Menntabúðir #Eymennt 

Brekkuskóli og Oddeyrarskóli

Nú er komið að fyrstu menntabúðum þessa skólaárs en þær verða haldnar í Brekkuskóla þriðjudaginn 10. október klukkan 16:15 - 18:05. 

Viðfangsefni menntabúðanna eru margvísleg eins og alltaf. Dagskráin mótast fram að menntabúðunum og tekur mið af því sem við öll leggjum fram. Hægt er að bjóðast til að miðla af reynslu og einnig að óska eftir viðfangsefnum.

Kl. 16:15 - 16:30 Móttaka í matsal Brekkuskóla

Kl. 16:30 - 17:05 Fyrri lota menntabúðanna

Kl. 17:05 - 17:30 Kaffi í matsal skólans

Kl. 17:30 - 18:05 Seinni lota menntabúða


ATH! dagskráin gæti breyst fram að menntabúðunum..

Vonandi sjáum við sem flesta. Skráning er mikilvæg hvað varðar veitingar og einnig fyrir skýrslugerð.

Skráning á menntabúðir - menntabúðum er lokið


Fyrri lota kl. 16:30-17:05


Forrit og viðbætur til að aðstoða nemendur með sérþarfir og erlenda nemendur


Skoðum hvernig við notum viðbætur í Chrome til að styðja við nemendur með lestrarörðugleika. Hvað er í boði og hvernig nýtum við það? Hvaða forrit er verið að nota í iPad og hvernig virka þau? Hvað hefur virkað í skólum? 


Staðsetning: 210

Bergmann Guðmundsson, verkefnisstjóri Brekkuskóla og Giljaskóla 

      ___


Canva

Ég fer yfir helstu notkunarmöguleika Canva fyrir kennara en kennarar allra stiga geta nýtt sér vefinn t.d. með að deila verkefnum með nemendum á Google Classroom eða búa til verkefni og prenta út. 

Canva er vinsæll grafísk hönnunarsíða sem gerir notendum kleift að búa til margs konar hönnun í ýmsum tilgangi eins og grafík á samfélagsmiðlum, kynningar, veggspjöld, lógó og fleira. Viðmótið í Canva er einfalt og notendavænt en það byggist á að notandinn getur valið úr fjölmörgum sniðmátum sem hann getur svo gert að sínu með því að sækja sér t.d. texta, myndir, videó, hljóð eða aðrar viðbætur.


Staðsetning: 202-203

Hulda Guðný Jónsdóttir, kennari Síðuskóla 

___


Heimsóknir heim til nemenda í 8. bekk


Umsjónarkennarar í 8. bekk hafa síðustu 15 ár tekið foreldraviðtöl við upphaf skólaárs heima hjá nemendum. Sagt verður frá áskorunum og tækifærum sem foreldrasamstarf með þessum hætti bjóða upp á.


Staðsetning: 306

Rakel Óla Simundsdóttir og Bergdís Sigfúsdóttir, kennarar Oddeyrarskóla 

___


Stærðfræði og upplýsingatækni 


Ég fer yfir helstu verkfæri sem ég hef notað í stærðfræðikennslu á miðstigi (getur nýst bæði á yngsta og elsta stigi). Ekki verður kennt á forrit/vefsíður, aðeins kynntar lauslega.

Classkick, Nearpod, Plickers, Quizlet Live, Flippity, Padlet, Splashlearn og desmos.com


Staðsetning: 209

Guðríður Sveinsdóttir, kennari VMA 


___


Ísbrjótar í Kahoot


Sagt frá leið til að búa til Kahoot-leik þar sem byggt er á svörum nemenda. Þessi leið er góð til að nemendur kynnist hver öðrum betur og getur verið góður ísbrjótur. Notast er við svör nemenda úr Google-Forms við spurningum sem kennari eða nemendur velja og farið verður yfir hvernig þær eru settar inn í Kahoot. Leið sem tekur ekki margar mínútur að framkvæma þegar kennari hefur náð tökum á ferlinu.


