Heimilisfræði 8. – 10. bekkur haust - vor


Heimilisfræði 8. – 10. bekkur haust - vor

Markmiðið er að þjálfa sjálfstæð vinnubrögð og áhersla er lögð á að æfa mismunandi matreiðslu og bakstursaðferðir, auka virkni nemandans og áhuga fyrir matargerð og bakstri. Nemendur þjálfist í bakstursaðferðum eins og bakstri á brauði, kökum, gerbakstri, hrærðu deigi ofl og geti unnið sjálfstætt eftir mismunandi uppskriftum. Að nemendur tileinki sér góð vinnubrögð, góðar vinnustellingar og þekki algengustu áhöld og tæki, ásamt því að fá þjálfun í að nota mælitæki af ýmsum gerðum til að baka eftir uppskriftum.

Áhersla er lögð á að nemendur þekki helstu hreinlætiskröfur og geti sýnt hreinlæti í verki. Auk þess þurfa nemendur að sýna samábyrgð og hæfni til að vinna með öðrum. Reynt er að hafa námsefnið sem fjölbreyttast og að byggja ofaná þann grunn sem nemendur hafa þegar fengið. Leitast er við að flétta sem mest fræðilega þætti inn í verklegu tímana svo sem kvilla og sjúkdóma sem tengjast mataræði, helstu dreifingarleiðir örvera, gæði og hollustu matarins, næringu og fleira.

Kennsluaðferðir: Hópastarf og samvinna. Nemendur vinna 2-4 saman að ákveðnu verkefni en samvinna allra er fólgin í frágangi, þrifum og ýmsum öðrum verkefnum. Kennari fer yfir verkefnin í byrjun kennslustundar og aðstoðar síðan nemendur eftir þörfum.

Námsefni: Matreiðslubækur og ljósritað efni.