Heiti: Macramé. Allt árið.
Fyrir hverja: 7., 8., 9. og 10. bekkur
Hvenær: Þriðjudagur kl. 13:20-14:20
Kennari: Hugrún Hanna Stefánsdóttir
Námsmat: Lokið/ólokið
Lýsing: Lærum að hnýta blómahengi, vegghengi, lyklakippur og e.t.v. annað sem nemendum dettur í hug. Líka hægt að vefa veggteppi í macramé stíl (macraweave).
Heiti: Viðburðurinn minn. Eftir áramót.
Fyrir hverja: 8., 9. og 10. bekkur
Hvenær: Þriðjudagur kl. 13:20-14:20
Kennari: Anna Kapitola Engilbertsdóttir
Námsmat: Lokið/ólokið
Lýsing: Nemendur læra að skipuleggja eigin viðburð - skipuleggja, horfa í kostnað og vinnu í kringum það. Nemendur útbúa ýmislegt sem getur nýst þeim ímerkilegum lífsviðburði eins og að útbúa boðskort, gestabók, pappírsskraut, skreyta kerti og margt fleira.
Heiti: Kortagerð. Fyrir áramót.
Fyrir hverja: 8., 9. og 10. bekkur
Hvenær: Þriðjudagur kl. 13:20-14:20
Kennari: Anna Kapitola Engilbertsdóttir
Námsmat: Lokið/ólokið
Lýsing: Nemendur læra aðferðir við að útbúa tækifæriskort eins og fyrir afmæli, fermingu og jól.
Heiti: Spilaklúbbur. Fyrir og eftir áramót.
Fyrir hverja: 7., 8., 9. og 10. bekkur
Hvenær: Þriðjudagur kl. 13:20-14:20
Kennari: Anna Guðný Ólafsdóttir
Námsmat: Lokið/ólokið
Lýsing: Spilum á alls konar spil - borðspil og handspil.
Heiti: Gerð góðra glæra og hvernig á að flytja kynningar. Eftir áramót
Fyrir hverja: 8., 9. og 10. bekkur
Hvenær: Þriðjudagur kl. 13:20-14:20
Kennari: Þorkell Ólafur Árnason
Námsmat: Lokið/ólokið
Lýsing: Kennt er að gera góðar glærur og hvernig við veljum liti, textagerð og myndir. Förum yfir hvernig best sé að flytja kynningar: grípa athygli í upphafi og líka að enda kynningu þannig að hún sitji eftir.
Heiti: Skrifum sögur. Fyrir áramót.
Fyrir hverja: 8., 9. og 10. bekkur.
Hvenær: Þriðjudagar kl. 13:20-14:20
Námsmat: Lokið/ólokið
Kennari: Þorkell Ólafur Árnason
Lýsing: Uppbygging sögu verður kennd. Farið verður yfir hvernig hægt er að skrifa smásögu, bók eða bókaseríu. Þarf að skipuleggja alla söguna eða bara að byrja að skrifa? Mismunandi tól til þess að skipuleggja sðögur: MICE, 3act, Structure o.fl. leiðir. Lesa og skoða dæmi um góðar sögur.
Heiti: Bíllinn. Fyrir áramót.
Fyrir hverja: 10. bekkur
Hvenær: Þriðjudagar kl. 13:20-14:20
Kennari: Kennarinn kemur frá Ökuskóla Kópavogs.
Námsmat: Lokið/ólokið
Lýsing: Bíllinn er fornám að ökunámi. Markmið er að nemendur öðlist skilning á ökutækjum og ábyrgð og átti sig á umferðarmálum á Íslandi og að undirbúa nemendur sem best fyrir hið eiginlega ökunám.
Heiti: Fjármálalæsi. Eftir áramót.
