2022-2023

Börn breyta heiminum

Fjórða kennslulotan okkar bar nafnið Börn breyta heiminum og grundvallaðist hún af grunnþætti menntunar jafnrétti og heimsmarkmiðinu nýsköpun og uppbygging. Tilgangur lotunnar var að efla og þroska nemendur. Verkefnið var unnið í samstarfi milli skólastiga og við Einar Mikael sem er að byggja upp FabLab á Patreksfirði. Kennsluáætlun þessarar lotu má finna neðar á síðunni.

Í verkefninu áttu nemendur að efla hönnunar og nýsköpunarhugsun sína og nýta í sínu nærumhverfi. Þeirra verkefni var að greina og mæla upp skólalóðina sína og koma síðan með hugmyndir að því hvernig þau vildu að hún myndi líta út. Þeirra hönnun var síðan þrívíddarprentuð í skólanum og í samvinnu við Einar Mikael og lokaafurðin var stórt líkan af skólanum og hugmynd þeirra að nýrri skólalóð.

Lokamarkmið lotunnar fólst í að nemendur myndu kynna hugmynd sína fyrir mögulegum fjárfestum þannig að hægt væri að framkvæma hönnunina. Sú kynning fór fram þriðjudaginn 23. maí 2023 fyrir fullum sal. Allar kynningar með talsetningu nemenda sem kynntu má finna hér fyrir neðan.

Þeir sem ekki komust á kynninguna en vilja kynna sér verkefnið nánar er bent á hnapp hér fyrir neðan til þess að fá samband við skólastjóra Tálknafjarðarskóla.

Kynning börn breyta heiminum06.01.

                Fjárfestingakynning

Börn breyta heiminum - Kynning

Heildarkynning án talsetningar

VID_539170217_100109_238.mp4

Myndband af líkaninu

Talsettar kynningar nemenda

BBH - Körfuboltavöllur -Jón Þór og Sölvi
BBH- Lækurinn- Dagbjört, Ester og Sædís.mp4
Börn breyta heiminum - Malarsvæðið -Agnes og Victoria.mp4
BBH-Eldsvæði- Andrés, María og Willow.mp4
Börn breyta heiminum - Kynning - Google Slides - Google Chrome 2023-05-25 11-47-27.mp4
BBH- Fotboltavöllur- Jökull, Auður og Robert
Börn breyta heiminum - Kynning - Google Slides - Google Chrome 2023-05-26 09-10-42.mp4

Vilt þú styrkja verkefni nemenda?

Fyrirtæki

Fyrirtæki eða einstaklingar

Einstaklingar

Yfirlitsmynd yfir núverandi svæði

Ráðstefnukynning

Kennsla í fremstu röð

Verkefnið var kynnt á ráðstefnu á Grand Hótel þann 14. apríl 2023 og þar var hluti af líkaninu einnig sýndur. En heildarlíkanið sjálft frumsýnt á fjárfestingakynningunni.

Birgitta Guðmundsdóttir, umsjónarkennari á yngsta stigi, talaði fyrir hönd skólans og hér til hliðar má sjá kynninguna sem var flutt.

Verkefnið vakti mikla athygli og er okkar von að fréttir af því fari sem víðast.

Hér er dæmi um framúrskarandi samþætt verkefni þar sem börnin fengu að njóta sín og fengu að hafa áhrif á umhverfið sitt.

Birgitta Tálknafjarðarskóli

Kennsluáætlun

Börn breyta heiminum - Jafnrétti