Árbæjarskóli
Valgreinar 2025 - 2026
Valgreinar 2025 - 2026
Ertu morgunhani?
Íslenska aðstoð
Aðstoð í íslensku er kjörin fyrir þá nemendur sem þurfa að þjálfa undirstöðuatriði í íslensku og fá hjálp við heimanám.
Fyrirkomulag: 40 mínútur á viku allan veturinn kl. 08:05 - 08:45.
Stærðfræði aðstoð
Aðstoð í stærðfræði er kjörin fyrir þá nemendur sem þurfa að þjálfa undirstöðuatriði í stærðfræði og fá hjálp við heimanám.
Fyrirkomulag: 40 mínútur á viku allan veturinn kl. kl. 08:05 - 08:45.
Yoga
Yoga gefur nemandanum tækifæri til þess að kynnast mismunandi leiðum til þess að ná slökun, andlega og líkamlega. Kenndar eru öndunaræfingar, yogastöður, slökun og hugleiðslur. Í gegnum yoga öðlast nemendur aukna líkamsvitund, hugarró og sjálfsstjórn.
Fyrirkomulag: 40 mínútur á viku allan veturinn kl. kl. 08:05 - 08:45.
Stefnt á fjarnám við framhaldsskóla
Enska – stefnt á fjarnám við framhaldsskóla
Valfag fyrir nemendur sem vilja klára grunnskólaensku fyrr og hefja fjarnám við framhaldsskóla. Eingöngu nemendur sem eru með B+ eða A í ensku vorið 2025 geta valið þetta fag.
Fyrirkomulag: 50 mínútur á viku allan veturinn.
Stærðfræði
Stefnt á fjarnám við framhaldsskóla
Stefnt á fjarnám við framhaldsskóla
Valfag fyrir nemendur sem vilja klára grunnskólastærðfræðina fyrr og hefja fjarnám við framhaldsskóla. Eingöngu nemendur sem eru með A í stærðfræði vorið 2024-2025 geta valið þetta fag. Stefnt á fjarnám reynir mikið á sjálfstæð vinnubrögð.
Fyrirkomulag: 50 mínútur á viku hálfan veturinn.
Framhaldsskólaáfangar sem eru í boði fyrir
9. - 10. bekk.
9. - 10. bekk.
Framhaldsskólaáfangar
Nemendum unglingadeildar býðst að stunda nám í framhaldsskólaáföngum í kjarnagreinunum sex: íslensku, stærðfræði, ensku, dönsku, samfélagsgreinum og náttúrugreinum.
Undanfari að slíku vali er að nemendur hafi lokið matsviðmiðum 10. bekkjar í viðkomandi grein. Framhaldsskólaáfangar í þýsku og bókfærslu eru undanskildir, þar sem undanfari þessara faggreina er að nemandi hafi hlotið B í undirbúningsáföngum sem kenndir eru í Árbæjarskóla.
Framhaldsskólaáfangarnir eru flestir stundaðir í fjarnámi eða í samstarfi við framhaldsskóla.
Fyrirkomulag: 50 mínútur á viku allan veturinn.
Verkgreinar
Bakstur
Við kennslu baksturs er lagður grunnurinn að sjálfstæðri vinnu, fræðslu um hollustu og holla brauð- og kökugerð. Þekking og leikni tengja alla þætti námsins, fræðilega sem verklega. Bakstur er að upplagi verkgrein og í henni eru órjúfanleg tengsl milli verkfærni og hreinlætis.
Fyrirkomulag: Tvisvar sinnum 50 mínútur á viku hálfan veturinn.
Hefur þú áhuga á tísku og fatahönnun?
Langar þig að læra að sauma þín eigin föt? Í þessari valgrein er kennt að sauma flíkur frá grunni; að taka mál, finna rétta stærð, taka upp snið, sauma saman og ganga frá. Lögð er áhersla á að nemendur læri að vinna sjálfstætt á saumavél.
Fyrirkomulag: 50 mínútur á viku allan veturinn.
