Heimanámsstefna

Heimanám við upphaf skólagöngu felst aðallega í aukinni þjálfun í lestri. Hver kennari sér um skipulag á yfirferð námsefnisins og ákveður það efni sem vinna skal heima. Alltaf er tekið tillit til þeirra einstaklinga sem eru hægir í vinnubrögðum og heimanámið aðlagað þeim sérstaklega í samráði við foreldra. Heimanámsáætlun birtist á www.mentor.is. Foreldrum er bent á að hafa samband við viðkomandi kennara ef þeir telja heimanám of mikið eða of lítið hjá sínu barni.