Óskaskólinn okkar

Þróunarverkefni tálknafjarðarskóla

Í skólastarfi er einna mikilvægast að nemendur finni fyrir því að þeirra álit skipti máli og að þeir fái tækifæri til samvinnu um skipulag náms og skólastarfs. Að skólasamfélagið hlusti á þeirra raddir og gefi þeim tækifæri á að koma hugmyndum sínum á framfæri. Ef nemendur finna fyrir því að á þá sé hlustað eflir það sjálfstraust þeirra og sjálfsmynd.

Markmiðið með verkefninu er að efla lýðræðisrödd nemenda og virkja alla þá hópa sem koma að skólastarfinu. Fyrsta skrefið var að fá nemendur til að setja niður eigin hugmyndir á því hvernig skólinn þeirra ætti að líta út, bæði að innan og utan. Næst var boðið til samráðsfundar með foreldrum og nærsamfélaginu til þess að velta fyrir sér þeirra hugmyndum um skólann; skólann að innan, skólalóðina, sérstök verkefni og tenginguna við atvinnulífið. 

 Síða í vinnslu