Tannhjólið


Tannhjólið

Í tannhjólinu fá nemendur að hanna og útfæra sína hugmynd undir styrkri leiðsögn kennara.

  • Hugmyndafræðin byggir á hugmyndum um Forvitnimiðað nám (e. Inquiry based learning) og sköpunarnám (e. Maker centered learning) og stuðst er fyrst og fremst við hönnunarhugsun (e. Design thinking).

  • Unnið er út frá grunnþættinum sköpun og hæfniviðmiðum Aðalnámskrár grunnskóla.

Áhersla er lögð á að nemendur hanni og útbúi sína eigin afurð og verði í ferlinu rannsakendur, hönnuðir, uppfinningamenn, framleiðendur og seljendur sinnar eigin vöru.

Í ferlinu er gert ráð fyrir að nemandi leiti sér leiðsagnar hjá aðila sem hefur þekkingu sem nýtist nemanda.

Miðað er við að leitað sé grænna leiða og efniviður endurunninn eins og frekast er unnt.

Námsmat: Ástundun og virkni í tímum.