Bíó og bækur


Bíó og bækur

Fjallað verður um kvikmyndir og bókmenntir. Nemendur lesa skáldsögur og horfa á kvikmyndir sem gerðar hafa verið eftir þeim. Fjallað verður um efnið og bornar saman mismunandi áherslur í mynd og bók. Reynt verður að velja efni frá mismunandi tímabilum og löndum. Nemendur þurfa að tjá sig bæði munnlega og skriflega um efnið.

Námsefni: Íslenskar og þýddar skáldsögur og kvikmyndir. Að hluta til valið í samráði við nemendur.

Námsmat: Áhugi og frammistaða í kennslustundum auk verkefnaskila.