Kennarar

Verkefnalýsing

Í þessu verkefni eru nemendur að læra um Ísland þar sem þeir vinna rannsakandi verkefni um landið. Verkefnið er samþætt og byggir á markmiðum aðalnámskrár grunnskóla fyrir miðstig.

Gott er að vera með efni á svæðinu sem tengist verkefninu, handbækur, kennslubækur og annað sem gæti gangast nemendum í vinnu þeirra.

Til þess að þjálfa nemendur í notkun á margmiðlunarveri (bókasafni) þá er ekki úr vegi að leyfa þeim að sækja þangað handbækur og aðrar bækur sem þeir telja gætu verið þeim til gagns í vinnunni sem er framundan.


Hér fyrir neðan eru hnappar fyrir hvert og eitt einasta skref í ferlinu. Þar er lýsing á hvað þarf að gera, þau hæfniviðmið og viðmið um árangur sem fellur undir það skref.

Hnapparnir eru í þeirri röð sem á að vinna verkefnið.