Glerlist
Glerlist gefur nemandanum kost á að vinna með gler á fjölbreyttan hátt sem eykur verkkunnáttu og verkfærni. Áhersla er á að nemendur vinni sjálfstætt og sýni skapandi og frjóa hugsun í útfærslum sínum.
Fyrirkomulag: 50 mínútur á viku allan veturinn.
Heimilisfræði
Nemendur fá kennslu í að baka og matreiða fjölbreyttan og góðan hversdagsmat úr mismunandi hráefnum og tengja saman matreiðslu og næringarfræði.
Fyrirkomulag: 100 mínútur á viku hálfan veturinn.
Hönnun og smíði
Hönnun og smíði er yfirgripsmikil námsgrein sem felur í sér þátt hönnunar og handverks ásamt þjálfun og verkfærni á fjölbreyttum sviðum. Greinin byggir á rótgróinni handverkshefð sem hefur þróast og tekið inn nýjar áherslur í takt við breytta tíma. Hönnun og smíði gefur nemandanum tækifæri til að þroska samhæfingu hugar og handar, upplifa, skapa og tjá sig. Á þann hátt getur hann haft áhrif á sitt nánasta umhverfi og skapað sér sinn persónulega stíl. Námið er góð undirstaða fyrir lífið og áframhaldandi nám.
Fyrirkomulag: 50 mínútur á viku allan veturinn.
Hönnum og byggjum draumahúsið
Valfag fyrir nemendur sem hafa áhuga á að fást við stærðfræðiverkefni á hlutbundinn hátt þar sem unnið verður með verkefni og sköpun. Nemendur byrja á að útbúa draumahúsið, hanna það í tölvu og byggja síðan líkan af því í kjölfarið. Í þessum áfanga fær ímyndnarafl nemenda og sköpunargleði að njóta sín.
Fyrirkomulag: 50 mínútur á viku hálfan veturinn.
Kökuskreytingar og bakstur
10. bekkur
10. bekkur
Við kennslu baksturs er lagður grunnurinn að sjálfstæðri vinnu og fræðslu um hollustu og holla brauð- og kökugerð.
Í kökuskreytingum byrjar veislan. Farið verður yfir allt það helsta sem tengist kökum og kökuskreytingum t.d. hvað þarf að hafa í huga til að baksturinn gangi sem best, hvernig á að búa til kökuskraut frá grunni ofl.
Farið er yfir það hvernig jafna skuli kökubotna, hvernig kremi er smurt á milli og hvernig hjúpa skal köku fyrir skreytingu. Farið verður í smjörkremsskreytingar, drip-kökur og ýmislegt annað tengt kökuskreytingum.
Fyrirkomulag: Kennt verður í u.þ.b. fjórar kennslustundir í senn í þrjú skipti yfir önnina.
Leikmyndagerð
Í skólanum er mjög metnaðarfullt leiklistar- og félagsstarf og krefjast verkefnin sem tengjast því leikmynda sem notaðar eru á viðburðum. Má þar nefna árshátíðina, Hæfileikasúpuna og söngleikinn. Leikmyndagerðin kæmi að þessum verkefnum ásamt listrænum stjórnendum viðburðanna og tæki þátt í hönnun og útfærslu á leikmyndunum.
Fyrirkomulag: Tvisvar sinnum 50 mínútur á viku hálfan veturinn (vorönn).
Matarboð
10. bekkur
10. bekkur
Hér fá nemendur tækifæri til að útbúa stærri máltíðir og að halda matarboð með öllu tilheyrandi; forrétti, aðalrétti og eftirrétti.
Fyrirkomulag: Kennt verður í u.þ.b. fjórar kennslustundir í senn í þrjú skipti yfir önnina.
Prjón og hekl
Áhersla er á að nemendur bæti við þekkingu sýna í prjóni og hekli og verði sjálfbjarga í að lesa og fara eftir uppskriftum og notast við kennsluleiðbeiningar á Youtube.
Grunnaðferðir kynntar.
Fyrirkomulag: 50 mínútur á viku allan veturinn.
