Jólasleðinn

Fimmtudaginn 14. desember mætti Einar Mikael töframaður með jólasleðann í skólann til okkar. Hann tók einnig bréf úr jólapóstkassanum sem börnin höfðu skrifað til jólasveinsins og æltar að koma þeim til skila. Í bréfin skrifuðu börnin eitt góðverk sem þau ætla að gera í desember og sendu einnig spurningu til jólasveinsins sem þau vilja fá svör við. Börnin fengu að setjast í jólasleðann og ýta á takkana í stjórnborði sleðans og Einar Mikael sýndi einnig nokkur töfrabrögð.

Jólaföndur og laufabrauð

Miðvikudaginn 13. desember var jólaföndur í skólanum. Unnið var í fimm mismunandi stöðvum og skólanum var skipt í hópa þvert á aldur. Það voru skreyttar piparkökur, gert jólanammi, föndrað úr gömlum bókum og útbúið jólaskraut.

Mánudaginn 11. desember voru skorin út laufabrauð í heimilisfræði. Það vakti mikla lukku meðal nemenda.

Koma jól?

Þessi vefsíða er hluti af þriðju lotunni okkar í vetur. Hér verður að finna ýmislegt skemmtilegt efni sem nemendur í Reykhólaskóla eru að gera í desember. 

Lotan okkar jólin koma, koma jól byrjaði á verkefni sem nefnist fjórtándi jólasveinninn. Verkefnið byggist á sköpun og hópavinnu þar sem nemendur áttu að útfæra sinn eigin jólasvein.