Leiklist


Leiklist

Markmið: Nemendur þjálfist í að flytja texta á skýran og skilmerkilegan hátt fyrir framan aðra.

Leiklistarþjálfun í formi æfinga og leiklesturs til að efla sjálfstraust, virkni, framkomu og leikræna tjáningu. Spunaleikir til að virkja skapandi hugsun og samvinnu í hóp.

Æfa leikrit sem sýnt verður á árshátíð skólans að vori.

Gerðar eru kröfur um sjálfsaga, traust, tillitssemi og að allir leggi sig 100% fram.


Námsmat: Símat þar sem lögð er áhersla á góð vinnubrögð, samstarf og sjálfstæði.

Valgreinin hefst í nóvember og námskeiðinu lýkur á sama tíma og árshátíð skólans, miðað verður við 80 mín lotur en þegar nær dregur sýningu munu þær e.t.v. lengjast.


Kennari: Stefán Smári

Valgreinin verður kennd á haustönn