Saumað gegn sóun
Í þessari valgrein ætlum við að læra um fatasóun, hraðtísku og slæm áhrif hennar á umhverfið. Við munum læra aðferðir til þess að minnka fatasóun hjá okkur sjálfum.
Fatabreytingar: lærum að láta flíkur passa betur og breyta því sem nemandanum líkar ekki við
Fataviðgerðir: lærum aðferðir til þess að laga slitnar eða skemmdar flíkur bæði á skrautlegan og ósýnilegan hátt
Finndu þinn eigin stíl: Skoðum mismunandi fatastíla og hverskonar flíkur fara hverjum og einum best
Fyrirkomulag: 50 mínútur á viku hálfan veturinn.
Skartgripagerð
Skartgripagerð gefur nemendum kost á að vinna með margskonar efnivið á fjölbreyttan hátt sem eykur verkkunnáttu og verkfærni þeirra. Áhersla er á að nemendur vinni sjálfstætt og sýni skapandi og frjóa hugsun í útfærslum sínum.
Fyrirkomulag: 50 mínútur á viku allan veturinn.
Listgreinar
Dans
Nemendur öðlast þekkingu og skilning á mismunandi dönsum og dansstílum. Nemendur þjálfa samhæfingu hugar og líkama og læra fjölbreytta dansa.
Fyrirkomulag: 50 mínútur á viku allan veturinn.
Hlaðvarpshornið - (Podcast)
Í þessu valfagi fá nemendur þjálfun í að búa til hlaðvarpsþætti. Nemendur fá tækifæri til að koma með hugmynd og láta hana verða að veruleika í formi hlaðvarps (podcast). Farið verður yfir hvað einkennir gott hlaðvarp og hvernig gott hlaðvarp verður til? Hvað vill fólk hlusta á? Rýnt verður í vinsælustu hlaðvarpsþættina í leit að innblæstri fyrir eigin þætti.
Fyrirkomulag: 50 mínútur á viku hálfan veturinn.
Kennaragrín & árshátíðarveislustjórn
10. bekkur
10. bekkur
Mynd og hljóð og leiklist sameina krafta sína í þessu valfagi þar sem unnið verður að því að undirbúa veislustjórn fyrir árshátíð unglingastigs ásamt því að skrifa handrit að og taka upp Kennaragrín Árbæjarskóla 2026.
Farið verður í fjölmarga þætti eins og handritaskrif, uppbyggingu sketsa, leiklist og sviðsframkomu, upptökur, myndvinnslu og margt fleira.
Takið þátt í því að gera árshátíð Árbæjarskóla 2026 að glæsilegustu árshátíð síðustu ára!
Fyrirkomulag: Miðað er við 100 mínútur á viku allan veturinn. Valfaginu lýkur í mars svo vinnuframlag er meira þegar nálgast árshátíðina.
Leiklist
Langspuni
Langspuni
Langspuni er leiklistarform þar sem unnið er að því að skapa sýningu þar sem ekkert er ákveðið fyrirfram.
Í spuna er unnið með árangursrík samskipti, virka hlustun og fjölbreytta tjáningu sem nýtist í framtíðar leiklistarnámi en einnig í lífinu sjálfu.
Margir stærstu grínleikarar og handritshöfundar samtímans byrjuðu feril sinn í langspuna: Tina Fey, Amy Pohler, Jordan Peele, Keegan-Michael Key, Rachel Bloom, Donald Glover og fleiri.
Lærðu að virkja sköpunarkraft þinn og efla sviðsframkomu þína ásamt því að segja bless við sviðsskrekk fyrir fullt og allt.
Fyrirkomulag: 100 mínútur á viku allan veturinn.
Kór unglingadeildar
Í kór læra nemendur að beita röddinni og koma fram með því að syngja hin ýmsu lög ásamt kórfélögum sínum. Athugið - nemendur þurfa að syngja fyrir aðra og koma fram á tónleikum undir handleiðslu kennara og er það hluti af námsmati áfangans.
Fyrirkomulag: 50 mínútur á viku allan veturinn.
