Valgreinar

Mánudagur

Heiti: Myndasögumyndur: DC og Marvel. Eftir áramót

Fyrir hverja: 7., 8. og 9. bekkur

Hvenær: Mánudagar

Kennari:  Gísli Þór Gíslason

Námsmat: Lokið/ólokið

Lýsing: Við munum horfa á myndasögumyndir (e. Comic book movies) frá Superman: The Movie yfir í MCU myndir, FOX marvel og DCEU myndirnar. Svo munum við greina stuttlega frá því hvað gerir mynd að myndasögumynd og hvernig þær hafa þróast.

*Leyfisbréf frá foreldrum þarf að liggja fyrir þátttöku námskeiðsins.

Heiti: Harry Potter og umræðurnar. Fyrir áramót

Fyrir hverja: 7. og 8. bekkur

Hvenær: Mánudagar

Námsmat: Lokið/ólokið

Kennari: Iðunn Haraldsdóttir

Lýsing: Skoðum hvernig ákveðin þemu koma fram í bókunum svo sem: góð og vond öfl, uppreisn, fordómar, galdrar, hugrekki og fleira. Æfum okkur í rökræðum um hina ýmsu hluti og tökum afstöðu með og á móti.

Eftir önnina eiga nemendur að geta fundið tengingar á milli Harry Potter bókanna og rómverskrar goðafræða. Nemendur skrifa stutta ritgerð sem tengist bókunum.


ATH! Skilyrði að nemendur hafi lesið fyrstu 4 bækurnar í bókaflokkinum Harry Potter eða horft á myndirnar

Heiti: Harry Potter og umræðurnar. Eftir áramót

Fyrir hverja: 7. og 8. bekkur

Hvenær: Mánudagar

Námsmat: Lokið/ólokið

Kennari: Iðunn Haraldsdóttir

Lýsing: Skoðum hvernig ákveðin þemu koma fram í bókunum svo sem: góð og vond öfl, uppreisn, fordómar, galdrar, hugrekki og fleira. Æfum okkur í rökræðum um hina ýmsu hluti og tökum afstöðu með og á móti.

Eftir önnina eiga nemendur að geta fundið tengingar á milli Harry Potter bókanna og rómverskrar goðafræða. Nemendur halda kynningu á einhverjum þætti sem þeim þykir áhugaverður í bókunum.


ATH! Skilyrði að nemendur hafi lesið síðustu 3 bækurnar í bókaflokkinum Harry Potter eða horft á myndirnar.

Heiti: Skapandi skrif fyrir skúffuskáld. Allt árið.

Fyrir hverja: 8., 9. og 10. bekkur

Hvenær: Mánudagar 

KennariMargrét M. Olsen

Námsmat: Lokið/ólokið

Lýsing: Ertu með bók í maganum? Þá er kjörið tækifæri til að koma og æfa sig í að skrifa. 



Auk þess að skoða þessa þætti æfum við okkur í því að skrifa og ritrýna verkefni hvors annars.

Heiti: Kökuskreytingar. Eftir áramót

Fyrir hverja: 7. og 8. bekkur

Hvenær: Mánudagar 

KennariAnna Kapitola Engilbertsdóttir

Námsmat: Lokið/ólokið

Lýsing: Farið verður yfir grunnþætti kökuskreytinga fyrir alla þá sem vilja geta bakað og  skreytt fallegar kökur, bollakökur, brauðtertur og snittur heima. Á námskeiðinu  verður farið yfir hvernig við jöfnum kökubotna og hvaða fyllingar við getum  notað. Kennt verður hvaða hráefni og hlutföll eru best til að blanda smjörkrem,  bragðbæta og lita kremið. Við munum skoða hvaða verkfæri er best að nota og  hvernig hægt er að skreyta á marga mismunandi vegu með sömu verkfærunum. Í  lokin gefst nemendum kostur á að skreyta tertu með aðferðum að eigin vali þar  sem þeir eiga að sýna hvað þeir hafa lært. Allir fá aðgang að völdum rafrænum  uppskriftum og upplýsingum. 