Staðsetning: stofa 310

Hafdís Kristjánsdóttir, kennari í Brekkuskóla 


___


Breakout Edu

Breakout Edu svipar til "escape" leikja. Nemendur standa frammi fyrir vanda sem þeir þurfa að leysa með því að ráða fram úr vísbendingum í sameiningu og ná að opna kassann áður en tíminn rennur út.

Breakout Edu er stórskemmtileg viðbót við allar skólastofur og hentar öllum aldri og í öllum námsgreinum.

Staðsetning: 311

Harpa Kristín Þóroddsdóttir, kennari Oddeyrarskóla 


Seinni lota kl. 17:30-18:05


Tæknilausnir í skólastarfi


Farið verður um víðan völl varðandi tæknilausnir í skólastarfi. Við munum kíkja á Securly, sem er kerfi til að halda utan um og stýra Chromebooks í kennslustundum. Hvernig við nýtum Sites og CommonCurriculum til að halda utan um einstaklingsskilaboð til nemenda. Classroomscreen sem er frábært hjálpartæki kennarans og margt margt fleira. 


Staðsetning: 210

Bergmann Guðmundsson, verkefnisstjóri Brekkuskóla og Giljaskóla 

___


Gervigreind í skólastarfi


Skoðum hið magnaða fyrirbæri gervigreind í ýmsum útgáfum og kíkjum á nokkrar af þeim helstu sem eru í gangi í dag og hvernig þær geta nýst okkur í starfi. 


Staðsetning: Salur 

Hans Rúnar Snorrason, kennari Hrafnagilsskóla 

___


Miro í kennslu


Skoðum hvernig hægt er að nota Miro forritið í kennslu til að miðla námsefni/viðfangsefnum á fjölbreyttan og lifandi hátt til nemenda. Einnig hægt að nýta til að deila með samkennurum/samstarfsfólki og vinna á sameiginlegum grunni.


Staðsetning: 202-203

Margrét Th. Aðalgeirsdóttir, deildarstjóri í Oddeyrarskóla 

___


Classkick


Frábært verkfæri sem hægt er að nýta í flestum námsgreinum. Kennari setur inn verkefni, mjög auðvelt að búa þau til og fylgjast með framvindu nemenda. Kennari getur skrifað inn á verkefni nemenda í rauntíma og eftir á og leiðbeint þannig nemenda með verkefni.

Hentar á öllum stigum og virkar í iPad og tölvu/Chromebook.


Staðsetning: 209

Guðríður Sveinsdóttir, kennari VMA 


___


Leikir og spil í málfræðikennslu á unglingastigi


Þátttakendur fá tækifæri til að kynnast og prófa þau spil og leiki sem notaðir eru til að gera íslenska málfræði líflega og skemmtilega á unglingastigi í Brekkuskóla.


Staðsetning: stofa 314 

Sigríður G. Pálmadóttir og Íris Valsdóttir, kennarar í Brekkuskóla 

___


Flippity


Flippity er frí vefsíða sem nýtist í öllu skólastarfi og með öllum aldri. Farið verið yfir hvernig hægt er að nýta sér kosti Flippity í skólastarfi og hvernig við búum til verkefni. Viltu búa til leiki, krossgátur eða jafnvel spil fyrir nemendur þína. Þá er Flippity með svarið. Einstaklega gagnleg síða sem nýtist okkur vel í skólastarfinu.


Staðsetning: 140

Inga Dís Sigurðardóttir, kennari Giljaskóla 


___


1-3-5-8

Foreldrasamstarf í Brekkuskóla 

Sagt frá árangursríku foreldrasamstarfi í Brekkuskóla þar sem foreldrar mæta á fræðslufund og viku síðar á hópeflisfund þar sem nemendur mæta einnig og fara í hópefli með íþróttakennurum.  


Staðsetning: 311

Sigríður Magnúsdóttir og Aðalheiður Bragadóttir, deildarstjórar í Brekkuskóla 


Á vefsíðu Eymennt má m.a. sjá upptökur frá netmenntabúðum veturinn 2020-2021, október og mars.