...Kórinn sem bakar ekki.
Heklur eru jákvæður og skemmtilegur 25-30 kvenna kór, sem var stofnaður í Mosfellsbæ árið 2003. Stjórnandi er Dagný Þórunn Jónsdóttir
Undirtitill kórsins er ,,kórinn sem bakar ekki" og kveða lög kórsins á um að ekki sé stunduð fjáröflun í formi kökubasara eða farandsölu af nokkru tagi á hans vegum.
Kórinn skipa konur úr Mosfellsbæ og nágrannasveitarfélögum, sem hafa yndi af því að syngja í góðum hóp og æfir kórinn vikulega yfir vetrarmánuðina. Æfingar eru í Lágafellsskóla á þriðjudögum klukkan 19:30-21:30.
Starfið er á jákvæðum nótum með það markmið í huga að samvera og söngur hafið sálarbætandi áhrif. Viðfangsefni kórsins hafa verið af ýmsum toga í gegnum tíðina allt efir því hvaða viðburðir eru framundan á starfsárinu.
Kórinn fer í æfingarbúðir yfir eina helgi í byrjun mars. Vortónleikar eru í maí. Aðrir viðburðir eru breytilegir frá ári til árs.