Eftir sýningu

Eftir sýninguna

Núna er mikilvægt að sjá hvernig gekk.

Fyrst vinnur þú að sjálfsmati, sem þú skrifar í verkdagbókina þína. Þar þarf að koma fram:

  • Hvernig gekk að vinna eftir viðmiðum um árangur

  • Hvernig þú skyldir lykilhugtökin

  • Hvernig þér gekk að nýta verkdagbókina

  • Hvað aðferð fannst mér best til að nýta í verkefnavinnunni

Þegar allir eru búnir að meta sjálfan sig, tekur þú þátt í samtali. Nemendur og kennari ræða saman eftirfarandi hluti:

  • Af hverju eru þessi lykilhugtök mikilvæg fyrir þetta þema?

  • Hvaða verkefni voru fyrirmyndarverkefni og af hverju?

  • Hvað gekk vel?

Þegar þú ert búin að skrifa inn í verkdagbókina, sýnir þú kennara hana og þið farið yfir hana saman.


Hæfniviðmið og viðmið um árangur


Lykilhæfni- Skapandi og gagnrýnin hugsun

Nemandi getur vegið og metið hvort aðferð við verkefnavinnu hafi borið árangur og tekið þátt í mótun og miðlun viðfangsefna á skapandi hátt.

  • Ég ígrunda þær aðferðir sem ég nýtti í verkefninu og skrifa um það í verkdagbókina

  • Ég ígrunda hvaða aðferðir hjálpuðu mér við að vinna verkefnið og skrifa það í verkdagbókina


Íslenska - Talað mál, hlustun og áhorf

Nemandi getur nýtt aðferðir sem hann hefur lært til að taka virkan þátt í samvinnu, samræðum og rökræðum, tjáð skoðanir sínar með ýmsum hætti, rökstutt þær og valið þeim miðil sem hentar.

  • Ég tek þátt í umræðum um lykilhugtök


Samfélagsgreinar-Félagsheimur

Nemandi getur tjáð þekkingu sína og viðhorf með fjölbreyttum hætti, einn sér og í samstarfi við aðra,

  • Ég ígrunda hvaða verkefni voru mjög vel unnin og skrifa það í verkdagbók

  • Ég ígrunda hvernig gekk að vinna verkefnið og skrifa það í verkdagbók

  • Ég sýni kennara verkdagbókina og fer yfir hana með honum