: Loki frá Selfossi Móðir: Eylíf frá Hlíðarbergi 

Eigandi: Snæbjörg Guðmundsdóttir 

Ræktandi: Snæbjörg Guðmundsdóttir




Firmamót 2024

Hér eru úrslit mótsins. Við þökkum fyrirtækjum sem styrktu, Kristínu Lárusdóttir dómara og öðrum sem gerðu þennan dag frábæran! 

T7 13 ára og yngri

1. Bjarni og Siggerður frá Reyðará (Miðós)

2. Sólrún og Gullveig frá Lækjarbrekku 2 (Húsasmiðjan)

3. Ásthildur Sigrún og Agnes frá Gunnarsstöðum (Seljavellir gisting)


T7

1.Jóna Stína og Stjarna frá Haga (Pakkhús)

2.Sigurjón Magnús og Narnia frá Haga (Ferðaþjónustan Skálafelli)

3.Helgi Vigfús og Ari frá Svanavatni (Gisiheimilið Hala)

4.Sándor og Hildigerður frá Horni 1 (Smyrlabjörg)

5.Kathi og Goði frá Lækjarbrekku 2 (Beinlínis)


Þrígangur

1.Mathilde og Ýmir frá Blesastöðum 1A (Iceguide)

2.Pálmi og Glæsir frá Lækjarbrekku 2 (Litlahorn)

3.Friðrik Hrafn og Skandall frá Hlíðarbergi (Jöklajeppar)

4.Ída Mekkín og Brák frá Lækjarbrekku 2 (Lækjarbrekka)

5.Snæbjörg og Gjafar frá Hlíðarbergi (Verkhof)

Tvígangur minna vanir

1.Jóna Stína og Stjarna frá Haga (Hótel Jökull)

2.Sigurjón Magnús og Narnia frá Haga (Staumbrot)

3.Ásthildur og Máni frá Fornustekkum (Bjarnanesbúið)

4.Þórbjörg og Gná frá Höfn (Kask)


Tvígangur meira vanir

1.Ída Mekkín og Marín frá Lækjarbrekku 2 (Funi)

2/3.Pálmi (Elín Ósk) og Sara frá Lækjarbrekku 2 (Þingvað)

2/3.Elín Ósk og Ísafold frá Kirkjubæ (G.Karlson)

4.Katrín Líf og Rán frá Reykjavík (JaVet)

5.Snæbjörg og Árdís frá Bjarnanesi (Árnanes)

6.Friðrik Hrafn og Minning frá Hlíðarbergi (Erpur ehf.)

7.Helgi Vigfús og Kolgríma frá Svanavatni (Klifá (Ferðaþjónustan Gerði)


Tvígangur 13 ára og ýngri

1.Bjarni og Litla-Jörp frá Fornustekkum (Rósaberg ehf.)

2.Ásthildur Sigrún og Agnes frá Gunnarsstöðum (Lækjarhús)


Fjórðungsmót - föstudagur

Í gærkvöldi áttum við fullt af flottum knöpum í Töltgreinum, Bjarney Jóna og Dökkvi mæta í B úrslit í tölti í kvöld

Jóna Stína og Maggi formaður eru í úrslitum á sunnudaginn í T3 og svo eru Friðrik, Ída og Elín öll í úrslitum í T3 unglinga og verður gaman að fylgjast með knöpunum okkar á sunnudaginn í blíu veðri eins og spáin lofar


B flokkur ungmenn og áhugamanna var að ljúka og eru Jóna Stína og Maggi að sjálfsögðu þar líka, nóg að gera hjá þeim :)


Ég er svo í miðju vallar að taka myndir alla helgina, en þær koma inn á síðuna þegar tækifæri gefst :)

Félagmót Hornfirðins

Þá er hinu árlega félagsmóti Hornfirðings 2023 lokið, en það var að þessu sinni einnig úrtaka fyrir FM á Egilsstöðum 6-9 júlí næstkomandi (Munið skráningarfrest, 30júní!)

Þökkum öllum sjálfboðarliðum sem tóku þátt á mótinu, það verður ekkert af móti án ykkar! Einnig þökkum við keppendum fyrir þáttökuna, við látum ekki veðrið standa í okkur :)


Úrslit mótsins voru þessi.


Gæðingatölt unglingar:

Gæðingatölt 2 flokkur:

Gæðingatölt 1 flokkur:

Barnaflokkur:

A-flokkur:

Unglingaflokkur:

B-flokkur ungmenna

B-flokkur

100m Flugskeið

Unghross

350 m stökk



Mynd: Gæðingatölt 1. flokkur, myndina tók Pálmi Guðmundsson


 

Félagsmót Hornfirðins 2023!

