Hestamannafélagið Hornfirðingur
Velkomin á heimasíðu Hornfirðings
Marmið félagsins er að efla hestamennsku og hrossarækt á félagssvæðinu.
Því marki hyggst félagið ná með því að:
Halda árlega hestamót eitt eða fleiri á félagssvæðinu.
Hvetja til aukinnar hestamennsku, svo sem með leiðbeiningum um tamningar, fóðrun og meðferð hesta, og annara fræðslu um hestamennsku og hrossarækt.
Vinna að bættri aðstöðu félagsins og félagsmanna til hestaþinga, skemtiferða, hagagöngu og öðru sem stuðlar að hestamennsku.
Efla áhuga barna og unglinga á hestamennsku og hestaíþróttum m.a. með því að halda reiðskóla og reiðnámskeið.
Hafa samstarf við önnur hestamannafelög ásamt þátttöku í starfi Landsmanbands hestamannafélaga.
Um félagið
Hestamannafélagið Hornfirðingur var stofnað þann 17. maí 1936
Félagssvæði Hornfirðings er við Fornustekka í Nesjum, Hornafirði.
Afleggjari er móts við Litlu-Sveitasjoppuna (N1)
Þar er félagshúsið okkar; Stekkhóll, reiðhöll, hesthús (bæði við reiðhöll og innar á svæðinu), keppnisvöllur sem er bæði 200m og 300m hringvöllur, ásamt 800m grasbraut.
Loftmynd af félagssvæðinu - vinstra megin við hringveginn
Hafðu samband: hornfirdingur36@gmail.com