Fyrir hverja: 9. og 10. bekkur
Hvenær: Þriðjudagar kl. 13:20-14:20
Námsmat: Lokið/ólokið
Kennari: Andri Þór Kristjánsson
Lýsing: Megintilgangur námskeiðsins er að hjálpa nemandanum að skilja og ráða við persónuleg fjármál sín í nútíð og framtíð. Skilja nauðsynlegt samhengið milli tekna og gjalda og eðli þessara hugtaka. Hvaðan tekjurnar koma og hvernig þær verða til og hvernig gjöld hljóta óhjákvæmilega að greinast í ýmsa flokka, nauðsynlega og ónauðsynlega, til einkanota og til samfélagslegra þarfa.
Reynt verður að kenna nemendunum að meta gildi peninga og nauðsynja þess að afla þeirra, eiga og nota, en þess jafnframt gætt að sporna við þeirri peningadýrkun, sem stundum virðist einkenna samfélag mannanna um of.
Efnisþættir, meðal þeirra atriða og efnisþátta sem fjallað verður um eru: persónulegar tekjur og gjöld sveitarfélaga og ríkisins, einkaneysla og samneyslu.
Helstu hugtök sem menn fást við í sambandi við lífsafkomuna verða útskýrð, svo sem eignir og skuldir,gjöld og tekjur. Rætt verður nokkuð ítarlega um lán og sparnað, innláns- og útlánsvexti. Í því sambandi verða ýmsar tegundir vaxta útskýrðir, eins og flestir vextir, vaxtatímabil, vaxtavextir, vanskilavextir o.fl. Einnig verður rætt um verðbólgu, verðbætur,verðtryggingu og reynt að útskýra þessi hugtök eins ítarlega og kostur er miðað við aldur og þroska nemendanna. Í Lokin verður svo fjallað um skatta, beina og óbeina, virðisaukaskatt og tekjuskattur. Stuðst verður við námsefni frá Fjármálaviti.
Heiti: Heimanámsaðstoð með áherslu á íslensku. Hægt að velja fyrir og eftir áramót.
Fyrir hverja: 8., 9. og 10. bekkur
Hvenær: Þriðjudagar kl. 13:20-14:20
Námsmat: Lokið/ólokið
Kennari: Óvíst
Lýsing: Markmið er að nemendur fái aðstoð við heimanám sem lagt er fyrir í skólanum.
Heiti: Velkominn valfag. Allt árið.
Fyrir hverja: Nemendur í 8., 9. og 10. bekk sem eru tiltölulega nýflutt til Íslands.
Hvenær: Þriðjudagur eftir nánari skipulagi.
Námsmat: Lokið/ólokið
Kennari: Vigdís Grétarsdóttir, starfsmaður Kjarnans
Lýsing: Valfagið er hugsað til þess að styðja við og styrkja þá nemendur á unglingastigi Kópavogsskóla sem eru tiltölulega nýflutt til Íslands. Verkefnin miðast við nemendahópinn og þeirra áhugasvið.
Heiti: Framhaldsskólastærðfræði II. Fyrir áramót
Fyrir hverja: Þá nemendur í 10. bekk sem luku við Framhaldsskólastærðfræði I á vorönn í 9. bekk
Hvenær: Þriðjudagar kl. 13:20-14:20
Námsmat: Námsmat er á vegum FÁ og er lokaprófið tekið þar.
Kennari: Andri Þór Kristjánsson
Lýsing: Valfag sem hentar þeim sem vilja áskorun í stærðfræðinámi sínu. Áfanginn heitir STÆR2AM05 (Algebra, föll og mengi) í Fjölbrautaskólanum við Ármúla og verða nemendur skráðir þar inn í september 2023. Andri kennir áfangann 1x í viku og styður við nemendur en annars er um fjarnám/sjálfsnám að ræða. Þessi áfangi telur inn í framhaldsskólanám og er 5 einingar.
Framhaldsskólastærðfræði II hefur tvöfalt vægi vegna mikils heimanáms, þ.e. gildir sem tvö valfög. Mjög mikilvægt er að nemandi treysti sér í sjálfstætt nám auk kennlustundar í Kópavogsskóla.