 Opið Félagsmót Hornfirðings verður haldið að Fornustekkum helgina 23-24. júní 2023 (föstudag og laugardag).

Keppnisgreinar:

- Barnaflokkur

- Unglingaflokkur

- Ungmennaflokkur

- A-flokkur

- B-flokkur

- Gæðingatölt, Unglingaflokkur

- Gæðingatölt, gæðingaflokkur 1

- Gæðingatölt, gæðingaflokkur 2

- Unghross (2017-2019) 4,5 og 6 vetra

- 100 m skeið

- Stökk 350m

- Brokk 800m

- Pollaflokkur


Skráning í Keppnisgreinar fer fram á www.sportfengur.com


Skráningar í pollaflokk fara fram á staðnum en unghross skal skráð á netfangið helgivv@gmail.com með nafni á hesti og IS- númeri.

Skráningu lýkur miðvikudaginn 21. júní kl 23:59

Skráningargjald er kr 5000, - en frítt fyrir keppendur í barna- unglinga og pollaflokki.

Þátttakendur í Hestamannafélaginu Hornfirðingi verða að vera búnir að greiða félagsgjöldin.

Greiðsla fyrir þátttöku fer inn á reikning Hornfirðings, kt. 681188-2589, banki: 0172-26-005135 og kvittun á netfang: hornfirdingur36@gmail.com

Stefnt er að byrja eftir hádegi á Föstudeginum en nánari dagskrá og tímasetning kemur þegar skráningum er lokið.


Vonandi sjáumst við sem flest á félagsmótinu okkar.

​Stjórn Hornfirðings


Firmamót Hornfirðings 2023

Firmamót Hornfirðings fór fram við Stekkhól í blíðskapar veðri. Hestakostur var mjög góður og að loknu móti fór fram verðlaunarafhending í félagshúsinu þar sem einnig var kaffihlaðborð sem er stór partur í fjáröflun Hornfirðings. Þökkum við öllum þeim sem komu að mótinu fyrir aðstoðina.


Hestamannafélagið Hornfirðingur þakkar öllum styrktaraðilum fyrir stuðninginn og gestum fyrir komuna.

Hér eru úrslit mótsins:


Tvígangur 13 ára og yngri

1. Bjarni Magnússon og Litla-Jörp frá Fornustekkum (Z-Bistro)

2. Aðalheiður og Herkúles frá Hjarðarnesi (Erpur ehf.)

3. Eyrún Guðmundsdóttir og Funi frá Mið-Fossum (Nettó)


Tvígangur meira vanir

1. Elín Ósk Óskarsdóttir og Ísafold frá Kirkjubæ (Ice guide)

2. Pálmi Guðmundsson og Marín frá Lækjarbrekku (South East Iceland)

3. Mathilde Nijzingh og Læsing fra Sandhólaferju (Icelagoon)

4. Friðrik Snær Friðriksson og Blakkur frá Áskoti (Lækjarhús)

5. Helgi Vigfús Valgeirsson og Kolgríma frá Svanavatni (Ásgarður)

6. Snæbjörg Guðmundsdóttir og Þyrí frá Melum (Tjarnarbræður ehf.)


Tvígangur minna vanir

1. Magnús Skúlason og Flóki frá Haga (Brunnhóll)

2. Jóna Stína Bjarnadóttir og Stjarna frá Haga (Hótel Jökull)

3. Jeanette og Aþena frá Haga (Lækjarbrekka hrossarækt)

4. Kerstin og Limra frá Hlíðarbergi (Ice Cave Iceland)

5. Eyvör Guðmundsdóttir og Sælglampi frá Múla (Straumbrot)

6. Hanna og Sæld frá Þjóðólfshaga (Smyrlabjörg)


Þrígangur

1. Friðrik Snær Friðriksson og Kostur frá Margrétarhofi (Skinney-Þinganes)

2. Friðrik Hrafn Reynisson og Mórall frá Hlíðarbergi (KASK flutningar)

3. Mathilde Nijzingh og Ýmir frá Blesastöðum (VerkHof)

4. Snæbjörg Guðmundsdóttir og Hildigerður frá Horni (Klifá ehf)

5. Elín Ósk Óskarsdóttir og Brák frá Lækjarbrekku (Rósaberg)




Hér eru styrtaraðliðarnir árið 2023

Takk kærlega fyrir stuðninginn





Fjölbreyttur fimmtudagur

Seinniparturinn hjá hestamannafélaginu er pakkaður!