Heiti: Crack the Case - True Crime and Unsolved Mysteries. Fyrir áramót

Fyrir hverja: 8., 9. og 10. bekkur

Hvenær: Mánudagar 

KennariAnna Kapitola Engilbertsdóttir

Námsmat: Lokið/ólokið

Lýsing: Students will be guided through some crime cases with special emphasis on cold cases and unsolved mysteries.

 

Students will choose a mystery to investigate and they will analyze online resources. They must develop a theory as to what actually happened and support their theory with evidence from their research. At the end students shall present a final report - "Case File".

Þriðjudagur

Heiti: Ljóð er leikur. Hægt er að velja fyrir eða eftir áramót.

Fyrir hverja: 8., 9. og 10. bekkur

Hvenær: Þriðjudagur 

Kennari: Hlíf Ásgeirsdóttir

Námsmat: Lokið/ólokið

LýsingUm er að ræða fjölbreytta texta sem unnið verður með t.a.m. ljóð, lagatexta, fagurbókmenntatexta o.fl. Einnig verður greining og ígrundun á textunum með fjölbreyttu sniði en við munum meðal annars hlusta á tónlist og ber þar helst að nefna rapp og klassíska tónlist svo eitthvað sé nefnt. Við rýnum í textana, lesum á milli línanna, setjum okkur í spor höfunda, myndum eigið álit og sköpum sjálf texta eftir eigin brjósti, hvort sem það verða ljóð, lög eða annað.

Að lokum verða að sjálfsögðu einhver einvígi, rapp- og rímeinvígi til að mynda.

Heiti: Bíllinn. Fyrir áramót.

Fyrir hverja: 10. bekkur

Hvenær: Þriðjudagar 

Kennari: Kennarinn kemur frá Ökuskóla Kópavogs.

Námsmat: Lokið/ólokið

Lýsing: Bíllinn er fornám að ökunámi. Markmið er að nemendur öðlist skilning á ökutækjum og ábyrgð og átti sig á umferðarmálum á Íslandi og að undirbúa nemendur sem best fyrir hið eiginlega ökunám. 

Heiti: Íslenskugrunnur I. Hægt að velja fyrir og eftir áramót.

Fyrir hverja: Nemendur í 8.-10. bekk sem hafa íslensku sem annað mál en hafa náð grunntökum á íslensku.

Hvenær: Þriðjudagar 

Námsmat: Lokið/ólokið

Kennari: Birna Vilhjálmsdóttir

Lýsing: Þetta valfag er hugsað fyrir þá nemendur sem hafa íslensku sem annað mál (ÍSAT)  sem hafa náð nokkurri þekkingu á íslensku en þurfa aukinn stuðning í íslenskunámi sínu.  Námið verður að hluta til unnið á einstaklingsgrunni og hópurinn fámennur. Áhersla er á lestur, lesskilning og ritun. 


Lestur og lesskilningur - leitast er við að vinna með fjölbreyttar aðferðir til að efla lestur og lesskilning.

Ritun – nemendur skrifa stuttar sögur og frásagnir, bæði frá eigin brjósti og eftir ákveðnum fyrirmælum. Stafsetning og málfræði fléttast inn í ritunarverkefnin og farið er yfir þau með hverjum og einum.

Einnig verða unnin mismunandi verkefni til að efla ofangreinda þætti og fléttast þá áhugasvið nemenda inn í.

Heiti: Fjármálalæsi. Eftir áramót.

Fyrir hverja: 9. og 10. bekkur

Hvenær: Þriðjudagar

Námsmat: Lokið/ólokið

Kennari: Andri Þór Kristjánsson

Lýsing: Megintilgangur námskeiðsins er að hjálpa nemandanum að skilja og ráða við persónuleg fjármál sín í nútíð og framtíð. Skilja nauðsynlegt samhengið milli tekna og gjalda og eðli þessara hugtaka. Hvaðan tekjurnar koma og hvernig þær verða til og hvernig gjöld hljóta óhjákvæmilega að greinast í ýmsa flokka, nauðsynlega og ónauðsynlega, til einkanota og til samfélagslegra þarfa.

