SAMSKÓLAVAL

Leiklist

Leiklist

Grein í samstarfi við Leiklistarskóla LA og MAk.

Markmið: Að nemendur efli sjálfsmynd sína og styrkist í jákvæðum samskiptum, geti sett sig í spor annara og þjálfist í að koma fram og túlka og tjá tilfinningar. Allt fer þetta fer fram með aðferðum leiklistarinnar, æfingum og leikjum. Í lok námskeiðs verður opin tími/lokasýning með afrakstri annarinnar.

Námsefni: Kennarar koma með innlögn í formi leikja og spuna í hverri kennslustund.

Kennsluaðferðir: Nemendur vinna úr innlögn kennara í misstórum hópum úti á gólfi.

Námsmat: Mæting, virkni og áhugi í tímum.

Valgreinin fer fram á þriðjudögum í Brekkuskóla. Kennari/leikari frá Leiklistarskóla LA.