Sönglist
Í sönglist læra nemendur að beita röddinni og koma fram með því að syngja hin ýmsu lög. Athugið - nemendur þurfa að syngja fyrir aðra og koma fram á tónleikum undir handleiðslu kennara og er það hluti af námsmati áfangans.
Fyrirkomulag: 50 mínútur á viku hálfan veturinn.
Söngvakeppni RÚV og Eurovision
Hefur þig alltaf langað að vita hvað gerist bak við tjöldin í Söngvakeppninni á RÚV og kynnast því hvað gerist í Eurovision, þegar allar þjóðir Evrópu koma saman í stærstu söngvakeppni í heimi?
Þá er þessi valgrein fyrir þig!
Í áfanganum skoðum við hvað gerir Söngvakeppnina og Eurovision svo ótrúlega spennandi – bæði fyrir þátttakendur og áhorfendur, förum yfir sögu keppninnar, skoðum allt það skrýtna og skemmtilega sem gerst hefur á keppnunum og hvaða lög hafa sigrað og hvort þau hafi orðið vinsæl. Þá er horft til þess hvernig keppnin hefur breyst í gegnum árin og hvernig hún endurspeglar ólíka menningu í Evrópu.
Fyrirkomulag: 50 mínútur á viku hálfan veturinn, vorönn.
Teiknun og málun
Myndir hafa sitt eigið tungumál, myndmál, og hefur það í gegnum tíðina verið notað til að lýsa hlutum á myndrænan hátt sem ekki er hægt að koma í orð. Teiknun og málun er kjörinn valgrein fyrir þá sem vilja tjá sig í myndmáli og gefa sköpunargleðinni lausan tauminn.
Fyrirkomulag: 50 mínútur á viku allan veturinn.
Tónlistargerð í
Tónhyl - Rapp
Tónhyl - Rapp
Í þessari valgrein munu nemendur fá tækifæri til að taka fyrstu skrefin í tónlistargerð. Unnið verður með tónlistarforritin Logic og FL studio út frá því hvernig tónlist viðkomandi vill gera. Þá verður einnig farið í textagerð og upptökur á söng/rappi.
Fyrirkomulag: Kennt verður í nokkrum lotum yfir árið. Kennslan fer fram í Tónhyl sem er stór tónlistarklasi í Ártúnsholtinu sem rekur meðal annars akademíu fyrir unga lagahöfunda. Þar eru sérhæfð æfingastúdíó með öllum tilheyrandi búnaði ásamt leiðbeinendum sem hafa allir mikla reynslu af tónlistargerð.
Kennt verður í u.þ.b. þrjár klukkustundir í senn jafnt og þétt yfirt önnina.
Tónlistargerð í Tónhyl -
Popp og önnur tónlist
Popp og önnur tónlist
Í þessari valgrein munu nemendur fá tækifæri til að taka fyrstu skrefin í tónlistargerð. Unnið verður með tónlistarforritin Logic og FL studio út frá því hvernig tónlist viðkomandi vill gera. Þá verður einnig farið í textagerð og upptökur á söng/rappi.
Fyrirkomulag: Kennt verður í nokkrum lotum yfir árið. Kennslan fer fram í Tónhyl sem er stór tónlistarklasi í Ártúnsholtinu sem rekur meðal annars akademíu fyrir unga lagahöfunda. Þar eru sérhæfð æfingastúdíó með öllum tilheyrandi búnaði ásamt leiðbeinendum sem hafa allir mikla reynslu af tónlistargerð.
Kennt verður í u.þ.b. þrjár klukkustundir í senn jafnt og þétt yfirt önnina.
Viðburðastjórnun
Skemmtinefnd Ársels
Skemmtinefnd Ársels
Nemendur sem taka þátt í þessu vali munu skipa skemmtinefnd Ársels. Skemmtinefndin sér um að efla félagslíf unglinganna og stendur fyrir skemmtilegum uppákomum eftir skóla. Þá kemur skemmtinefndin að ákveðnum viðburðum í samstarfi við nemendaráðið.
Markmið valfagsins er að nemendur verði færari í að skipuleggja, fjármagna og stýra viðburðum, frá upphafi til enda. Nemendur læra því um skipulagningu, framkvæmd og mat á verkefnum í gegnum reynslunám.