Reynt verður að kenna nemendunum að meta gildi peninga og nauðsynja þess að afla þeirra, eiga og nota, en þess jafnframt gætt að sporna við þeirri peningadýrkun, sem stundum virðist einkenna samfélag mannanna um of.

Efnisþættir, meðal þeirra atriða og efnisþátta sem fjallað verður um eru: persónulegar tekjur og gjöld sveitarfélaga og ríkisins, einkaneysla og samneyslu.

Helstu hugtök sem menn fást við í sambandi við lífsafkomuna verða útskýrð, svo sem eignir og skuldir,gjöld og tekjur. Rætt verður nokkuð ítarlega um lán og sparnað, innláns- og útlánsvexti. Í því sambandi verða ýmsar tegundir vaxta útskýrðir, eins og flestir vextir, vaxtatímabil, vaxtavextir, vanskilavextir o.fl. Einnig verður rætt um verðbólgu, verðbætur,verðtryggingu og reynt að útskýra þessi hugtök eins ítarlega og kostur er miðað við aldur og þroska nemendanna. Í Lokin verður svo fjallað um skatta, beina og óbeina, virðisaukaskatt og tekjuskattur. Stuðst verður við námsefni frá Fjármálaviti.

Heiti: Framhaldsskólastærðfræði II. Fyrir áramót

Fyrir hverja: Þá nemendur í 10. bekk sem luku við Framhaldsskólastærðfræði I á vorönn í 9. bekk 

Hvenær: Þriðjudagar 

Námsmat: Námsmat er á vegum FÁ og er lokaprófið tekið þar.

Kennari: Andri Þór Kristjánsson

Lýsing: Valfag sem hentar þeim sem vilja áskorun í stærðfræðinámi sínu. Áfanginn heitir STÆR2AM05  (Algebra, föll og mengi) í Fjölbrautaskólanum við Ármúla og verða nemendur skráðir þar inn í september 2023. Andri kennir áfangann 1x í viku og styður við nemendur en annars er um fjarnám/sjálfsnám að ræða. Þessi áfangi telur inn í framhaldsskólanám og er 5 einingar.


Framhaldsskólastærðfræði II hefur tvöfalt vægi vegna mikils heimanáms, þ.e. gildir sem tvö valfög.

Heiti: Spænska og spænsk menning. Allt árið.

Fyrir hverja: 8., 9. og 10. bekkur

Hvenær: Þriðjudagar 

Námsmat: Lokið/ólokið

Kennari: Dagný Hrund Árnadóttir

Lýsing: Farið verður í grunninn á spænsku, orðaforða og einfaldri málfræði. Algengir frasar æfðir í talæfingum. Spænsk menning og dansar eins og salsa skoðaðir og einföld spor kennd.

Heiti: Grafísk hönnun og miðlun. Fyrir áramót.

Fyrir hverja: 8., 9. og 10. bekkur

Hvenær: Þriðjudagar 

Námsmat: Lokið/ólokið

Kennari: Gísli Þór Gíslason

Lýsing: Í þessu námskeiði þá munum við skoða vel heppnaða grafíska hönnun og miðlun. Svo munum við læra að gera okkar eigin hönnun og verkefni sem notuð verða í skólanum. Nemendur geta átt sér þann kost að búa til innanhúss auglýsingar fyrir skólann. Öll vinnan fer fram í tölvum skólans eða spjaldtölvum og í forritum á netinu s.s. Photopea eða Canva.

Heiti: Úr fortíðinni yfir í framtíðina - Klassískur vísindaskáldskapur yfir í nútíma Sci-Fi. Eftir áramót.

Fyrir hverja: 8., 9. og 10. bekkur

Hvenær: Þriðjudagar

Námsmat: Lokið/ólokið

Kennari: Gísli Þór Gíslason

Lýsing: Við horfum á vinsælan vísindaskáldskap: The Twilight Zone, Outer Limits, Star Trek, Star Wars, Godzilla, Planet of the apes o.fl. Svo greinum við í hópum hvað gerir þessar myndir að vísindaskáldskap og hvernig þær hafa þróast í gegnum árin.