Við ætlum að byrja á mótaröðinni okkar klukkan 17 í reiðhöllinni, þar sem liða- og einstaklings keppni fer fram í tvígangi (hægt tölt, brokk og fegurðartölt) og bjórtölti.

Eftir að keppni líkur verður hægt að koma við upp í Stekkhól og horfa á slaktaumatöltið í Meistaradeild Líflands. Verður eitthvað smá snarl á staðnum


Hlakka til að sjá ykkur!


Með fylgir auglýsingin frá mótanefndinni:


Kæru félagar,

Nú er komið að fyrsta vetrarmóti. Keppni fer fram í reiðhöllini á fimmtudaginn 9 febrúar kl 17:00.

Keppt verður í:

- Tvígangi (hægt tölt, brokk, fegurðar tölt)

      - 13 ára og yngri

      -  minna vanir

      -  meira vanir

- Bjór tölt (tvær umferðir)

Leyfilegt er að vera með fleiri en eina skráningu í tvígangi en það þarf að taka fram hvaða hestur tekur þátt í stigasöfnuninni fyrir mót.

Keppnin virkar þannig að knapar safna stigum fyrir liðið sitt en efstu tveir í hverju liði hljóta stig. Menn hljóta stig fyrir árangur í forkeppni en svo keppa 3 í úrslitum en þau eru riðin strax að lokinni forkeppni.

1 sæti gefur 10 stig

2 sæti gefur 8 stig

Og koll af kolli

Skráning fer fram hjá mér á Messenger eða  í síma 8342333. Skráningin kostar 1500kr (frítt í yngri flokk) og rennur skráningarfrestur út kl. 13:00 á fimmtudaginn.

Kveðja,

Mótanefnd


Námskeiðshald framundan

Þá er veturinn genginn í garð og margir farnir að taka á hús. Æskulýðsnefndin lætur ekki á sér standa og eru þau búin að auglýsa knapamerkin með henni Ragnheiði sem eiga að hefjast þann 6 janúar.
Skráningar eru hjá Þebu bæði í síma 854-4911 eða á facebook skilaboðum.


Einnig mun reiðkennari ársins Sigvaldi Lárusson vera með einkatíma í mars og maí og er það flott viðbót við kennsluna hjá Ragnheiði, en Sigvaldi er umsjónarmaður í hæfileikamótun LH þar sem þrír unglingar frá okkur eru í þeim hópi. En það námskeið verður auglýst nánar síðar

Ég ætla leyfa auglýsingunni frá Þebu að fylgja hér með.

Mbk. Hafrún Eiríks



LOKSINS LOKSINS...  Í janúar er ætlunin að byrja á knapamerkjunum.  Ragnheiður Þorvaldsdóttir ætlar að koma einu sinni í mánuði í vetur og vera með knapamerki 1, 2 og 3 auk þess að bjóða uppá einkatíma, paratíma, áframhald af sirkusnámskeiði eða hvað eina sem fólki dettur í hug

Dagsetningarnar eru þessar:

6-8 janúar

10-12 febrúar

10-12 mars

14-16 apríl

12-14 maí

Hægt er að skoða út á hvað knapamerkin ganga út á á http://knapamerki.is/

Það er hægt að taka stöðupróf í knapamerkjum 1 og 2.

Ef menn stefna á það er best að skoða prófin hérna http://knapamerki.is/prfreglur

http://knapamerki.is/1-stig

http://knapamerki.is/2-stig

og svo bara nota jólin til þess að lesa og æfa sig.

Þess ber að geta að aldurstakmark fyrir knapamerki 1 er 12 ára og nemendur þurfa að mæta með hesta. 

Þessi námskeið henta öllum aldurshópum og lýkur hverju knapamerki með prófi, bæði bóklegu og verklegu.

Verð per námskeið verður auglýst síðar.

Það er hægt að skrá sig í knapamerkin og alla hina tímana hjá mér á messenger eða í síma 854-4911

Fyrir hönd æskulýðsnefndar Hornfirðings,

Þeba



Glæný síða félagsins

Ég hef tekið mig til og útbúið nýja síðu fyrir félagið. Ég var ekki nógu sátt við hvernig sú gamla virkaði.

Ég vona allir njóti þess að fá fréttir örðu hverju af mótum og öðru því sem er í gangi í félaginu.


Mbk. Hafrún Eiríks