Matur og bakstur – fyrir 8., 9. og 10. bekk.


Matur og bakstur – fyrir 8., 9. og 10. bekk.

Markmið: Að auka þekkingu og leikni í heimilisstörfum, efla sjálfstæði, samstarfsvilja og samábyrgð. Kenna undirstöðuatriði næringar- og matvælafræði. Leggja áherslu á góðar umgengnisvenjur og borðsiði. Að vekja athygli nemenda á mikilvægi hreinlætis almennt.

Áhersla er tvíþætt, annarsvegar á matargerð og matarmenningu og hinsvegar á bakstur og mismunandi bakstursaðferðir s.s. þeytt, hrært og hnoðað deig.

Ýmsu fræðilegu efni sem tengist matargerð og heimilishaldi er fléttað inn í verklegu tímana.

Nemendur í valhópum taka að sér bakstur vegna skemmtana í tengslum við fjáraflanir nemenda og annarra viðburða á vegum skólans.

Námsefni: Matreiðslubækur, bakstursbækur og mikið af fræðsluefni um matargerð og fjölbreytt efni af netinu og úr ýmsum bókum. Nýtt námsefni: Næring og lífshættir – heimilisfræði fyrir unglingastig.

Kennsluaðferðir: Einstaklingskennsla, hópkennsla og samvinnukennsla, fer eftir verkefnum hverju sinni.

Námsmat: Símat, byggt á vinnubrögðum, ástundun, áhuga, frumkvæði og virkni nemandans í tímum. Einnig er stuðst við sjálfsmat og jafningjamat.

Kennt verður í þrjár kennslustundir í senn í stað tveggja og því lýkur greininni fyrr á önninni sem því nemur.

Kennari: Anna Guðný Sigurgeirsdóttir – greinin er kennd á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 13:10-15:10 á meðan á henni stendur báðar annir. Einungis er hægt að velja annan hvorn daginn - stofa 119