Sögur og ljóð frá nemendum

Nammiþjófur


Nammiþjófur heitir hann

Hann stelur nammi í nótt

Krakki kíkir inn í skáp

og ekkert nammi fann


Aleksandra Ósk Kowalczyk 

Hurðabrjótur


Hurðarbrjótur brýtur hurðar

Sparkar og kýlir í þær

Hann læðist inn í fjárhúsin

Og þar hann tekur ær


Elmar Bachmann Styrmisson 

Krakkaskelfir


Krakkaskelfir agalegur er

Hann hræðir börn þegar dimma fer

Hann grílulegur er

Þegar undan rúminu sér

Hrafnhildur Freyja Arnarsdóttir 

Brettabrennir


Brettabrennir stelur brettum

Hann hefur poka með

Hann finnur bretti upp í klettum

Og eldinn getur þú séð


Inga Guðrún Guðmundsdóttir 

Dótaþjófur


Dótaþjófur tekur dót

Hann gefur í staðin bangsa

Hann gefur ekki blóm og rót

Hann er ekki að hangsa


Hekla Jonný Eyvindsdóttir 


Hundaþrjótur


Hundaþrjótur heitir hann

Labbar fyrir utan hús

Hundar gelta þá á hann

Óður eins og ofurmús

Katrín Ebba Hrefnudóttir 


Sleggjuþjófur


Sleggjuþjófur stelur sleggjum

Notar til að byggja hús

Hleypur um á löngum leggjum

Hefur bæði fló og lús


Unnsteinn Guðmundsson

Frekjuskjóða


Frekjuskjóða er mjög frek

Við fjölskylduna og bræður 

Hún segir æ ég ekki get

Gefið pakka og slæður 


Gróa Borg Gilsfjörð Bjarkadóttir

Jólabarbí


Jólabarbí gefur barbí

Á hverjum degi gefur öllum saman

Í jólafötum hún er í

Krakkar segja gaman gaman

Yrsa Dís Styrmisdóttir