Þessi vefur er sýnishorn fyrir nemendur til að kynna möguleika Google sites til að setja fram námsefni og nemendaverkefni. Vefurinn er gerður af Salvöru Gissurardóttur vorið 2019.
Hér eru nokkur dæmi um innfellt efni frá h5p.org.
Athugað að það verður að velja "embed" neðst á viðkomandi efni á h5p, afrita þann kóða og fara á google sites, velja innfellt efni og stilla á innfellingarkóði og líma þar kóðann .
ATHUGA að það verður að sleppa hlutanum sem er <script>....</script> þ.d. eingöngu sá hluti innfellingarkóða sem er milli <<iframe>...</iframe> er tekinn með.
Sjáðu skjámyndina hér fyrir neðan. Þurrka verður út það sem er <script> því Google sites og reyndar margir aðrir vefir og tól leyfa ekki forritunarkóða (þ.e. script) þó þau leyfi að það sé gerður gluggi og þar sett inn efni frá öðrum (þ.e. iframe)
Hér fyrir neðan eru nokkur dæmi um hvernig efni gert í H5P er fellt inn í Google Sites.