Hönnun og smíði


Hönnun og smíði

Helstu áhersluatriði: Byggt er á einstaklingsmiðaðri verkefnavinnu þar sem hver og einn vinnur að sínu verkefni undir leiðsögn kennara. Unnið verður úr hefðbundnum tréefnum. Möguleiki verður á því að vinna með plast, mósaík, leður og fleira sem til fellur.

Nemendur þurfa að geta beitt helstu smíðaverkfærum á sjálfstæðan hátt, auk þess að gera sér grein fyrir mikilvægi viðhalds verkfæra.

Lögð er áhersla á frumkvæði, vandvirkni og nákvæmni í vinnubrögðum og að verkefnin krefjist góðrar þekkingar á þeim vinnubrögðum sem kennd hafa verið og taki auk þess mið af þeim markmiðum sem sett eru.

Námsmat: Færni, vinnubrögð, vinnusemi, frumkvæði, umgengni og frágangur.

Kennt á fimmtudögum á haust og vorönn