Miðvikudagur

Heiti: Heimanámsaðstoð. Hægt að velja fyrir og eftir áramót.

Fyrir hverja: 8., 9. og 10. bekkur

Hvenær: Miðvikudagar 

Námsmat: Lokið/ólokið

Kennari: Óvíst

Lýsing: Markmið er að nemendur fái aðstoð við heimanám sem lagt er fyrir í skólanum. 

Heiti: Bíllinn. Fyrir áramót.

Fyrir hverja: 10. bekkur

Hvenær: Miðvikudagar 

Kennari: Kennarinn kemur frá Ökuskóla Kópavogs.

Námsmat: Lokið/ólokið

Lýsing: Bíllinn er fornám að ökunámi. Markmið er að nemendur öðlist skilning á ökutækjum og ábyrgð og átti sig á umferðarmálum á Íslandi og að undirbúa nemendur sem best fyrir hið eiginlega ökunám. 

Heiti: Stærðfræðigrunnur. Hægt að velja fyrir og eftir áramót.

Fyrir hverja: 8., 9. og 10. bekkur

Hvenær: Miðvikudagar kl.

Námsmat: Lokið/ólokið

Kennari: Andri Þór Kristjánsson

Lýsing: Valfag sem hentar fyrir þá sem þurfa að styrkja grunnatriði í stærðfræði. Lögð verður áhersla á að dýpka skilning nemenda á grunnþáttum stærðfræðinnar. 

Heiti: Nemendaráð. Allur veturinn.

Fyrir hverja: Þá nemendur í 8., 9. og 10. bekk sem eru kosnir að hausti 2024.

Hvenær: Miðvikudagar kl. 14:00

Námsmat: Lokið/ólokið

Kennari: Halldór Hlöðversson

Lýsing: Hér gefst þeim nemendum sem eru í nemendaráði kostur á að fá þá miklu vinnu metna sem valgrein. Ekki er hægt að skrá sig í þennan áfanga heldur þarf að gefa kost á sér í hann næsta haust haust. 

Heiti: Badminton. Fyrir áramót.

Fyrir hverja: 7., 8., 9. og 10. bekkur.

Hvenær: Miðvikudagar kl. 14:10-15:00 í Smáranum

Námsmat: Lokið/ólokið

Kennari: Ragnar Róbertsson

Lýsing: Badminton er skemmtileg íþróttagrein sem hægt er að stunda svo lengi sem maður stendur í fæturna.  Í ár er hægt að velja að mæta í Smárann einu sinni í viku til þess að æfa sig í badminton.  Lögð verður áhersla á að nemendur læri reglur leiksins og öðlist frekari færni með spaðann.  Auk þess að spila leikinn verður farið í ýmsa upphitunarleiki, gerðar verðar léttar líkamsæfingar og sett verður upp mót.  Farið verður í heimsókn í Tennishöllina og nemendur fá að kynna sér bæði tennis og padel.

Heiti: Smiðjur og klúbbar. Hægt að velja fyrir eða eftir áramót.

Fyrir hverja: 7., 8., 9. og 10. bekkur

Hvenær: Miðvikudagar kl. 17:00.

Námsmat: Lokið/ólokið

Kennari: Kjarninn félagsmiðstöð - Halldór og Viktor

Lýsing: Nemendur geta tekið þátt í ýmsum smiðjum og klúbbum. Stíll hönnunarkeppni, danskeppni, spurningakeppni, söngkeppni, skreytingar, leiktæki, spil og leikjatölvur. Nemendur hafa mikil áhrif á það sem gert er í þessu vali.

