Kennarar yngsta stigs koma saman í Hörðuvallaskóla
Kennarar miðstigs í Salaskóla
Kennarar elsta stigs, íþróttakennarar og list- og verkgreinakennarar í Álfhólsskóla –Hjalla
Rannsóknir og skrif í doktorsnámi einkennast af djúpri ígrundun þegar ný þekking er tengd við fyrri þekkingu og reynslu. Óhjákvæmilega hefur umræða um menntamál og læsi í þjóðfélaginu áhrif á vinnuna og þörfin til að aukin þekking verði fleirum til gagns knýr á. Að finna tækifæri til umbóta varð því stærri hluti af doktorsverkefninu en ætlað var í upphafi. Í erindinu verður fjallað um nokkur þessara tækifæra og hvers vegna einmitt þau eru svo mikilvæg.
Stuðningur tækni við lestur og orðaforðanám.
LESA lestrarapp MMS, Læsir, Undralingur… Heimalestur, upplestur, hljóðbækur, rafbækur, tæknileg lestraraðstoð… valdefling kennarans.
Umsjón: Bergþóra Þórhallsdóttir, verkefnastjóri.
K-PALS og G-Pals.
Í Pals er lögð áhersla á að kennarar þjálfi samtímis hópa af börnum með jafningjamiðaðri nálgun (félagakennslu). Í K-Pals er lögð áhersla á þjálfun hljóðavitundar og að styrkja umskráningu og hæfni í orðaþekkingu. Í G-Pals er unnið með tengingu hljóða, umskráningu og lesfimi.
Umsjón: Sólveig Edda Ingvarsdóttir, sérkennari í Hólabrekkuskóla og Snædís Vagnsdóttir umsjónarkennari í Hólabrekkuskóla.
Skipulega uppbyggð lestrarkennsla (structured literacy).
Alþjóðlegu dyslexíusamtökin hafa gefið út að vænlegast til árangurs fyrir alla nemendur sé að markvissri lestrarkennslu (e. structured literacy) sé beitt. Þetta felur í sér að kennsla allra þátta læsis og mat á kennslunni fari fram með skipulegum, rökrétt uppbyggðum og markvissum hætti. Í vinnustofunni verður farið yfir muninn á markvissri kennslu og því sem mætti kallast hefðbundin lestrarkennsla. Saman skoðum við hvernig við getum fært okkur nær markvissri lestrarkennslu.
Umsjón: Auður Soffíu Björgvinsdóttir, aðjunkt við Menntavísindasvið HÍ.
Læsisvefurinn, fróðleikur og verkfæri.
Vefurinn verður kynntur, farið yfir efni hans og hvernig kennarar geta nýtt sér efnið, bæði í kennslu og við mat á færni nemenda. Á Læsisvefnum eru verkfæri sem allir kennarar geta nýtt sér óháð námsgreinum og aldri nemenda.
Umsjón: Daðey Arnborg Sigþórsdóttir, deildarstjóri stoðþjónustu í Kópavogsskóla.
Kveikjum neistann.
Verkefnið hefur verið innleitt á yngsta stigi í Lindaskóla þar sem áhersla er lögð á læsi, stærðfræði, náttúrufræði, hreyfingu og hugarfar nemenda.
Umsjón: Nanna Hlín Skúladóttir og Sigrún Dóra Jónsdóttir, kennarar í Lindaskóla.
Skólabókasafnið og stuðningur við lestur.
Fjallað verður um hvernig skólabókasafnið vinnur lestrarhvetjandi verkefni í samvinnu við kennara.
Umsjón: Guðmunda Hrönn Guðlaugsdóttir, bókasafnskennari í Snælandsskóla.
Skipulag lestrarkennslu í Álfhólsskóla.
Sigríður Guðrún kynnir áherslur í pals í lestrarkennslu í 1. & 2.bekk. Einnig kynnir hún verkefnið Góður grunnur sem unnið er eftir í Álfhólsskóla.
Umsjón: Sigríður Guðrún Guðjónsdóttir kennari í Álfhólsskóla.
Undralingur – lestrarapp og lestrarstuðningur.