Heiti: Heimanámsaðstoð með áherslu á stærðfræði. Hægt að velja fyrir og eftir áramót.
Fyrir hverja: 8., 9. og 10. bekkur
Hvenær: Miðvikudagar kl. 13:20-14:20
Námsmat: Lokið/ólokið
Kennari: Andri Þór Kristjánsson
Lýsing: Markmið er að nemendur fái aðstoð við heimanám sem lagt er fyrir í skólanum.
Heiti: Enskar kvikmyndir. Fyrir áramót
Fyrir hverja: 7., 8., 9. og 10. bekkur
Hvenær: Miðvikudagur kl. 13:20-14:20
Námsmat: Lokið/ólokið
Kennari: Steinunn Ágústa Steinarsdóttir
Lýsing:
Markmið er að nemendur:
• Njóti þess að horfa á kvikmyndir og bæta færni sína í ensku á sama tíma.
• Kynnist mismunandi kvikmyndum á enskri tungu.
Sýndar verða ýmsar tegundir kvikmynda og verkefni unnin úr þeim. Lögð verður áhersla á að nemendur geti tjáð sig um efnið bæði munnlega og skriflega. Verkefnin eru ýmist einstaklings- eða hópverkefni og eiga að auka færni nemenda í ritun jafnt sem töluðu máli. Þeir námsþættir sem verið er að þjálfa eru áhorf, hlustun, tal og ritun.
Heiti: Badminton. Fyrir áramót.
Fyrir hverja: 7., 8., 9. og 10. bekkur.
Hvenær: Miðvikudagar kl. 14:10-15:00 í Smáranum
Námsmat: Lokið/ólokið
Kennari: Ragnar Róbertsson
Lýsing: Badminton er skemmtileg íþróttagrein sem hægt er að stunda svo lengi sem maður stendur í fæturna. Í ár er hægt að velja að mæta í Smárann einu sinni í viku til þess að æfa sig í badminton. Lögð verður áhersla á að nemendur læri reglur leiksins og öðlist frekari færni með spaðann. Auk þess að spila leikinn verður farið í ýmsa upphitunarleiki, gerðar verðar léttar líkamsæfingar og sett verður upp mót. Farið verður í heimsókn í Tennishöllina og nemendur fá að kynna sér bæði tennis og padel.
Heiti: Enska. Undirbúningur fyrir framhaldsskólaensku sem verður kennd á vorönn
Fyrir hverja: Nemendur í 10. bekk sem hafa staðið sig framúrskarandi í ensku í 9. bekk
Hvenær: Miðvikudagar kl. 13:20-14:20 fyrir áramót
Námsmat: Lokið/ólokið
Kennari: Anna Kapitola Engilbertsdóttir
Lýsing: Í þessum áfanga eru undirstöðuatriði enskrar málfræði æfð. Áhersla er lögð á vandlegan lestur texta með það fyrir augum að byggja upp virkan og hagnýtan orðaforða. Nemendur eiga að geta skrifað einfalda texta og hafa náð talsverðri færni í málfræðiatriðum, auk þess sem lesskilningur á að vera orðinn umtalsverður eftir áfangann. Einnig er ætlast til þess að nemendur geti tjáð sig um lesefni munnlega. Lögð er áhersla á rauntexta í áfanganum í kennslubók, auk þess sem nemendur fá mikla þjálfun í lestri skáldverka.
Eftirfarandi enskubækur verða notaðar og verða nemendur að kaupa þær sjálfir.
Eyes Open 2 - Ben Goldstein & Ceri Jones with Emma Heyderman
Kjörbækur Turtles All the Way Down - John Green Aristotle and Dante
Discover the Secrets of the Universe - Benjamin Alire Saenz
Before the Coffee Gets Cold - Toshikazu Kawaguchi
Heiti: Enska í FÁ - ENSK2L005
Fyrir hverja: Nemendur í 10. bekk sem standa vel að vígi í ensku.
