ságuli

Sá Guli (sem nú er)

Upphaflega ljósgrænn, síðan dökkgrænn, þá gulur, í framtíðinni ...?

Árið 1990 byggði ég bílskúr og var nú heldur hróðugur að koma gamla GTO í skjól. Það varð þó skammvinn sæla því skömmu síðar barst neyðarkall frá GTO eiganda sem ekki hafði í nein hús að venda með sitt flakatrúss og þurfti endilega að losna við það. Ég sló lán hjá konunni og sat nú uppi með tvö flök og fullan bílskúr af drasli. Þvílíkt rugl.

Nokkrum árum síðar komst ég að því að upphaflega hafði sami maður, Sveinn Halldórsson, keypt báða þessa bíla í USA og flutt inn 1973. Báðir voru með 400 vél og 4ra hólfa blöndung, ljósgrænir (Limelight green) með svörtum vinyltoppi. Þessi var með skálabremsum og dökkgrænni innréttingu en hinn með diskum að framan og svartri innréttingu.

Fastnúmer þessa bíls er DU-601. Fyrst hefur hann verið skráður sem X-3376. Guðmundur Erlendsson í Kópavogi (nú á Hvammstanga) keypti bílinn af Sveini Halldórssyni 1975. Þessar myndir sýna númerin Y-3705 og A-1765. Árið 1988 er hann skráður sem A-6398 á nafn Óðins Magnússonar, en fyrra númer X-1132. Ári síðar er eigandi Gunnar M. Ólafsson í Reykjavík.

Sá guli sem nú er, óskemmtur og fínn hjá þáverandi eiganda, Guðmundi Erlendssyni. Myndirnar sem sýna bílinn með Y-númeri eru teknar í Skerjafirði 1976 af Sigtryggi Jónssyni frænda eigandans. Athyglisvert er að inntökin á húddinu skuli nú vera opin á þessum bíl (þau voru lokuð þegar myndin var tekin, enda bíllinn ekki "ram air"). Mynd: © Sigtryggur Jónsson og Guðmundur Erlendsson.

Villidýrið sefur. Mynd: © Sigtryggur Jónsson og Guðmundur Erlendsson.

Helstu einkennismerki GTO. Mynd: © Sigtryggur Jónsson og Guðmundur Erlendsson.

Afturendi á háalofti. Sagt er að bíllinn hafi verið með fágæta loftdempara og tilheyrandi dælu í vélasalnum. Mynd: © Sigtryggur Jónsson og Guðmundur Erlendsson.

Ítölsk-amerísk hönnun í öllu sínu veldi. Mynd: © Sigtryggur Jónsson og Guðmundur Erlendsson.

Hesthúsið með öllum nauðsynlegur græjum, m.a. loftkælingu. Mynd: © Sigtryggur Jónsson og Guðmundur Erlendsson.

Í góðu yfirlæti hjá Guðmundi Erlendssyni. Verklegar krómfelgur sem nú mega muna sinn fífil fegri. Mynd: © Sigtryggur Jónsson og Guðmundur Erlendsson.

Vinurinn kominn á Akureyri, í eigu Birgis Pálmasonar, orðinn dökkgrænn og með væng á efturendanum. Enn er þó ekki búið að plussklæða hann að innan, í takt við tísku þess tíma, eins og síðar varð. Mynd tekin á sýningu Bílaklúbbs Akureyrar 1977, © Ragnar S. Ragnarsson.

Gísli Skúlason, 2007