Heiti: Stuttmyndagerð. Fyrir áramót fyrir 7. og 8. bekk, eftir áramót fyrir 9. og 10. bekk

Fyrir hverja: 7., 8., 9. og 10. bekkur

Hvenær: Miðvikudaga 

Námsmat: Lokið/ólokið

Kennari: Hlynur Þorsteinsson, leikari

Lýsing: Í þessum áfanga munum við læra hvernig sögur eru sagðar í formi kvikmynda og stuttmynda. Nemendur munu læra að koma auga á þá þætti sem gera góða sögu góða. Nemendur læra að sjá hvað þarf til þess að koma sögunni til skila í formi handrits og síðan í formi stuttmyndar.


Nemendur munu fá kennslu í tjáningu fyrir framan myndavél og öðlast þekkingu í þeim atriðum sem leikari þarf að vita til þess að leika í kvikmyndum. Notast verður við spjaldtölvur nemenda.


Meðal fyrirhugaðra verkefna.

-Hugmyndavinna

-Handritaskrif, atburðarskrá.

-Leiklist og tjáning

-Upptaka á mynd

-klipping


Stuttmyndagerð hefur tvöfalt vægi sem valfag vegna tímalengdar valfagsins, 80-100 mínútur hver tími

Heiti: Lopapeysan mín. Allt árið.

Fyrir hverja: 8., 9. og 10. bekkur

Hvenær: Miðvikudagar 

Námsmat: Lokið/ólokið

Kennari: Árný Jóna Stefánsdóttir

Lýsing: Nemendur velja sér lopapeysu úr blaði eða setja saman sitt eigið mynstur.  (kennari verður með ný og gömul lopamynstur/blöð, síðan eru fríar uppskriftir á  veraldarvefnum) 

Prjónað verður úr íslenska lopanum, val verður um hvort einstaklingar vinni með  léttlopa, tvöfaldan lopa eða þrefaldan lopa.  

Kennt verður í 60 mín í viku, þess á milli halda nemendur áfram að prjóna heima.  

Heiti: Hlaðvarpsgerð. Eftir áramót.

Fyrir hverja: 8., 9. og 10. bekkur

Hvenær: Miðvikudagar 

Námsmat: Lokið/ólokið

Kennari: Gísli Þór Gíslason

Lýsing: Farið verður yfir tæknileg atriði í hlaðvarpsgerð s.s. video - hljóð - handritsgerð & samræður, hlaðvarpsstaðir verður heimsótt s.s. RÚV/hlaðvarpsstöðin og að lokum munu nemendur gera hlaðvarp.

*Leyfisbréf foreldra verður að liggja fyrir þátttöku námskeiðs.

Fimmtudagur

Heiti: Vestur í heim - Amerískir vestrar. Fyrir áramót

Fyrir hverja: 8., 9. og 10. bekkur

Hvenær: Fimmtudagar

Námsmat: Lokið/ólokið

Kennari: Gísli Þór Gíslason

Lýsing: Í þessu námskeiði förum við yfir ameríska vestra og leikara vestranna s.s. John Wayne og Gary Cooper yfir í Kevin Costner og Clint Eastwood. Við skoðum amerísku vestrana - spaghettí vestra Eastwood – vestra í nútímanum. Svo förum við stuttlega saman yfir hvað einkennir vestra og hvernig þeir hafa þróast í gegnum árin.

Heiti: Hvað er að frétta? Allt árið.

Fyrir hverja: 8., 9. og 10. bekkur

Hvenær: Fimmtudagar 

Námsmat: Lokið/ólokið

Kennari: Margrét M. Olsen

Lýsing: Hver gerði hvað, hvenær, hvar, hvernig, hvers vegna og hvað svo?“


Við vitum flest hvernig fréttir eru uppbyggðar án þess að hafa skrifað þær sjálf. Skoðum form þeirra í dagblöðum, netmiðlum og sjónvarpi.


Förum yfir undirstöðuatriði í blaða- og fréttamennsku.

Föstudagur

Heiti: Heimanámsaðstoð. Hægt að velja fyrir og eftir áramót.

Fyrir hverja: 8., 9. og 10. bekkur

Hvenær: Föstudagar 

Námsmat: Lokið/ólokið

Kennari: Óvíst

Lýsing: Markmið er að nemendur fái aðstoð við heimanám sem lagt er fyrir í skólanum. 

