myndir2001

Myndir frá 2001 (X 4511)

GTO vélin nýupptekin hjá Kistufelli. Sveifarás var renndur öðru sinni, nýir stimplar í minnstu yfirstærð settir í, hedd plönuð, knastás hitaður ögn (9779068, fyrir RA III) og annað smálegt endurnýjað sem of langt yrði upp að telja.

Soggreinin dularfulla. Númerið 9799068 bendir til að hún sé af árgerð 1970 en dagsetningin E289 sýnir að hún er stimpluð 28. maí 1969.

Ventalalokin nýkrómuð í öllu sínu veldi. Þau eru upprunaleg.

Framendinn bíður þess að vélin komist á sinn stað.

Búið að hreinsa mikla sparslhauga af afturbrettinu sem reyndist furðuslétt þar undir. Afturendinn er líka kominn niður úr skýjunum en hann lenti á rasshækkunaræði 8. áratugarins.

Dagsetningin á blokkinni merkir að hún hafi verið framleidd 25. júní 1969, á dagvakt!

Heddin bera númerið 62 og eru stimpluð 5. maí 1969.

Sjálfskiptingin nýupptekin hjá Ljónsstaðabræðrum. Ýmislegt var orðið þreytt þar (í skiptingunni altsvo).

Framleiðslunúmer á blokk, við sjálfskiptinguna.

Undir heddinu fjær er númerið 0847043 og bókstafirnir YS: standard 400 GTO, sjálfskiptur, 350 hestöfl á mælikvarða 7. áratugarins.

Gluggaramminn sem pabbi gamli er búinn að endursmíða.

Grindin lítur furðuvel út eftir 32 ára tilveru.

Upphaflegu pústgreinarnar týndust í flækjuæði fyrri ára. Þessar verða að duga fyrst um sinn.

Pabbi gamli (Skúli Magg) búinn að hressa upp á rammann kringum afturgluggann.

Búið að gelda í smágöt á hjólboganum. Sílsinn er eins og nýr.

Afturendinn bíður eftir skottlokinu og nýjum stuðara sem Ingimar Baldivinsson kom með á bakinu úr Ameríkuhreppnum upp úr 1990. Upphaflegi ljósgræni liturinn sést (limelight green).

Gísli Skúlason, 2007