Verk-og tímaáætlun

Verk- og tímaáætlun

Þú skrifar núna verk- og tímaáætlunina en mátt ráða hvernig hún er sett upp. Þú hefur hana í verkdagbókinni þinni.

Nokkur atriði til að hafa í huga:


Settu upp verk- og tímaætlun og fylltu út í reiti sem sýna hvað þú átt eftir að gera og hvenær þú ætlar að gera það.

Það sem þarf að koma fram er:

  1. Hvenær þú ætlar að vera búinn að finna allar heimildir sem þú getur notað í verkefninu.

  2. Ef að þú ætlar að leita til aðila utan skólans, t.d. til að taka viðtöl, þá setur þú inn í áætlunina hvenær þú áætlar að vera búinn að því.

  3. Hvenær fyrstu drög að skriflegu verkefni á að vera komið til kennara til að hann geti farið yfir það.

  4. Hvenær afurðin þín er tilbúin.

  5. Ef að þú ert ekki einn að vinna í verkefninu, þá þarf að koma fram hvað hver gerir og hvenær hann gerir það.



Hæfniviðmið og viðmið um árangur

Samfélagsgreinar-Hugarheimur

Nemandi getur sett sér markmið og gert áætlanir við fjölbreytt viðfangsefni

  • Ég set upp verkáætlun

  • Ég set upp tímaáætlun



Náttúrufræði- Nýsköpun og hagnýting þekkingar

Nemandi getur unnið undir leiðsögn í hópi eftir verkskiptri tímaáætlun við að hanna umhverfi, hlut eða kerfi.

  • Ég set upp áætlun sem sýnir hvernig verkefnið verður unnið

  • Í verk- og tímaáætlun eru tímasetningar sem sýna hvernig ég muni ná að gera verkefnið innan þess tímamarka sem ég hef