Leir, pappi og Stop motion – fyrir 8., 9. og 10. bekk.


Leir, pappi og stop motion – fyrir 8., 9. og 10. bekk.

Markmið: Í þessari grein læra nemendur að móta úr álpappír og pappamassa og nota app sem heitir Stop Motion Studio til að búa til hreyfimyndir og sögur. Verkefnið byggir á grundvallaratriðum sjónlista þar sem unnið er með tvívítt og þrívítt form, liti, áferð, ljós og skugga. Nemendur móta atburðarás eða sögu, velja sér persónur til að móta og fylgihluti "props" Sögupersónur eru síðan mótaðar í pappamassa. Lögð áhersla á að nemandinn öðlist færni í að útfæra hugmyndir sínar. Nemendur læra að móta í leir og forma með álpappír og pappamassa. Nemendur læra að nota algeng verkfæri sem tengjast leir auk þess sem þeir læra grundvallaratriði í mótun hvort sem það er að móta í leir eða pappamassa. Í þessu verkefni er lögð áhersla á sköpun og flæði og að nemendur læri að tjá sig með aðferðum lista. Nemendur læri að útfæra hugmynd sína frá teikningu eða skissu yfir í þrívítt form auk þess fá þeir þjálfun í að útskýra verkin sín fyrir samnemendum og kennurum. Nemendur fá einnig þjálfun í að nota appið Stop Motion studio og búa til stutt stop motion video.

Sjá hér: https://sites.google.com/view/namsefnimyndlist/handbr%C3%BA%C3%B0ur-leikh%C3%BAs-og-powerdirector

Í þessari grein munu nemendur læra:

•Að vinna með mismunandi efni

•Að vinna með mismunandi liti og áferð

•Að útfæra tvívítt verk eða skissu í þrívítt form

•Að sýna frumkvæði og þor, gera tilraunir í verkefninu

•Að velja og beita viðeigandi aðferðum og tækni við mótun og gerð stop motion

•Að fjalla um eigin verk og verk annara í virku samtali við aðra nemendur

•Að búa til stuttmynd sem felur í sér leikmynd, lýsingu, sögu, tjáningu og persónusköpun

Að búa til stutt myndbönd með appinu Stop Motion Studio

Kennari: Brynhildur Kristinsdóttir – greinin er kennd á þriðjudögum kl. 13:10-14:30 á haustönn - stofa 206