~ Uppskriftir ~

Þó svo að kórinn beri undirtitilinn "kórinn sem bakar ekki" þá þýðir það alls ekki að við kunnum það ekki. Það afsannast árlega í kórbúðum þar sem kórkonur töfra fram þvílíkt hlaðborð kræsinga einsog enginn sé morgundagurinn. Hér deila kórkonur uppskriftum sínum - njótið!

~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~

Sælar skvísur,hér er Hrökkbrauðið : A la rurru nino (Helga Óks 2014)

1 dl sólblómafræ

2 dl graskersfræ

1 dl hörfræ

1 dl sesamfræ

3 dl heilhveiti

1 dl gróf hafragrjón

1 1/4 dl olía

1 - 2 dl vatn

1/4 tsk cajenapipar

1 tsk salt

2 tsk origano

Blandið öllu saman í skál,ekki of blautt.sett á plötu með bökunarpappir á og setja svo bökunarpapir yfir degið og fletjið út,raspa parmessan ost yfir og skera í hæfilega bira áður en er bakað, 200 gr blástur í 10-15 mín eða þar til er gullið brúnt.

geyma í lokuðu íláti svo verði ekki seigt.

verði ykkur að góðu

kv Helga 'Osk.

~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~

Sítrónukaka með súkkulaði (Guðrún Leós 2014)

Botn:

• 1 bolli möndlur

• 1 bolli kókosmjöl

• 300 gr döðlur

Fylling:

• 3 bollar kasjúhnetur, lagðar í bleyti í 2 klst

• ½ - ¾ bolli agave sýróp

• ½ - 1 bolli kaldpressuð kókosolía, látið renna á krukkuna heitt vatn (ekki yfir 45C) til að hún bráðni

• ½ - ¾ bolli sítrónusafi (úr ca. 2 sítrónum)

• 1 msk rifið sítrónuhýði

• 1 msk rifið appelsínuhýði

• 2 tsk vanilluduft

• smá himalaya eða sjávarsalt

Súkkulaðikrem:

• ½ bolli hreint kakóduft

• ¼ bolli agave eða hlynsýróp

• ½ bolli kaldpressuð kókosolía

Botn: Setjið möndlur & kókosmjöl í matvinnsluvél & malið fínt, bætið restinni af uppskriftinni útí & blandið vel. Sett í hringlaga form sem er um 23 cm í þvermál. Þjappið deiginu ofaní formið. Gott að setja í frysti í smástund. Þessi botn geymist best í frysti, en einnig nokkra daga í kæli.

Fylling: Blandið saman hnetum, agavesýrópi & kókosolíu þar til það er orðið silkimjúkt. Bætið þá restinni af uppskriftinni útí & blandið mjög vel saman. Setjið fyllinguna í botninn & geymið í 2-3 klst í kæli eða ½ klst í frysti áður en súkkulaðið er sett á & borið fram.

Súkkulaðikrem: Setjið kókosolíu í skál með vatni & látið heiitt vatn renna á hana svo hún bráðni. Setjið hana síðan í skál með agavesýrópi & hrærið saman. Bætið kakóduftinu útí, gott er að sigta það útí & hrærið þetta saman & hellið yfir kökuna.

~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~

Rækjuréttur Jónínu 2013:

2 bollar brún hrísgrjón, soðin með einum kjúklingateningi

1 tsk. turmeric

1 tsk. karrí

Kælt.

1 rauð paprika

1 græn paprika

1/2 dós maísbaunir

400 gr. rækjur

Blandað út í grjónin.

Sósa:

300 gr. sýrður rjómi

8 msk. sætt sinnep

6 msk. hunang

smá hvítlauksduft

karrí

Hellt yfir grjónaréttinn í skálinni og hrært saman.

Verði ykkur að góðu!

Besta kveðja,

Jónína

~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~

Kjúklingaréttur frá Báru Kjartans:

1 dós Ora Pestó rauða

1 dós Feta ostur í kryddlegi/venjuleg tegund og minni stærð. Ef þið viljið þá má líka setja stóra dós en mér finnst þá megi taka aðeins af leginum.

Lúka af döðlum= skera í tvennt

4 kjúklingabringur skera í þrennt hverja bringu eða í bita eftir vild. Ég skar í bita til að skipta þessu meira niður.

Opna dósirnar - hella samkvæmt upptalningunni í eldfast mót og setja í heitan ofn 200C í 25mínútur og Vola .. fínn réttur, gott er líka að bera fram salat og brauð en það er bara matsatriði eftir hve matarmikið þetta á að vera.

~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~

Sigga Odds var með þennan:

ég skar kjúklinginn að vísu niður og blandaði saman við kúskús til að hann færi betur á hlaðborði, en uppskriftin er svona..

