Bakstur – fyrir 8.-10. bekk


Bakstur – fyrir 8.-10. bekk

Lýsing: Kenndar verða allar helstu bakstursaðferðir s.s. brauðbakstur með bæði lífrænum og ólífrænum lyftiefnum, kökubakstur af ýmsu tagi s.s. hrærðar kökur, hnoðaðar kökur, þeyttar kökur, auk kökuskreytinga.

Markmið: Að nemendur nái tökum á fyrrgreindum tegundum baksturs og geti í lok tímabils bakað án aðstoðar eftir uppskriftum og helmingað eða margfaldað uppskriftir eftir þörfum og jafnvel búið til sína eigin uppskrift.

Kennsluaðferðir: Sýnikennsla, hóp og paravinna.

Námsmat: Mat á verkefnum í lok hvers tíma, kennaramat og sjálfsmat.

Valgreinin verður kennd á mánudögum á haust og vorönn