Fyrirkomulag: 50 mínútur á viku hálfan veturinn.
Heilsa og lífstíll
Blak
Markmið áfangans er að auka færni nemenda, getu og útsjónarsemi í blaki. Nemendur auka samhæfingu hugar og útlima og þjálfast í að vinna sem einstaklingar og í hópi. Hreyfing er góð undirstaða fyrir lífið.
Fyrirkomulag: 50 mínútur á viku allan veturinn.
Handknattleikur
Þessi valgrein er aðallega ætlaður þeim sem æfa eða vilja bæta færni sína í handknattleik. Farið er í grunnþætti sem og aðra þætti handknattleiksins. Einnig verður einstaklingsmiðuð kennsla til að bæta færni nemenda í ólíkum þáttum, svo sem í varnarleik, í sóknarleik, í skotum, leikskilningi, o.s.frv.
Fyrirkomulag: 50 mínútur á viku allan veturinn.
Hjólaval
Áhersluþættir áfangans eru eftirfarandi:
Hreyfing, sjálfstæði, sjálfbærni, umhverfismennt,
heilsa, útivera og umferðaröryggi.
Nemendur þurfa að eiga hjól í lagi og hjólahjálm.
Í áfangunum verður farið í 6 langar hjólaferðir (3-4 klst.) um Reykjavík og nágrenni og því er nauðsynlegt að hafa gott nesti meðferðis í ferðirnar, vera vel búinn og viðbúinn öllum veðrum.
Flestar ferðir verða fyrst að hausti, september til október, og að vori, apríl til maí, en þá er besta veðrið og góð færð.
Fyrirkomulag: Sex eftirmiðdagar, á haustönn eða vorönn.
Förðun og neglur
Í valgreininni verður farið í helstu þætti sem varða umhirðu húðarinnar og fjallað um ólíkar húðtegundir. Nemendur greina sína húðgerð og læra að velja snyrtivörur sem henta henni.
Nemendur læra ýmsa þætti förðunar eins og að nota eyeliner, augnskugga, skyggingu ofl. og hver og einn æfir sig í að farða sig. Einnig verður kenndur grunnur í naglasnyrtingu ásamt naglalökkun.
Fjallað verður um aðra þætti sem koma að heilbrigði og útliti, svo sem mikilvægi heilbrigðs lífstíls og brúnkukremsnotkun.
Nemendur fá tækifæri til að spreyta sig á verklegum æfingum í húðhreinsun, förðun, léttri handsnyrtingu og lökkun.
50 mínútur á viku hálfan veturinn.
Knattspyrna
Þessi valgrein veitir nemendum færni í að auka getu sína og útsjónarsemi í knattspyrnu.
Fyrirkomulag: 50 mínútur á viku allan veturinn.
Körfubolti
Þessi valgrein veitir nemendum færni til að auka getu sína og útsjónarsemi í körfubolta.
Fyrirkomulag: 50 mínútur á viku allan veturinn.
Slökun
Lærum að róa hugann og endurnæra líkamann
Lærum að róa hugann og endurnæra líkamann
Í þessum afslappandi valáfanga verður farið yfir fjölbreyttar aðferðir til að draga úr streitu og efla jafnvægi í daglegu lífi. Nemendur kynnast öndunartækni, leiddum hugleiðslum og núvitundaræfingum sem henta bæði til náms og í hversdagslífi. Nemendur öðlast þannig verkfæri til að takast á við áskoranir með meiri ró og yfirvegun, fá tækifæri til að slaka á, endurstilla sig og efla innri styrk.
Fyrirkomulag: 50 mínútur á viku hálfan veturinn.
