Stuðningur við bóknám


Stuðningur við bóknám

Í stuðningi við bóknámi vinna nemendur að því að efla þekkingu sína og færni í bóklegum greinum s.s. stærðfræði, tungumálum og því sem þeir þurfa aðstoð við. Tímarnir eru hugsaðir sem stuðningur við námsefni unglingadeildar. Nemendur fá kennslu og frekari þjálfun í því námsefni sem unnið er með og jafnframt er lögð áhersla á Starupprifjun og kennslu. Nemendur bera sjálfir ábyrgð á viðfangsefni í hverjum tíma nema kennari ákveði annað. Ef ekkert liggur fyrir hjá nemendum fela kennarar þeim verkefni. Mikilvægt er að nýta alla tíma vel og er góð ástundun náms skilyrði.

Námsmat: Verkefni og vinnusemi í kennslustundum metin.