Hönnun og nýsköpun,
Tréiðn,
Tækniteiknun,
Pípulagnir,
Málaraiðn,
Rafiðn,
Málmiðn,
Skipstjórn,
Forritun og vefsmíði,
Ljósmyndun og myndvinnsla,
Hársnyrting,
Föt og fylgihlutir.
Fyrirkomulag og lýsing : Kennsla fer fram í húsnæði Tækniskólans. Sjá hæfniðviðmið og námsmat. Tvær klukkustundir á viku allan veturinn.
Málmtæknivalið er kennt í samvinnu við Borgarholtsskóla. Verkþættirnir falla vel að iðnnámi. Valið er eitt skólaár og skiptist það í fjóra hluta: blikksmíði, vélfræði, rennismíði og logsuðu.
Fyrirkomulag: Kennsla fer fram í húsnæði Borgarholtsskóla. Tvær klukkustundir á viku allan veturinn.
Áfanganum er ætlað að vekja áhuga nemenda á iðn- og tæknistörfum og kynna þeim þau fjölbreyttu störf og starfstækifæri sem iðn- og tækninám hefur upp á að bjóða. Námið er fjölbreytt og byggir á fræðslu, vettvangsferðum og verklegum æfingum.
Fyrirkomulag: Námið fer fram hjá Orkuveitunni og dótturfélögum og þeir sem halda utan um áfangann eru iðn- og tæknimenntað starfsfólk OR samstæðunnar ásamt kennara frá Árbæjarskóla.
Kennslan fer fram í fjórum kennslustundum u.þ.b. aðra hvora viku, allan veturinn, á miðvikudögum og telst valið því tvær klukkustundir á viku allan veturinn.
Við kennslu baksturs er lagður grunnurinn að sjálfstæðri vinnu, fræðslu um hollustu og holla brauð- og kökugerð. Þekking og leikni tengja alla þætti námsins, fræðilega sem verklega. Bakstur er að upplagi verkgrein og í henni eru órjúfanleg tengsl milli verkfærni og hreinlætis.
Fyrirkomulag: Tvær klukkustundir á viku hálfan veturinn.
Kennari: Ingibjörg Eva Sveinsdóttir
Í þessum áfanga eru kennd undirstöðuatriði í fatasaumi ásamt því að nemendur geti unnið sjálfstætt á saumavél. Einnig er unnið með hönnun, hugmyndavinnu og þjálfun og verkfærni á fjölbreyttum sviðum.
Fyrirkomulag: Ein klukkustund á viku allan veturinn.
Kennari: Birna Guðmundsdóttir
Glerlist gefur nemandanum kost á að vinna með gler á fjölbreyttan hátt sem eykur verkkunnáttu og verkfærni. Áhersla er á að nemendur vinni sjálfstætt og sýni skapandi og frjóa hugsun í útfærslum sínum.
Fyrirkomulag: Ein klukkustund á viku allan veturinn.
Kennari: Steinunn Jónsdóttir
Nemendur fá kennslu í að baka og matreiða fjölbreyttan og góðan hversdagsmat úr mismunandi hráefnum og tengja saman matreiðslu og næringarfræði.
Fyrirkomulag: Tvær klukkustundir á viku hálfan veturinn.
Kennari: Ingibjörg Eva Sveinsdóttir
Hönnun og smíði er yfirgripsmikil námsgrein sem felur í sér þátt hönnunar og handverks ásamt þjálfun og verkfærni á fjölbreyttum sviðum. Greinin byggir á rótgróinni handverkshefð sem hefur þróast og tekið inn nýjar áherslur í takt við breytta tíma. Hönnun og smíði gefur nemandanum tækifæri til að þroska samhæfingu hugar og handar, upplifa, skapa og tjá sig. Á þann hátt getur hann haft áhrif á sitt nánasta umhverfi og skapað sér sinn persónulega stíl. Námið er góð undirstaða fyrir lífið og áframhaldandi nám.
Fyrirkomulag: Ein klukkustund á viku allan veturinn.
Kennari: Sveinbjörn Þórkelsson
Í skólanum er mjög metnaðarfullt leiklistarstarf og krefjast verkefnin sem tengjast því leikmynda sem notaðar eru í sýningunum. Má þar nefna leikmynd fyrir söngleikinn, Skrekk, jólatónleika og fleira sem er á döfinni hverju sinni. Leikmyndagerðin kæmi að þessum verkefnum ásamt listrænum stjórnendum viðburðanna og tæki þátt í hönnun og útfærslu á leikmyndunum.
Fyrirkomulag: Tvær klukkustundir á viku allan veturinn.
Kennari: Elísa Ósk Viðarsdóttir
Hér fá nemendur tækifæri til að útbúa stærri máltíðir og að halda matarboð með öllu tilheyrandi með forrétti, aðalrétti og eftirrétti..
Fyrirkomulag: Ein klukkustund á viku hálfan veturinn en kennt í lotum. Kennt verður í u.þ.b. fjórar klukkustundir í senn í þrjú skipti yfir önnina.