Skólahreysti
9. - 10. bekkur
9. - 10. bekkur
Skólahreysti er uppskrift að heilbrigðum lífstíl. Nemendur kynnast og æfa fyrir þær greinar sem keppt er í, í Skólahreysti, ásamt almennri líkamsþjálfun. Unnið verður með fjölbreyttar og krefjandi æfingar sem miða að því að efla alhliða líkamsform nemenda sem og að efla sjálfstraust þeirra. Nemendur eru í verklegum tímum einu sinni í viku, þjálfa sig fyrir þátttöku í Skólahreysti og hafa möguleika á því að keppa fyrir hönd skólans. Að taka þátt í Skólahreysti snýst ekki bara um að sigra eða vera bestur heldur að þroska andlegt og líkamlegt atgervi samhliða því að efla félagsleg samskipti kennara, nemenda og foreldra.
Fyrirkomulag: 50 mínútur á viku allan veturinn.
Er þetta eitthvað fyrir þig?
Breakout
Breakout líkist "Escape" leikjum.
Nemendur standa frammi fyrir vanda sem þeir þurfa að leysa, í samvinnu við aðra. Nemendur þurfa að ráða fram úr mismunandi vísbendingum og ná að opna kassa áður en tiltekinn tími rennur út.
Ásamt því að leysa þessar þrautir kynnast nemendur stafrænni útgáfu leiksins.
Áhersla er á samvinnu nemenda.
Fyrirkomulag: 50 mínútur á viku allan veturinn.
Kennari: Faggreinakennari
Leikskóli
Í þessu valfagi kynnast nemendur starfi leikskólakennara. Áhersla verður á að nota leik sem kennsluaðferð, rýnt í barnabókmenntir og skynjun og þroska ungra barna. Einnig verður farið í skyndihjálp fyrir ung börn. Þá verður farið í heimsókn á leikskóla og nemendur kynnast starfinu þar af eigin raun.
50 mínútur á viku hálfan veturinn.
Litli ökuskólinn
10. bekkur
10. bekkur
Valgreinin er góður undirbúningur fyrir hefðbundið ökunám. Markmiðið er að kynnast helstu reglum í umferðinni, þekkja umferðamerkin og búnað bifreiða.
Fyrirkomulag: 50 mínútur á viku hálfan veturinn.
Púsluspil
Púsluspil hafa jákvæða áhrif á huga og hönd. Hér eru nokkur dæmi:
Eflir einbeitingu – Púsluspil krefst þess að við einbeitum okkur að smáatriðum og heildarmyndinni, sem styrkir athyglisgáfu.
Þjálfar þrautseigju – Að klára púsl krefst þolinmæði og úthalds, sem eykur hæfileikann til að vinna markvisst að lausnum.
Styður við minni og rýmisgreind – Að muna hvar stykki passar og tengja það við aðra hluta styrkir bæði stutt- og langtímaminni, sem og hæfileikann til að skilja rými og form.
Slökun og núvitund – Púsluspil veitir huganum hvíld frá streitu með því að beina athyglinni að núinu.
Fyrirkomulag: 50 mínútur á viku hálfan veturinn.
Spilalíf
Valfag fyrir nemendur sem hafa áhuga og ánægju af því að spila. Í hverri viku fá nemendur að kynnast nýjum eða gömlum spilum. Nemendur kynnast margskonar spilum sem efla félagsfærni þeirra og rökhugsun.
Fyrirkomulag: 50 mínútur á viku hálfan veturinn.
Veistu svarið?
Spurningakeppnir
Spurningakeppnir
Ef þú hefur áhuga á spurningaleikjum og spurningakeppnum þá er þetta valið fyrir þig! Við skemmtum okkur og skemmtum öðrum í fjörugum leik þar sem þekkingin er í aðalhlutverki. Nemendur úr valgreininni verða valdir til að skipa spurningakeppnislið skólans og taka þátt í grunnskólaspurningakeppninni.
Fyrirkomulag: 50 mínútur á viku allan veturinn.
Ungt umhverfisfréttafólk
Hefur þú áhuga á umhverfismálum, fréttaljósmyndun og fréttamennsku?
Ungt umhverfisfréttafólk er alþjóðleg keppni þar sem ungt fólk keppist um að skila bestu fréttinni eða fréttaljósmyndinni sem snertir umhverfismál.
Verkefnum nemenda verður skilað inn í undankeppni á Íslandi og fá sigurvegararnir að taka þátt í alþjóðlegu keppninni.