Hvenær: Miðvikudagar kl. 13:20-14:20
Námsmat: Lokið/ólokið
Kennari: Anna Kapitola Engilbertsdóttir
Lýsing: Áfanginn heitir ENSK2L005 – Enska 1 í Fjölbrautaskólanum við Ármúla og verða nemendur skráðir þar inn í september 2025. Anna Kapitola kennir áfangann 1x í viku og styður við nemendur en annars er um fjarnám/sjálfsnám að ræða. Þessi áfangi telur inn í framhaldsskólanám og er 5 einingar.
Eftirfarandi enskubækur verða notaðar og verða nemendur að kaupa þær sjálfir.
· Life Advanced: Student‘s Book – Paul Dummett, John Hughes, Helen Stephenson
· Tristan and Iseult - Rosemary Sutcliff (New Windmill Series)
· Smásögur (sem kennari FÁ útvegar)
Valbækur. Nemandi velur eina af eftirfarandi bókum:
Will Grayson, Will Grayson - John Greene & David Levithan
Parvana‘s Journey - Deborah Ellis
The Island of the Missing Trees - Elif Shafak
Ready Player One - Ernest Cline
Looking for JJ – Anne Cassidy
Framhaldsskólaenska hefur tvöfalt vægi vegna mikils heimanáms, þ.e. gildir sem tvö valfög. Mjög mikilvægt er að nemandi treysti sér í sjálfstætt nám auk kennlustundar í Kópavogsskóla.
Heiti: Bíllinn. Fyrir áramót.
Fyrir hverja: 10. bekkur
Hvenær: Miðvikudagar kl. 13:20-14:20
Kennari: Kennarinn kemur frá Ökuskóla Kópavogs.
Námsmat: Lokið/ólokið
Lýsing: Bíllinn er fornám að ökunámi. Markmið er að nemendur öðlist skilning á ökutækjum og ábyrgð og átti sig á umferðarmálum á Íslandi og að undirbúa nemendur sem best fyrir hið eiginlega ökunám.
Heiti: Smiðjur og klúbbar. Hægt að velja fyrir eða eftir áramót.
Fyrir hverja: 7., 8., 9. og 10. bekkur
Hvenær: Miðvikudagar kl. 17:00-18:00.
Námsmat: Lokið/ólokið
Kennari: Kjarninn félagsmiðstöð - Halldór og Viktor
Lýsing: Nemendur geta tekið þátt í ýmsum smiðjum og klúbbum. Stíll hönnunarkeppni, danskeppni, spurningakeppni, söngkeppni, skreytingar, leiktæki, spil og leikjatölvur. Nemendur hafa mikil áhrif á það sem gert er í þessu vali.
Heiti: Nemendaráð
Fyrir hverja: 8., 9. og 10. bekkur
Hvenær: Miðvikudagar
Námsmat: Lokið/ólokið
Kennari: Halldór Hlöðversson
Lýsing: Hér gefst þeim nemendum sem eru í nemendaráði að fá þá miklu vinnu metna sem valgrein. Ekki er hægt að skrá sig í þennan áfanga heldur þarf að gefa kost á sér í hann í haust og verður kosið á milli frambjóðenda. Fjórir nemendur úr hverjum árgangi eru í nemendaráði.
Heiti: Stuttmyndagerð. Fyrir og eftir áramót fyrir 7. og 8. bekk - kennt í Kópavogsskóla en stendur nemendur Kársnesskóla einnig til boða
Fyrir hverja: 7. og 8. bekkur
Hvenær: Miðvikudaga kl. 13:20-15:00
Námsmat: Lokið/ólokið
Kennari: Hlynur Þorsteinsson, leikari
Lýsing: Í þessum áfanga munum við læra hvernig sögur eru sagðar í formi kvikmynda og stuttmynda. Nemendur munu læra að koma auga á þá þætti sem gera góða sögu góða. Nemendur læra að sjá hvað þarf til þess að koma sögunni til skila í formi handrits og síðan í formi stuttmyndar.