Markmið er að veita foreldrum, kennurum og öðrum aðstandendum krakkanna okkar nýtt verkfæri sem beitir nýjustu tæknimöguleikum og fræðum til að styðja við unga lesendur í sinni lestrarvegferð.
Umsjón: Helena Rut og Gunnar Bjarki frá undralingur.is
Orðaforði tengist árangri í lestri og námi og því er kennsla sem miðar að því að efla orðaforða nemenda mikilvæg. Til þess að tryggja sem best að nám eigi sér stað verður orðakennslan að vera fjölbreytileg og eins ítarleg og þörf krefur. Í erindinu verður fjallað um slíka kennslu í máli og myndum og dregnir fram þættir sem mikilvægt er að huga að við skiplag orðakennslu þannig að hún verði bæði markviss og árangursrík.
Orð af orði – Fjölbreyttar aðferðir.
Þátttakendum gefst tækifæri til að vinna með orðaforða á fjölbreyttan hátt. Í þeirri vinnu verður unnið með tiltekinn texta sem efnivið og sýnt hversu fjölbreytilega megi vinna með orðforðann. Vinnustofan verður í formi hringekju (stöðvavinnu) þar sem unnir er með tiltekin orð úr texta á mismunandi hátt í hverjum áfanga hringekjunnar. Markmiðið með vinnustofunni er að sýna fjölbreytileika aðferða og að hægt sé að vinna með tiltekið námsefni á fjölbreyttan, skapandi og greinandi hátt.
Umsjón: Guðmundur Engilbertsson, lektor við HA.
Orðaforði námsgreina.
Farið verður yfir mikilvægi hugtakaskilnings nemenda í hverri námsgrein fyrir sig.
Umsjón: Aðalheiður Diego Hjálmarsdóttir, kennsluráðgjafi.
Hvernig getur tækni stutt við lestur?
Ýmis öpp og spjaldtölvan.
Umsjón: Sigurður Haukur Gíslason, kennsluráðgjafi.
Ritunarramminn.
Ramminn kynntur og þeir möguleikar sem notkun hans býður upp á. Ritunarrammann er hægt að nýta í fleiri námsgreinum en íslensku og því er óhætt að mæla með þessari kynningu fyrir kennara sem kenna samfélags- og náttúrufræði og erlend tungumál.
Umsjón: Guðbjörg Rut Þórisdóttir, læsisfræðingur hjá MMS.
Læsisvefurinn, fróðleikur og verkfæri.
Vefurinn verður kynntur, farið yfir efni hans og hvernig kennarar geta nýtt sér efnið, bæði í kennslu og við mat á færni nemenda. Á Læsisvefnum eru verkfæri sem allir kennarar geta nýtt sér óháð námsgreinum og aldri nemenda.
Umsjón: Silja Dís Guðjónsdóttir, klínískur atferlisfræðingur.
PALS á miðstigi, áhersla á lesskilning.
Í Pals er lögð áhersla á að kennarar þjálfi samtímis hópa af börnum með jafningjamiðaðri nálgun (félagakennslu). Í PALS er lögð áhersla á að byggja upp færni í lesfimi og lesskilningi.
Umsjón: Ásdís Hallgrímsdóttir, PALS kennari.
Í fyrirlestrinum mun Sigríður fjalla um hæfniþrep lesskilningshluta PISA og gefa dæmi um verkefni sem reyna á hvert þrep. Hún mun færa rök fyrir því að leiðin til framfara í lesskilningi íslenskra ungmenna liggur í skólastarfi, að nemendur þjálfi færni sína í að finna upplýsingar á margs konar miðlum um áhugaverð samfélagsleg álitamál, greini, álykti, meti og taki afstöðu í rökræðum og rituðu mál. Hreyfiafl til framfara liggur þó hjá menntayfirvöldum, sem þurfa að tryggja að kennarar fái fræðslu, stuðning, efni og aðstæður til að veita öllum börnum og ungmennum mál- og læsiseflandi skólastarf. Rannsóknaniðurstöður þurfa að endurspeglast í námskrám, námsefni, kennaramenntun og kennsluháttum. Ef ekki, verður mikill munur á námslegri færni nemenda, eftir bakgrunni, eftir skóla, eftir kennara, eftir hverfi.
