FIRST LEGO League fyrir 8. – 10. bekk


FIRST LEGO League fyrir 8. – 10. bekk

Markmið: Undirbúningur fyrir FLL-landskeppnina sem haldin verður í byrjun nóvember en nemendur Lundarskóla sigruðu í vélmennakappleiknum í síðustu keppni.

Hámarksfjöldi í liði er 10 nemendur. Ný þrautabraut kemur á hverju ári og glíma nemendur með aðstoð kennara við að finna lausnir á þrautabraut, hönnun vélmennis, lausn raunverulegs vandamáls ásamt því að setja upp kynningarbás í anddyri Háskólabíós á keppnisdegi.


Námsgögn: LEGO Mindstorm Ev3 tæknilegósett og fartölvur.

Námsmat byggir á virkni, vinnubrögðum og mætingu.

Valgreinin verður kennd á haustönn