Lífsstíll og vellíðan – fyrir 8., 9. og 10. bekk.


Lífsstíll og vellíðan – fyrir 8., 9. og 10. bekk.

Markmið og kennsluaðferð: Áhersla verdur lögð á næringar- og þjálffræði og tengsl þeirra fræða við heilsufræði almennt. Það sem m.a. verður tekið fyrir í greininni er:

· Næringarþörf mannsins á mismunandi æviskeiðum, hlutverk og jafnvægi hinna ýsmu efna sem gefa frumum líkamans orku og þýðingu vítamína, steinefna og margra annarra efna sem við fáum með fæðunni.

· Farið í nokkur af grundvallaratriðum næringarfræðinnar og tengsl þeirra við heilsu og sjúkdóma.

· Fjallað um andlega líðan s.s. kvíða, þunglyndi og áhrif hreyfingar á heilsufar, andlegt og líkamlegt.

· Helstu hugtök í þjálffræði, s.s. þol, kraft, hraða, liðleika, teygjur, samhæfingu, upphitun og niðurlag æfinga.

Greinin er kennd hálfan veturinn en í boði báðar annir þannig að nemendur geta valið hana aðra hvora önnina en ekki báðar.

Námsmat: Námsmat byggist á ástundun, áhuga, vinnusemi, hegðun og bóklegum prófum úr vissum þáttum greinarinnar.

Kennari: Jóhannes Bjarnason

Greinin er kennd á þriðjudögum kl. 13:10-14:30 á haustönn.