Nemendur munu fá kennslu í tjáningu fyrir framan myndavél og öðlast þekkingu í þeim atriðum sem leikari þarf að vita til þess að leika í kvikmyndum. Notast verður við spjaldtölvur nemenda.
Meðal fyrirhugaðra verkefna.
-Hugmyndavinna
-Handritaskrif, atburðarskrá.
-Leiklist og tjáning
-Upptaka á mynd
-klipping
Stuttmyndagerð hefur tvöfalt vægi sem valfag vegna tímalengdar valfagsins, 80-100 mínútur hver tími
Heiti: Skák. Hægt að velja fyrir og eftir áramót.
Fyrir hverja: 7., 8., 9. og 10. bekkur
Hvenær: Miðvikudagur kl. 13:20-14:20
Námsmat: Lokið/ólokið
Kennari: Björk Hafliðadóttir
Lýsing: Nemendur hittast og tefla saman. Björk kennir grunnatriði þeim sem þess þurfa.
Heiti: Fréttakópurinn. Fyrir áramót.
Fyrir hverja: 8., 9. og 10. bekkur
Hvenær: Föstudagar kl. 13:20-14:20
Námsmat: Lokið/ólokið
Kennari: Anna Kapitola Engilbertsdóttir
Lýsing: Nemendur læra hvernig blað verður til og vinna að gerð skólablaðs.
Nemendur ákveða í sameiningu hvað verður í skólablaðinu/vefmiðlinum og hvernig þetta mun líta út.
Nemendur munu læra undirstöðuatriði þess að skrifa pistla, stuttar fréttir, taka viðtöl sem birt verða í fréttabréfi eða á rafrænan hátt t.d. í formi myndbanda eða vefsíðu. Nemendur munu einnig vinna með efni tengt eigin áhugasviði.
Fjallað verður um eðli og mikilvægi auglýsinga í fréttamiðlum, nemendur skoða þær í ýmsum fjölmiðlum og prófa að semja auglýsingar.
Skoðaður verður möguleikinn á því að nemendur geti útbúið plaköt fyrir viðburði í skólanum.
Heiti: Canva. Eftir áramót.
Fyrir hverja: 8., 9. og 10. bekkur
Hvenær: Föstudagar kl. 13:20-14:20
Námsmat: Lokið/ólokið
Kennari: Anna Kapitola Engilbertsdóttir
Lýsing: Nemendur læra að nota Canva og geti notað forritið til þess að búa til plaköt, glærur, forsóðu, vikuáætlanir og margt fleira.
Heiti: Hlaðvarp 101. Eftir áramót.
Fyrir hverja: 8., 9. og 10. bekkur
Hvenær: Föstudagar kl. 13:20-14:20
Námsmat: Lokið/ólokið
Kennari: Gísli Þór Gíslason
Lýsing: Í þessu valfagi verður farið yfir helstu tækni hlaðvarps, við lærum að búa til útlínu, þróa hugmynd að þætti. Við skoðum einnig hver eru hlutverk fólks á bak við tjöldin í hlaðvarpsgerð og svo í lokin þá notum við þessa kunnáttu til þess að búa til hlaðvarpsþátt/þætti þar sem við búum til okkar eigin hlaðvarpsþátt.
Heiti: Skrautskrift. Fyrir áramót
Fyrir hverja: 7., 8., 9. og 10. bekkur
Hvenær: Föstudagar kl. 13:20-14:20
Námsmat: Lokið/ólokið
Kennari: Árný Jóna Stefánsdóttir
Lýsing: Nemendur mæta í eina klukustund í hverri viku. Kennd er ákveðin tækni við að skrifa. Algengasta skrautskriftin er notuð, þ.e. Italic Calligraphy.
Heiti: Leiktækjaval og borðtennis
Fyrir hverja: 8., 9. og 10. bekkur
Hvenær: Föstudagar kl. 13:20-14:20
Námsmat: Lokið/ólokið
Kennari: Halldór Hlöðversson
Lýsing: Lærum að nota þau tæki sem Kjarninn á - borðtennis, þythokký, pool og fleira.
