Yfirlit
Námskeiðið er opið öllum. Það er þó hannað með þau í huga sem hafa einhvern fjármálabakgrunn úr námi og/eða starfi. Námskeiðið byggir á efni sem kennt í meistaranámi í fjármálum við Háskóla Íslands og Copenhagen Business School. Prófnefnd verðbréfaréttinda hefur staðfest að námskeiðið uppfyllir kröfur um 4 klst. í endurmenntun til að viðhalda verðbréfaréttindum. Námskeiðið er rafrænt og eftir að þú skráir þig færðu sent námsefnið, sem er í formi veffyrirlestra og hagnýts verkefnis. Námsefnið er því ekki bundið við stað eða stund, þ.e. þú getur farið í gegnum efnið þegar þér hentar. Eftir skráningu færðu senda greiðslukvittun og staðfestingu sem þú getur nýtt þér til að skrá endurmenntun þína á island.is, sbr. leiðbeiningar á vefsíðu prófnefndarinnar (sjá hér).
Efnisskrá
Hversu góð(ur) ertu að stýra (þínu eigin) eignasafni? Hversu góður sjóðstjóri ertu í samanburði við aðra. Hvernig gengur þér að tímasetja markaðssveiflur? Hvernig tekst þér til við að velja réttu bréfin? Þetta námskeið tæklar þessar spurningar á skipulegan og aðgengilegan hátt. Farið er yfir frammistöðumælikvarða fjármálafræðanna og sýnt á hagnýtan hátt í Excel hvernig má meta árangur fjárfesta/sjóðstjóra.
Þannig er markmiðið að beita fjármálafræðinni á raunhæf úrlausnarefni með aðstoð Excel. Nánar tiltekið þá leiða veffyrirlestrarnir þátttakendur í gegnum efnið og útskýra hvernig má hagnýta fjármálafræðina til að greina raungögn - og samhliða veffyrirlestrum geta þátttakendur spreytt sig á að vinna með gögnin. Í lok námskeiðsins ættu þátttakendur þannig að kunna skil á þeirri þekkingu og aðferðafræði sem nýtist til að meta frammistöðu sjóðstjóra með tilliti til ávöxtunar og áhættu. Þannig er markmiðið að kynna hagnýta aðferðafræði við greiningu á fjármálagögnum. Engrar sérstakrar forkunnáttu er þörf í þessu tiltekna efni, ekki heldur hvað varðar Excel.
Nánari efnisyfirlit má sjá neðar á þessari síðu.
Verð
Verðið fyrir námskeiðið er 19.900 kr. Athugið að ef vinnuveitandi tekur ekki þátt í kostnaði þá niðurgreiða stéttarfélög almennt hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn. Það á þó ekki alltaf við og því er verðinu stillt í hóf til að hafa námskeiðið aðgengilegt sem flestum. Eftir samkomulagi er einnig hægt að halda námskeið í starfsstöðvum fyrirtækja og stofnana.
Kennari námskeiðsins hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir framúrskarandi kennslu við bæði Columbia University og Copenhagen Business School (þ.á.m. valinn besti kennari skólans). Hann hefur einnig hlotið stöðuna Senior Fellow hjá kennslusamtökum í Bretlandi sem veita alþjóðlegar viðurkenningar fyrir afburða kennslu á háskólastigi.
Kennari
Úlf Níelsson hefur alþjóðlega reynslu af fjármálum og kennslu. Hann er dósent í fjármálum við Copenhagen Business School og prófessor í fjármálum við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Hann kennir í senn grunnáms-, meistara- og MBA-námskeið í fjármálum.
Úlf lauk doktorsprófi í hagfræði við Columbiaháskólann í New York og útskrifaðist þar áður með M.Phil. gráðu í fjármálahagfræði frá Cambridgeháskóla í Englandi. Rannsóknir Úlfs snúa að fjármálamörkuðum og samspili þeirra við fjármál fyrirtækja og heimila. Úlf hefur hlotið ýmis verðlaun fyrir rannsóknir sýnar, m.a. hin evrópsku De la Vega verðlaun, hin dönsku Sapere Aude verðlaun og Tietgen gull viðurkenninguna. Hann vinnur jafnframt reglulega sem ráðgjafi í atvinnulífinu og í dómskerfinu.
Hægt er að hafa samband með tölvupósti ef einhverjar spurningar vakna: un.fi@cbs.dk.
Umsagnir
Námskeiðið byggir á efni sem kennt er í meistaranámi í fjármálum og hér fylgja dæmi um umsagnir nemenda:
"Mjög vel skipulagt og hagnýtt námskeið."
"...ég verð að segja að þetta er mjög vandað og hagnýtt námskeið. Verkefnin eru mjög hagnýt og áhugaverð og einnig skemmtileg"
"Takk fyrir áhugavert námskeið ... mjög gagnlegt efni."
"Mjög vel til fundið að hafa "applied" námskeið sem nær að blanda saman fræðum og praktík; fann fyrir mitt leyti fullt af atriðum sem var gaman að takast á við þó excel hafi yfirleitt ekki verið mjög nálægt mér í minni vinnu."
Nánara efnisyfirlit
Fyrsti hluti: Mæling á frammistöðu eigna
o Útreikningur á ávöxtun m.t.t. tíðni raungagna (t.d. umbreyting mánaðarlegrar ávöxtunar til árlegrar)
o Mælivarðar á frammistöðu eigna (t.d., Sharpe, M2)
o Tölfræðileg marktækni
Annar hluti: Mæling og samanburður á frammistöðu sjóðstjóra
o Kerfisbundin áhætta og áhrif á ávöxtun (t.d., beta, CAPM).
o Mælikvarðar á frammistöðu margra sjóða (t.d., Treynor, Jensen‘s alpha)
o Aðfallsgreiningar (t.d. við mat á samspili ávöxtunar á áhættu)
Þriðji hluti: Hvað veldur því að einstaka sjóðir skara fram úr?
o Greining á meðalávöxtun og áhættu allra tiltækra sjóða
o Töluleg greining á því hvort að sjóðstjóri er góður að tímasetja markaðinn og/eða velja réttu bréfin?
Lokaorð:
o Hvernig standa sjóðstjórar sig almennt?
o Hverjir sigra markaðinn?
Önnur námskeið
Einnig er boðið upp á námskeiðið "Skuldabréf og vextir í Excel", sem má finna hér.