Heiti: Skák. Hægt að velja fyrir og eftir áramót.

Fyrir hverja: 8., 9. og 10. bekkur

Hvenær: Föstudagar 

Námsmat: Lokið/ólokið

Kennari: Ragnar Róbertsson

Lýsing: Í skákvali verða kynntir ýmsir þættir skákarinnar; byrjanir, miðtafl, endatafl, skákþrautir og saga skákarinnar, einkum síðastliðin 150 ár. Hver tími mun byrja á einhverjum þessara þátta en síðan verður teflt og þá venjulega gengið út frá þeim atriðum sem fjallað hefur verið um í upphafi hvers tíma. 

Heiti: Bókaklúbbur. Hægt að velja fyrir eða eftir áramót.

Fyrir hverja: 7., 8. 9. og 10. bekkur.

Hvenær: Föstudagar

Námsmat: Lokið/ólokið

Kennari: Margrét M. Olsen

Lýsing:  Bókaklúbbur þar sem við skoðum bækur út frá ýmsum sjónarhornum. Lesum, horfum og njótum bókmennta saman.





Heiti: Framhaldsskólastærðfræði I. Eftir áramót

Fyrir hverja: 9. bekkur. Nemendur þurfa að uppfylla ákveðin hæfniviðmið stærðfræðinnar til þess að geta valið þetta valfag.

Hvenær: Föstudagar 

Námsmat: Námsmat er á vegum FÁ en lokapróf er tekið í Kópavogsskóla.

Kennari: Andri Þór Kristjánsson

LýsingValfag sem hentar þeim sem vilja áskorun í stærðfræðinámi sínu. Nemendur þurfa að ná lágmarksárangri um áramót í 9. bekk í stærðfræði til þess að geta tekið þennan áfanga. Áfanginn heitir STÆR1GR05 í Fjölbrautaskólanum við Ármúla og verða nemendur skráðir þar inn um áramót 2024. Andri kennir áfangann 1x í viku og styður við nemendur en annars er um fjarnám/sjálfsnám að ræða.


Framhaldsskólastærðfræði I hefur tvöfalt vægi vegna mikils heimanáms, þ.e. gildir sem tvö valfög.

Heiti: Rúmfræði. Fyrir áramót

Fyrir hverja: 10. bekkur

Hvenær: Föstudagur 

Námsmat: Lokapróf

Kennari: Andri Þór Kristjánsson

Lýsing: Horn,þríhyrningar,hringir,flatarmál,rúmmál og kynning á hornaföllum í tengslum við rétthyrnda þríhyrninga.

Námsmarkmið er m.a. að efla skilning á rúmfræði og ýmsum hugtökum henni tengd, þannig að nemendur.

1.      Þekki helstu tegundir horna og hornapara og kunni skil á einslægum hornum.

2.      Þekki ýmsar tegundir þríhyrninga, Kunni regluna um hornasummu þríhyrninga og geti reiknað út hornasummur annarra marghyrninga.

3.      Þekki reglu Pýþagórasar og geti sannað hana.

4.      Skilji eðli og tengsl einshyrnda þríhyrninga og eins þríhyrninga.

5.      Skilji helstu hugtök í sambandi við hringi og geti reiknað stærð horna við hring.

6.      Öðlist nánari þekkingu og skilning á metrakerfum.

7.      Fái skýrari þekkingu á helstu flatarmyndum og geti reiknað flatarmál þeirra og ummál.

8.      Fái staðgóða þekkingu og skilning á rúmmálseiningum.

9.      Fái yfisrsjón yfir nokkur helstu þrívíddarhugtök og læri að reikna rúmmál þeirra og yfirborðsflatarmál.

10.    Kynnist hornaföllum, tangens,sinus og cosínus og reglur sem um þau gilda varðandi rétthyrnda þríhyrninga.

Nemendur læri að nota þessar reglur til að finna óþekkt horn og hliðar rétthyrndra þríhyringa 

Heiti: Velkominn. Allt árið.

Fyrir hverja: Nemendur í 8.-10. bekk sem eru tiltölulega nýflutt til Íslands.