Verðlaunin hafa verið mismunandi en dæmi um verðlaun síðustu ára eru peningaverðlaun, rafmagnshlaupahjól og gjafakort í upplifanir.
Fyrirkomulag: 50 mínútur á viku allan veturinn.
Upplýsingatækni - og tæknimennt
Af fingrum fram
Fingrasetning og ritun
Fingrasetning og ritun
Markmið valfagsins er að nemendur þjálfi vélritunarhraða sinn, tileinki sér rétta fingrasetningu og nái á nýta sér blindskrift. Lyklaborðið kemur oft í stað skriffæra og því er nauðsynlegt að nemendur tileinki sér rétta fingrasetningu og þjálfi upp hraða á lyklaborðið.
Fyrirkomulag: 50 mínútur á viku hálfan veturinn.
Árbók Árbæjarskóla
10. bekkur
10. bekkur
Í valfaginu vinna nemendur að árbók sem nemendur í 10. bekk fá við útskrift. Mikilvægt er að safna gögnum frá fyrsta skóladegi og vinna jafnt og þétt að efnisöfun allt skólaárið.
Fyrirkomulag: 50 mínútur á viku hálfan veturinn - vorönn.
Forritun
Valgrein fyrir nemendur sem vilja kynnast grunnatriðum forritunar. Farið verður í einfalda forritun í gegnum Code.org eða sambærileg vefsvæði. Nemendur kynnast því að setja saman forritanlega bíla og einnig fá nemendur að kynnast Python online.
Markmiðið með valgreininni er að nemendur kynnist því hvað forritun er en jafnframt hvernig hún byggir upp forrit.
Nemendur vinna fjölbreytt verkefni og leysa þrautir.
Fyrirkomulag: 50 mínútur á viku hálfan veturinn.
Mynd- og hljóðvinnsla
Nemendur læra á myndavélar og einfaldar skipanir í klippiforriti. Verkefnin eru unnin í gegnum reynslunám. Virkni og hæfni nemenda er metin út frá ákveðnum hæfniþáttum, svo sem áhuga, virkni, færni í notkun tækja, tölvukunnáttu og listhneigð.
Fyrirkomulag: 50 mínútur á viku hálfan veturinn.
Skapandi tæknitröll
sköpun og tækni
sköpun og tækni
Í áfangunum kynnast nemendur tækni og sköpun. Áhersla er lögð á að kynna fyrir nemendum stafræna tækni sem notuð er við framleiðslu og hönnun. Nemendur kynnast búnaði eins og fjölskera(cricut), 3D prentara, 3D skanna, örtölvum (Microbit og Touch bord), forritun, lazerskera og fleiru.
Fyrirkomulag: 50 mínútur á viku hálfan veturinn.
Bóklegar greinar
Dýflissur og drekar Hlutverkaspil
Dýflissur og drekar (e. dungeons and dragons) er skemmtilegt hlutverkaspil sem leiðir þátttakendur í gegnum ævintýri. Spilið fylgir ákveðnum söguþræði sem leikmenn bregðast við á mismunandi hátt eða eins og þeim dettur í hug hverju sinni. Hver leikmaður býr til persónu sem að býr yfir ákveðinni hæfni og notar síðan teninga til að kasta upp á hvenær og hvernig hún nýtir sína hæfni. Það er einn stjórnandi í leiknum eða dýflissumeistari sem leiðir leikmenn áfram í gegnum ævintýrið. Námsmat byggir á mætingu og virkri þátttöku í spilinu.
Fyrirkomulag: 50 mínútur á viku hálfan veturinn.
Enskar kvikmyndir
Í áfanganum verður horft á kvikmyndir á ensku (frá Bandaríkjunum, Bretlandi og fleiri enskumælandi löndum). Nemendur læra að gagnrýna kvikmyndir og velta fyrir sér hvernig þær tengjast fjölbreyttri menningu og fleiri þáttum.
Kvikmyndirnar verða að hluta valdar í samráði við nemendur og tilheyra ýmsum kvikmyndaflokkum.
