Hér á eftir er lýsing á þeim valáföngum sem verða í boði veturinn 2025 – 2026.
Valgreinar verða í boði á þriðjudögum, miðvikudögum og föstudögum kl. 13:20-14:20 en hver valgrein er kennd í 60 mínútur í senn. Valgreinar eru ýmist allt árið eða fyrir eða eftir áramót.
Nemendur velja þrjár valgreinar á ári. Mikilvægt er að merkja við valgrein 1 og 2 fyrir hvern dag, nr. 1 er þá sú valgrein sem nemandinn hefur meiri áhuga á.
Vakin er sérstök athygli á því að hægt að fá tómstundastarf (íþróttir, listir o.fl.) metið sem valgrein.
Nemendur sem stunda tómstundir utan skóla t.d. íþróttir, tónlist, myndlist ofl. undir stjórn þjálfara/kennara í 1-2 klukkustundir eða meira á viku geta fengið það metið í stað einnar valgreinar. Nemendur sem stunda þessar greinar í í 3 eða fleiri klukkustundir á viku geta fengið það metið í stað tveggja valgreina.
Að hausti fá nemendur eyðublað á skrifstofu skólans, skrá á það æfingatíma ásamt því að fá undirskrift foreldra og þjálfara því til staðfestingar. Þeir sem skila inn þessu eyðublaði verða í einu eða tveimur valfögum yfir veturinn.
Ekki er hægt að skipta um valáfanga eftir að hann er byrjaður.
Nú er mikilvægt að lesa lýsingarnar vel og velja þá áfanga sem þú hefur áhuga á. Valið getur verið vandasamt og hvetjum við þig til að ráðfæra þig við foreldra/forráðamenn. Valfögum er núna skipt upp eftir dögum og mikilvægt að skoða þetta vel.
Hver nemandi fyllir út Google forms umsókn fyrir sitt valfag og þá er mikilvægt að vera inni á sínu skólanetfangi. Hver árgangur finnur sitt eyðublað undir bekkjarsíðunni hérna. Munið að horfa vel á hvaða daga valfögin eru kennd þannig að þið séuð ekki að velja eingöngu valfög kennd á sama degi.
Síðasti dagur til þess að skila inn valblaði er miðvikudagurinn 14. maí 2025.
Fyrir 7. bekk - mikilvægt er að lesa eftirfarandi:
Nemendur í verðandi 7. bekk geta valið sér eina valgrein á önn. Fyrir áramót er ein önn, eftir áramót er önnur önn. Ekki er skylda að velja neitt, þetta er algjörlega val nemenda.
Hér á eftir er lýsing á þeim valáföngum sem verða í boði veturinn 2025 – 2026. Nú er mikilvægt að lesa lýsingarnar vel og velja þá áfanga sem þú hefur áhuga á. Valið getur verið vandasamt og hvetjum við þig til að ráðfæra þig við foreldra/forráðamenn. Athugaðu að skoða vel hvort viðkomandi valáfangi sem þú hefur áhuga á er í boði fyrir 7. bekk.
Ekki er hægt að hætta í eða skipta um valáfanga eftir að hann er byrjaður.
Hver nemandi fyllir út Google forms umsókn fyrir sitt valfag og þá er mikilvægt að vera inni á sínu skólanetfangi.
Síðasti dagur til þess að skila inn valblaði er miðvikudagurinn 14. maí 2025.
Umsóknareyðublöð