Magic: The Gathering

Lýsing: Magic: The gathering, sem er einnig þekkt sem MTG eða bara Magic, er fyrsta safnkortaspilið sem gert var og er enn í dag það lang vinsælasta í heimi. Grunnreglurnar í spilinu eru einfaldar og er hægt að spila það á marga mismunandi vegu.

Í spilinu ert þú í hlutverki Planeswalker; einn af kröftugustu galdramönnunum alheimsins. Með hjálp hinna voldugu spila magnar þú seið, laðar til þín ýmsar kynjaverur og býrð þær til baráttu gegn öðrum galdramönnum með það að markmiði að ná lífsstigum andstæðingsins niður í 0 og slökkva þar með lífsneistann.

Litbrigði galdranna

Magic stokkar eru samsettir úr fimm litum, hver með sína einstöku eiginleika og mimunandi spilastíl. Sumir blanda jafnvel litum saman til að gera enn öflugri hluti!

Hvítur: Litur réttlætisins

Hvítir galdramenn nota yfirburðar herkænsku, magnaðar verur eins og riddara og engla enda sigrar réttlætið alltaf að lokum.

Blár: Litur viskunnar

Bláir galdramenn einbeita sér að því að nota yfirburðar þekkingu til að ná stjórn á bardaganum og andstæðingum sínum.

Svartur: Litur metnaðarins

Svartir galdramenn eru tilbúnir að gera hvað sem er til að vinna bardaga, jafnvel þó það þýði að fórna öllu til þess.

Rauður: Litur óreiðunnar

Rauðir galdramenn reyna að vinna eins hratt og á eins dramatískan hátt og mögulegt er, brjóta og brenna leið sína til skjóts sigurs.

Grænn: litur náttúrunnar

Grænir galdramenn nota hina grimmu móðuri náttúru og kalla til risaverur til að traðka á óvinum sínum.

ATH: Ekki þarf að eiga nein spil til að taka þátt en ef þú er nú þegar Magic spilari og átt stokk er sjálfsagt að mæta með hann.


Námsmat: Símat, mæting og þátttaka.

Valgreinin er kennd á haustönn