Heiti: Lopapeysan mín. Eftir áramót.
Fyrir hverja: 8., 9. og 10. bekkur
Hvenær: Föstudagur kl. 13:20-14:20
Námsmat: Lokið/ólokið
Kennari: Árný Jóna Stefánsdóttir
Lýsing: Nemendur velja sér lopapeysu úr blaði eða setja saman sitt eigið mynstur. (kennari verður með ný og gömul lopamynstur/blöð, síðan eru fríar uppskriftir á veraldarvefnum)
Prjónað verður úr íslenska lopanum, val verður um hvort einstaklingar vinni með léttlopa, tvöfaldan lopa eða þrefaldan lopa.
Kennt verður í 60 mín í viku, þess á milli halda nemendur áfram að prjóna heima.
Heiti: Hárgreiðsla og förðun. Fyrir áramót.
Fyrir hverja: 7., 8., 9. og 10. bekkur
Hvenær: Föstudagar kl. 13:20-14:20
Námsmat: Lokið/ólokið
Kennari: Steinunn Ágústa Steinarsdóttir
Lýsing:
Markmiðið er að nemendur:
• Kynnist mismunandi hárgreiðslum, umhirðu hársins, mismunandi hárvörum og hvernig hægt sé að nýta sér hin ýmsu áhöld svo 9 sem, sléttujárn, krullujárn og keilujárn til að ná fram ákveðnu útliti.
• kynnist helstu förðunar aðferðum og umhirðu húðar.
Skoðaðar verða bækur og youtube myndbönd og fundnar áhugaverðar hárgreiðslur og fléttur. Nemendur æfa sig á hver öðrum.
Heiti: Eurovision. Eftir áramót.
Fyrir hverja: 7., 8., 9. og 10. bekkur
Hvenær: Föstudagar kl. 13:20-14:20
Námsmat: Lokið/ólokið
Kennari: Steinunn Ágústa Steinarsdóttir
Lýsing:
Markmiðið er að nemendur:
• Hafi gaman af Eurovision
• Hlusti og þekki gömul Eurovision lög
• Kynnist sögu Eurovision
Kennslutilhögun: Skoðuð verður saga Eurovision og saga Íslands í Eurovision keppninni. Farið verður í að hlusta á gömul og ný lög og Eurovision lög 2026 verða skoðuð og munum við velta fyrir okkur hvernig þeim gæti gengið. Unnið verður verkefni um gamlar Eurovision stjörnur.
Heiti: Framhaldsskólastærðfræði I. Eftir áramót
Fyrir hverja: 9. bekkur. Nemendur þurfa að uppfylla ákveðin hæfniviðmið stærðfræðinnar til þess að geta valið þetta valfag.
Hvenær: Föstudagur kl. 13:20-14:20
Námsmat: Námsmat er á vegum FÁ en lokapróf er tekið í Kópavogsskóla.
Kennari: Andri Þór Kristjánsson
Lýsing: Valfag sem hentar þeim sem vilja áskorun í stærðfræðinámi sínu. Nemendur þurfa að ná lágmarksárangri um áramót í 9. bekk í stærðfræði til þess að geta tekið þennan áfanga. Áfanginn heitir STÆR1GR05 í Fjölbrautaskólanum við Ármúla og verða nemendur skráðir þar inn um áramót 2026. Andri kennir áfangann 1x í viku og styður við nemendur en annars er um fjarnám/sjálfsnám að ræða.
Framhaldsskólastærðfræði I hefur tvöfalt vægi vegna mikils heimanáms, þ.e. gildir sem tvö valfög. Mjög mikilvægt er að nemandi treysti sér í sjálfstætt nám auk kennlustundar í Kópavogsskóla.
Heiti: Rúmfræði. Fyrir áramót
Fyrir hverja: 9. og 10. bekkur
Hvenær: Föstudagur kl. 13:20-14:20
Námsmat: Lokapróf
Kennari: Andri Þór Kristjánsson
Lýsing: Horn, þríhyrningar, hringir, flatarmál, rúmmál og kynning á hornaföllum í tengslum við rétthyrnda þríhyrninga.
