Árshátíðarval


Árshátíðarval 8. - 10. bekkur

Lýsing: Árshátíðarval er fyrir nemendur sem hafa áhuga á að taka þátt í undirbúningi og flutningi leiksýningar á árshátíðinni að vori.

Fyrir áramót verður meðal annars farið í að velja/skrifa/útfæra handrit og persónur og eftir áramót verður áhersla á framkomu á sviði; leik, söng og dans eftir því sem við á.

Nemendur fá tækifæri til að vera virkir þátttakendur í öllu ferlinu við undirbúning leiksýningar frá upphafi til enda og fá auk þess þjálfun í undirstöðuatriðum sviðsframkomu.

Námsmat: Virkni og vinnubrögð í tímum metin.