Fyrirkomulag: 50 mínútur á viku hálfan veturinn, á haust önn.
Hryllingsmyndir
10. bekkur
10. bekkur
Hryllingsmyndir eða hrollvekjur eru kvikmyndaflokkur sem fjallar gjarnan um yfirnáttúrulegar ásóknir, morð eða martraðakennda hluti á hrollvekjandi hátt. Í þessari valgrein verður horft á eftirminnilegar og frægar hryllingsmyndir, bæði í fullri lengd og valin atriði. Námsmat felst í virkni í tímum, tímaverkefnum og valfrjálsu formi á verkefni um hryllingsmynd að eigin vali.
Fyrirkomulag: 50 mínútur á viku hálfan veturinn, vorönn.
Hvað einkennir góðar kvikmyndir?
Horft verður á kvikmyndir og þær rýndar. Sýndar verða myndir sem unnið hafa til verðlauna, t.d. fyrir bestu kvikmyndina, bestan leik eða leikstjórn. Einnig verða horft á myndir sem hafa ekki fengið verðlaun en öðlast sess í kvikmyndasögunni engu að síður.
Nemendur setja sig í gagnrýnenda þar sem rýnt er í handrit, leik, kvikmyndatöku tónlist, klippingu og fleira sem hefur áhrif á áhorfendur. Nemendur skila gagnrýni til kennara eftir hverja mynd og öðlast með því færni í að tjá og rökstyðja skoðanir sínar.
Fyrirkomulag: 50 mínútur á viku hálfan veturinn.
Ítalska fyrir byrjendur
Valgreinin er tilvalin fyrir nemendur sem hafa áhuga á Ítalíu og ítalska tungumálinu. Nemendur kynnast ítalskri menningu og læra undirstöðuatriði í ítölsku. Miðað er við að undirbúa nemendur fyrir nám í ítölsku við framhaldsskóla en einnig fyrir ferðalög til landsins.
Fyrirkomulag: 50 mínútur á viku hálfan veturinn, vorönn.
Skapaðu þína framtíð
Nemendur skoða styrkleika sína, gildi og áhugamál og hvernig hægt er að nýta þetta til að ná árangri í framtíðinni. Þeir fá fræðslu um markmiðasetningu og leiðir til þess að ná árangri með skipulagningu og árangursríkum aðferðum í námi. Nemendur skoða náms- og lífsvenjur sínar sem hafa áhrif á nám þeirra og árangur. Farið verður yfir hvaða námsleiðir eru í boði eftir grunnskólann ásamt því að skoða fjölbreytt störf samfélagsins.
Fyrirkomulag: 50 mínútur á viku hálfan veturinn.
Skapandi skrif
Valgreinin er kjörinn fyrir þá sem hafa gaman af ritun og vilja bæta sig í henni. Nemendur fá þjálfun í að koma hugmyndum sínum í orð og skrifa fjölbreytta texta. Áhersla verður á regluleg skrif nemenda ásamt leiðbeiningum og fyrirlestrum frá kennara um helstu þætti skapandi skrifa.
Fyrirkomulag: 50 mínútur á viku hálfan veturinn.
Spænska fyrir byrjendur
10. bekkur
10. bekkur
Þessi valgrein er fyrir þá sem hafa áhuga á að læra um menningu og tungu annarra landa. Miðað er við námsefni og námsmarkmið 1. áfanga í framhaldsskóla. Áherslan verður mest á hlustun og talað mál og til þess notaðar fjölbreyttar kennsluaðferðir með þátttöku allra í hópnum.
Fyrirkomulag: 50 mínútur á viku allan veturinn.
Þýska fyrir byrjendur
Þetta valfag er fyrir þá sem hafa áhuga á að læra þýsku og vilja undirbúa sig fyrir þýskunám í framhaldsskóla. Miðað er við námsefni og námsmarkmið 1. áfanga í framhaldsskóla.
Áherslan verður mest á hlustun og talað mál og til þess notaðar fjölbreyttar kennsluaðferðir með þátttöku allra í hópnum.
Fyrirkomulag: 50 mínútur á viku hálfan veturinn.