Við óskum eftir foreldrum eða öðrum hér í samfélaginu okkar sem er tilbúið að þjálfa, hvort sem það er að vera með stök námskeið í styttri tíma eða koma inn og þjálfa ákveðnar greinar. Einnig er gott að fá einhverja sem eru til í að sinna forföllum. Endilega hafið samband við okkur í stjórn ef þið hafið áhuga á að bjóða fram krafta ykkar í eitthvað slíkt.
Sendið póst á aframhordur@gmail.com
Í vetur höfum við ráðið til okkar tvo þjálfara, Ásgeir Sveinson mun sjá um að þjálfa fótbolta yngri flokka, 1.-4. bekk, eins og í fyrra. Hann mun einnig vera með þrekæfingar á föstudögum sem er góður grunnur fyrir allar íþróttagreinar eða sem hreyfingu fyrir þá sem ekki finna sig í hópíþróttum.
Einnig höfum við fengið til liðs við okkur nýjan þjálfara í körfubolta, Reinis Ščerbinskis, en hann verður með körfuboltaæfingar fyrir börn í 1.-10. bekk. Hann kemur frá Lettlandi og er einnig íþróttakennari í Patreksskóla.
Hafið samband við Ásgeir Sveinsson í síma 8962019 eða sendið skilaboð
Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fara fram 11.-12. febrúar 2023.
Skráning fer fram á www.netskraning.is/ Hvetjum ykkur til að skrá börnin ykkar, þjálfari verður á staðnum. Nánari upplýsingar um mótið hér.
Silfurleikar ÍR fara fram laugardaginn 19. nóvember. Silfurleikarnir eru fyrir 17 ára og yngri.
10 ára og yngri keppa í fjölþraut barna en þeir eldri í hefðbundnum frjálsíþróttagreinum.
Skráning fer fram á www.netskraning.is/
Hvetjum ykkur til að skrá börnin ykkar, þjálfari verður á staðnum. Nánari upplýsingar um mótið hér.
Æfingar vetrarstarfsins okkar hefjast 1. september 2022. Við hvetjum alla til að koma og prófa æfingar fyrstu vikuna. Skráning fer svo fram 8.-11. september hér á heimasíðu.
Hlökkum til öflugs íþróttastarfs í vetur.
Kveðja stjórn Harðar
Það er kominn þjálfari fyrir 8. flokk og munu æfingar hefjast í dag þriðjudaginn 7. júní. Skráning fer fram hér!
Ekkert mál að fá að koma og prófa í dag og skrá sig svo. Bendi á að það verður ekki æfing fimmtudaginn 9. júní þar sem Skútuhlaupið fer fram þann dag kl 17:00 og hvetjum við alla til þess að taka þátt í því.
- Æfingagjöld júní - ágúst: 12.000.-
Skráningar 7-10 ára fara fram hér
Æfingagjöld sumars:
Fótbolti 2x í viku - 12.000kr : júní - ágúst
Frjálsar 2x í viku - 8.000kr : júlí - ágúst
20% afsláttur ef æfðar eru fleiri en 1 grein
Systkinaafsláttur: 20% fyrir barn 2, 30% fyrir barn 3 (farið eftir aldursröð, byrjað á yngsta)
Áfram Hörður !!
Nú fer að líða að sumri og tími kominn til að skipuleggja sumarstarfið okkar sem hefst 8. júní.
Okkur vantar þjálfara í frjálsar íþróttir (yngri og eldri) og fótbolta fyrir alla flokka. Æfingar verða að öllum líkindum sameinaðar fyrir 7. og 8. flokk, 5. og 6. flokk og svo 4.-3. flokk. Allt fer það þó eftir skráningum.
Við leitum að einstaklingum sem hafa brennandi áhuga á íþróttaiðkun og þjálfun barna. Möguleiki er á áframhaldandi starfi næsta vetur.
Ef þið hafið spurningar varðandi stöðurnar endilega hafið samband við formann.
Áfram Hörður !!
ÍH og HHF hafa fengið til sín Heiðar frá Coerver Coaching til þess að koma með annað námskeið í fótbolta.
Námskeiðið hefur verið niðurgreitt að fullu og hvetjum við öll börn til þess að skrá sig á námskeiðið, hvort sem þau eru að æfa eða ekki. Skráning fer fram með því að senda tölvupóst á heidar.torleifsson@coerver.is.
Námskeiðið er styrkt af Lionsklúbb Patreksfjarðar, Vélaverkstæði Patreksfjarðar, Þórsberg Ehf og HHF.
ÍH hefur fengið Margeir Ingólfsson yfirþjálfara yngri flokka Vestra í fótbolta til þess að koma til okkar og fræða okkur um samstarfið sem hefur verið í gangi milli HHF og Vestra.
Margeir mun byrja á því að vera með fótboltaæfingar, fyrir 1.-4. bekk annarsvegar og 5.-10. bekk hinsvegar.
Í lokin mun hann halda smá fund með foreldrum og áhugasömum iðkendum um hvernig samstarfinu er háttað og svarað spurningum sem vakna.
Vonum að sem flestir nýti tækifærið og komi og hitti á Margeir.