4 kjúklingabringur niðurskornar

1 bolli vatn

1 msk ferskt engifer, mjög smátt saxað

1 msk kókosolía

6 hvítlauksgeirar, marðir

1 pakki ferskt kóríander, bara laufin

1 rauður chili smátt saxaður

2 tsk malað cumin

1 tsk malað kóríander

1 tsk túrmerik

1/2-1 tsk salt

2 msk sítrónusafi

Merjið hvítlaukinn og látið standa smá, hitið olíuna í potti og brúnið kjúklinginn í nokkrar mín. og takið svo af pönnunni. Bætið smá kókosolíu á pönnuna ef þarf. Bætið því næst hvítlauknum og engiferi og steikið í 2-3 mín. við miðlungs hita. Því næst chili, fersku kóríander, cumin, kóríander, túrmerik og salti út í og hrærið vel. Látið steikjast við vægan hita í 1-2 mín. og bætið svo kjúkl. aftur á pönnuna og hellið vatninu yfir. Hrærið vel saman og lokið pottinum. Lækkið undir og látið malla í 15 mín. Takið þá lokið af og hellið sítrónusafanum yfir og berið fram með hrísgrjónum, naan brauði og chutney.

Rjóma-mangó-sósa

180 gr. sýrður rjómi (1 dós)

1 mangó, afhýtt og skorið í litla bita

1/2 límóna, safi og fínrifinn börkur

3 sneiðar af jalapeno-pipar í krukku

ögn af karrýdufti

Búið sósuna til með því að mauka allt saman með töfrasprota eða í matvinnsluvél.

~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~

Anna Rudolfs (panna í 2. sópran bezzt):

Blaut súkkulaðikaka

300 g suðusúkkulaði

200 g smjör

4 egg

2 dl flórsykur (=115 g)

1/2 tsk lyftiduft

smá salt

Bræðið saman súkkulaði og smjör við lágan hita. Þeytið saman egg og flórsykur þar til blandan verður létt og ljós. Hrærið súkkulaðiblöndunni varlega saman við og því næst þurrefnunum. Bakið í springformi, smyrjið vel og og gott er að seja bökunarpappír í botninn á því. Bakið í 30 mín. í miðjum ofni, við 180 °C án blásturs eða 160°C með blæstri. Látið kólna aðeins í forminu.

Krem

100 g suðusúkkulaði

1 msk smjör (= 15 g )

Bræðið saman og smurt á kalda kökuna. Skreytið með bláberjum og jarðarberjum og berið fram með ís eða þeyttum rjóma.

~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~

Guðrún Leós 2. alt:

Döðluræskrispísnammi..

500 gr döðlur

150 gr púðursykur

250 gr smjör

5 bollar Rice Crispies

Döðlur, sykur og smjör sett í pott og látið malla þar til döðlurnar eru komnar í mauk. Tekið af hita og Rice Crispies hrært samanvið.

Smurt út á plötu með bökunarpappír og látið kólna. Bræddu súkkulaði (250-300 gr) smurt yfir og kælt aftur

Skorið í hæfilega stóra bita, etið og njótið.

~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~

Maggý Alt leggur (tvö) orð í belg:

Mexíkóskur fiskréttur

Millistærð af lúðu (ýsu) 1/2 - 1 kg

6-8 sítrónur

6-8 tómatar

1 mjög stór eða 2 meðalstórir smátt hakkaðir laukar

2-3 stk. grænn chili pipar úr dós eða krukku (ég notaði bara chiliduft í þetta sinn og ekki neitt alltof mikið - full dauft)

1/4 - 1/2 b. ólívuolía

1 msk hvítvíns edik

1/2 - 1 búnt steinselja - fersk

1 tsk oregano

salt og pipar

2 krukkur ólívur

Skera fiskinn niður í þunna litla bita og kreista sítrónurnar yfir þannig að hylji, hræra í annað veifið.

Skera all hitt smátt niður og blanda saman í skál. 2-6 tímum fyrir notkun skal hella sítrónusafanum af fiskinum og blanda honum saman viið jukkið. Berist fram með ristuðu brauði eða því um líku.

Súkkulaðifrauð með mintubragði

150 g suðusúkkulaði

6 stk litlir súkkulaðibitar með mintubragði, t.d After eight

3 egg

3 dl rjómi

Bræða allt súkkulaðið í vatnsbaði. Hræra 1 egg og 2 eggjarauður saman við, smátt og smátt. Stífþeyta 2 eggjahvítur og blanda þeim saman við gætilega. Blanda að síðustu öllu saman við stífþeyttan rjómann. Hellt í skál og sett á kaldan stað þar til borið fram.

~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~