Hvenær: Föstudagur. Viktor og nemendur setja upp dagskrána saman.

Námsmat: Lokið/ólokið

Kennari: Viktor A. Fikrason/Kjarninn

Lýsing: Valfagið er hugsað til þess að styðja við og styrkja þá nemendur á unglingastigi Kópavogsskóla sem eru tiltölulega nýflutt til Íslands. Verkefnin miða við nemendur og þeirra áhugasvið.

Heiti: Tilraunir í eðlis- og efnafræði. Fyrir og eftir áramót

Fyrir hverja: 7. og 8. bekkur

Hvenær: Föstudagar

Námsmat: Lokið/ólokið

Kennari: Þórunn Arnardóttir

LýsingÝmsar tilraunir í eðlis- og efnafræði unnar. Heimsókn á Vísindasafnið.

Óákveðinn dagur

Heiti: Árbók. Eftir áramót.

Fyrir hverja: 10. bekkur

Hvenær: Nemendur og kennari ákveða í sameiningu hentugan dag.

Námsmat: Lokið/ólokið

Kennari: Birna Björnsdóttir

Lýsing: Eftir áramót er unnið að árbók sem útskriftarnemendur fá afhenta í útskriftinni. 

Heiti: Heima er þar sem hjartað slær. Allt árið.

Fyrir hverja: Nemendur sem stunda nám í íslensku sem annað tungumál - ÍSAT

Hvenær: Nemendur og kennari ákveða í sameiningu hentugan dag.

Námsmat: Lokið/ólokið

Kennari: Margrét Olsen

Lýsing: Valgrein fyrir erlenda nemendur sem eru að læra íslensku sem annað mál. 

Ferðir á söfn og fleiri staði einu sinni í mánuði þar sem við ræðum um menningu og sögu Íslands. Kynnum okkur þjóðsögur og bókmenntir. Skoðum samtímalist og það sem er efst á baugi hverju sinni. Áhersla á samræður, tjáningu og orðaforða.

Heiti: Útivist, klæðnaður o.fl. Fyrir áramót.

Fyrir hverja: 8., 9. og 10. bekkur

Hvenær: Nemendur og kennari ákveða í sameiningu hentuga daga.

Námsmat: Lokið/ólokið

Kennari: Dagný Hrund Árnadóttir

Lýsing: Farið verður yfir hvernig á að klæðast í göngum og annað gagnlegt sem nýtist í útivist og fjallgöngum. Farið verður í göngu á fell og fjöll í nágrenni Kópavogs. Einnig munum við fara í heimsókn til björgunarsveitar.

Heiti: Félagsfærni, samfélagið okkar. Allt árið.

Fyrir hverja: 8., 9. og 10. bekkur

Hvenær: Nemendur og kennari ákveða í sameiningu hentuga daga.

Námsmat: Lokið/ólokið

Kennari: Árný Jóna Stefánsdóttir

Lýsing: Námskeiðið mótað að miklu leyti í samstarfi við nemendur. Kynjafræði, fjármál, fjölskyldan, sjálfboðaliðastarf..... hérna er hægt að fjalla um margt. 

Heiti: Fablab. Eftir áramót.

Fyrir hverja: 8., 9. og 10. bekkur

Hvenær: Ákveðið í samráði kennara og nemenda

Námsmat: Lokið/ólokið

Kennari: Gísli Þór Gíslason

Lýsing: Í þessu námskeiði þá förum við í hlutverk fablab í skólanum og lærum að nota nokkur verkfæri í fablab s.s. Inkscape og Tinkercad sem við m.a. hönnum boli, límmiða úr vínylskera, hönnum hluti í þrívídd og ef aðstæður leyfa að prenta úr þrívíddarprentara fablab. Svo einnig notum við þykkan pappír til að smíða módel húsa sem nemendur hanna í Tinkercad og breyta í hlutföll við teikningar þeirra s.s. 1:13 – 1:50 – 1:100. Ef tími gefst þá heimsækjum við Fablab í Breiðholtinu.