Hvernig getur tækni stutt við lestur?
Sjónum er beint að notkun snjalltækja hjá einstaklingum með námsörðugleika.
Umsjón: Helena Sigurðardóttir og Diljá Gunnarsdóttir hjá Snjallvefjunni.
Ritunarramminn.
Ramminn kynntur og þeir möguleikar sem notkun hans býður upp á. Ritunarrammann er hægt að nýta í fleiri námsgreinum en íslensku og því er óhætt að mæla með þessari kynningu fyrir kennara sem kenna samfélags- og náttúrufræði og erlend tungumál.
Umsjón: Katrín Ósk Þráinsdóttir, læsisfræðingur hjá MMS.
Læsisvefurinn, fróðleikur og verkfæri.
Vefurinn verður kynntur, farið yfir efni hans og hvernig kennarar geta nýtt sér efnið, bæði í kennslu og við mat á færni nemenda. Á Læsisvefnum eru verkfæri sem allir kennarar geta nýtt sér óháð námsgreinum og aldri nemenda.
Umsjón: Hekla Hannibalsdóttir, verkefnastjóri.
Lestur, mál og orðaforði í list- og verkgreinum.
Fjallað verður mikilvægi þess að skapa lestrar- og máleflandi umhverfi í öllum námsgreinum og á öllum skólastigum og farið yfir leiðir í kennslu þar af lútandi.
Umsjón: Sigurlaug Rún Brynleifsdóttir kennsluráðgjafi og Þórhildur Helga Þorleifsdóttir kennsluráðgjafi.
Orðaforðakennsla.
Getur nemandinn minn lært viðfangsefni námsgreinarinnar minnar samhliða því að læra íslensku?
Þurfa þau ekki að læra íslensku fyrst? Hvernig á ég að kenna nemendum sem læra íslensku sem annað mál?
Umsjón: Donata Honkowicz Bukowska.
Lestur ólíkra textategunda, greining og samanburður.
Farið verður í gegnum ólíkar tegundir texta eins og skáldskap, sögulegan texta, fréttatexta og/eða auglýsingatexta og hvernig við beitum ólíkum aðferðum við að lesa þá; t.d. skimun, frjáls lestur, ítarlestur og yfirlestur. Einnig verður rætt um hvernig við getum hjálpað nemendum við að auka lesskilning sinn með því að beita ólíkum aðferðum við lesturinn.
Umsjón: Ingibjörg Ýr Pálmadóttir, kennsluráðgjafi.
Þemaverkefni með gleraugum lesturs.
Vinnustofa þar sem kynnt er þemað Rödd fólksins sem hlaut Kópinn 2025 fyrir frammúrskarandi verkefni. Rýnt verður í verkefnið út frá mismunandi þáttum læsis og hvernig við samþættum námsgreinar í Kóraskóla.
Umsjón: Birta Rún Jóhannsdóttir og Elín Hulda Harðardóttir, kennarar í Kóraskóla.
Stigskipt íslenska.
Kynning á einstaklingsmiðuðu íslenskunámi á unglingastigi. Markmiðið er að mæta nemendum betur þar sem þeir eru staddir í námi sínu.
Umsjón: Anna Kristín Vilbergsdóttir - Álfhólsskóla.
Úti eru ævintýri.
Útiveruspil fyrir alla aldurshópa, samvinna, samþætting, hreysti og hópefli.
Umsjón: Lilja Íris Gunnarsdóttir M.Ed í íþrótta- og heilsufræði og Sabina Steinunn Halldórsdóttir, M.Ed í íþrótta- og heilsufræði.
Hrynþjálfun og lestrarkennsla.
Hvernig notum við einfaldar hrynæfingar og samhæfingu til að styðja við lestur? Getur hrynþjálfun og samhæfing bætt lestrarhraða? Kynning á uppbyggingu tíma og fyrirkomulag með nemendum, rýnt í fræðin og hvatt til þátttöku á staðnum.
Hentar list/verkgreinakennurum, íþróttakennurum og bara öllum kennurum.
Umsjón: Björg Þórsdóttir tónmenntakennari og kórstjóri í Fossvogskóla og Kórskóla Langholtskirkju.