Námsmarkmið er m.a. að efla skilning á rúmfræði og ýmsum hugtökum henni tengd, þannig að nemendur.
1. Þekki helstu tegundir horna og hornapara og kunni skil á einslægum hornum.
2. Þekki ýmsar tegundir þríhyrninga, Kunni regluna um hornasummu þríhyrninga og geti reiknað út hornasummur annarra marghyrninga.
3. Þekki reglu Pýþagórasar og geti sannað hana.
4. Skilji eðli og tengsl einshyrnda þríhyrninga og eins þríhyrninga.
5. Skilji helstu hugtök í sambandi við hringi og geti reiknað stærð horna við hring.
6. Öðlist nánari þekkingu og skilning á metrakerfum.
7. Fái skýrari þekkingu á helstu flatarmyndum og geti reiknað flatarmál þeirra og ummál.
8. Fái staðgóða þekkingu og skilning á rúmmálseiningum.
9. Fái yfisrsjón yfir nokkur helstu þrívíddarhugtök og læri að reikna rúmmál þeirra og yfirborðsflatarmál.
10.Kynnist hornaföllum, tangens,sinus og cosínus og reglur sem um þau gilda varðandi rétthyrnda þríhyrninga.
Nemendur læri að nota þessar reglur til að finna óþekkt horn og hliðar rétthyrndra þríhyringa
Heiti: Árbók. Eftir áramót.
Fyrir hverja: 10. bekkur
Hvenær: Nemendur og kennari ákveða í sameiningu hentugan dag.
Námsmat: Lokið/ólokið
Kennari: Óvíst
Lýsing: Eftir áramót er unnið að árbók sem útskriftarnemendur fá afhenta í útskriftinni.
Heiti: Frístund - starfsmaður í þjálfun. Fyrir eða eftir áramót, allt árið
Fyrir hverja: 8., 9. og 10. bekkur
Hvenær: Nemendur og forstöðumaður Frístundar ákveða dag fyrir hvern nemanda fyrir sig
Námsmat: Lokið/ólokið
Kennari: Ásthildur Guðmundsdóttir/Didda
Lýsing: Nemendur sem óska eftir þessu valfagi fara í stutt viðtal til Diddu og þar er farið yfir tímaskipulag og tími fundinn sem hentar hverjum og einum. Nemendur aðstoða starfsfólk Frístundar í sínum störfum með börnum í 1.-4. bekk, eina klukkustund í senn, einu sinni í viku. Þarna getur verið um að ræða kaffitíma, útivist, stöðvavinna og margt fleira.
Nemendur eiga þess kost að fá meðmælabréf frá forstöðumanni sem þau geta nýtt í leit að sumarstarfi.
Heiti: Fingrasetning
Fyrir hverja: 8., 9. og 10. bekkur
Hvenær: Óvíst. Kennt að hluta til með fjarkennslusniði
Námsmat: Lokið/ólokið
Kennari: Óvíst. Valgreinin er skipulögð í samvinnu við grunnskóladeild Menntasviðs.
Lýsing: Farið verður markvisst yfir fingrasetningu á lyklaborði og þjálfunaræfingar unnar. Þjálfunin skiptist í tækni annars vegar og hraðritun hins vegar. Nemendur vinna einstaklingsmiðað og setja sér markmið. Þjálfunarforrit þjálfa nemendur í notkun allra tíu fingra við vélritun. Hugbúnaður sem einkum verður notaður er www.typing.com þar sem nemendahópurinn er skráður inn í gegnum Google og kennari getur fylgst með námsframvindu nemenda sinna. Persónulegur aðgangur nemandans nýtist í hvaða nettengdri tölvu með lyklaborði sem er en nemendur geta einnig fengið lyklaborð sem tengist spjaldtölvu að láni heim á meðan á námi þessu stendur.