Kennarar: Alda Sverrisdóttir og Ingibjörg Eva Sveinsdóttir
Málmsmíði eykur verkkunnáttu og verkfærni nemenda. Nemendur kynnast vinnu með fínmálma og gera skartgripi og nytjahluti sem þeir hanna og útfæra sjálfir. Málmsmíði gefur nemandanum tækifæri til að þroska samhæfingu hugar og handar, upplifa, skapa og tjá sig. Á þann hátt getur hann haft áhrif á sitt nánasta umhverfi og skapað sér sinn persónulega stíl. Námið er góð undirstaða fyrir lífið og áframhaldandi nám.
Fyrirkomulag: Ein klukkustund á viku allan veturinn.
Kennari: Steinunn Jónsdóttir
Áhersla er á að nemendur bæti við þekkingu sýna í prjóni og hekli og verði sjálfbjarga í að lesa og fara eftir uppskriftum. Grunnaðferðir kynntar. Kennt verður á hringprjón og fimm prjóna, hvernig á að taka úr í prjóni og auka út. Hægt verður að prjóna húfu, sokka og/eða vettlinga. Þá verða heklaðar prufur og fleira.
Fyrirkomulag: Ein klukkustund á viku allan veturinn.
Kennari: Birna Guðmundsdóttir
Skartgripagerð gefur nemendum kost á að vinna með margskonar efnivið á fjölbreyttan hátt sem eykur verkkunnáttu og verkfærni þeirra. Áhersla er á að nemendur vinni sjálfstætt og sýni skapandi og frjóa hugsun í útfærslum sínum.
Fyrirkomulag: Ein klukkustund á viku allan veturinn.
Kennari: Steinunn Jónsdóttir
Nemendur öðlast þekkingu og skilning á mismunandi dansi og dansstílum. Nemendur þjálfa samhæfingu hugar og útlima og læra mismunandi dansa.
Fyrirkomulag: Ein og hálf klukkustund á viku allan veturinn.
Kennari: Helga Kristín Ingólfsdóttir
Farið er frá grunni yfir gítargripin og hljómaáslátt bæði með fingrum og gítarnögl. Færni nemandans er byggð upp í hægum skrefum þannig að námið sé árangursríkt og skemmtilegt. Nemendur þurfa að mæta með hljóðfæri í tíma og hafa einnig aðgang að gítar heima því jöfn og dagleg ástundun skilar mestum árangri.
Fyrirkomulag: Ein klukkustund á viku allan veturinn.
Kennari: Jón Ísak Ragnarsson
Í þessu valfagi fá nemendur þjálfun í að búa til hlaðvarpsþætti. Nemendur fá tækifæri til að koma með hugmynd og láta hana verða að veruleika í formi hlaðvarps (podcast). Farið verður yfir hvað einkennir gott hlaðvarp og hvernig gott hlaðvarp verður til? Hvað vill fólk hlusta á? Rýnt verður í vinsælustu hlaðvarpsþættina í leit að innblæstri fyrir eigin þætti.
Fyrirkomulag: Ein klukkustund á viku allan veturinn.
Kennari: Andri Már Magnason
Þessi áfangi er aðallega ætlaður þeim sem æfaÞeir sem hafa góða kunnáttu á hljóðfæri og geta sýnt þá færni sem þarf til að spila í hljómsveit geta valið að taka þátt í popp/rokk hljómsveit skólans. Hljómsveitin mun m.a. fást við verkefni innan félagsstarfsins s.s. að spila á tónleikum, spila á balli og fleira.
Fyrirkomulag: Ein klukkustund á viku allan veturinn.
Kennari: Brynjar Ingi Unnsteinsson
Í þessu valfagi læra nemendur að semja bæði tónlist og texta ásamt því að taka upp og hljóðblanda („mixa“).
Fyrirkomulag: Ein klukkustund á viku allan veturinn.
Kennari: Kristján Sturla Bjarnason
Í þessu valfagi læra nemendur að semja bæði tónlist og texta ásamt því að taka upp og hljóðblanda. Kennt verður að hluta til í lotum en það þýðir að tímarnir verða ekki alltaf vikulega heldur verða stundum teknir lengri tímar. Nemendur þurfa því stundum að vera tilbúnir að mæta stundum utan skólatíma.
Fyrirkomulag: Ein klukkustund á viku allan veturinn. Aðallega kennt í lotum.
Kennari: Kristján Sturla Bjarnason
Leiklist er þroskandi og skemmtileg reynsla þar sem nemendur læra að þekkja sig sjálfa, brjóta niður hömlur og öðlast margvíslega færni t.d. í spunavinnu, framkomu og raddbeitingu. Valfag þar sem nemendur eru alltaf að koma sjálfum sér og öðrum á óvart.
Fyrirkomulag: Tvær klukkustundir á viku allan veturinn.
Kennari: Hákon Sæberg
Í sönglist læra nemendur að beita röddinni og koma fram með því að syngja hin ýmsu lög. Athugið - nemendur þurfa að syngja fyrir aðra og koma fram á tónleikum undir handleiðslu kennara og er það hluti af námsmati áfangans. Þeir sem eru í sönglist munu m.a. halda jólatónleika og taka þátt í söngleiknum.
Fyrirkomulag: Ein klukkustund á viku allan veturinn.
Faggreinakennari
Myndir hafa sitt eigið tungumál, myndmál, og hefur það í gegnum tíðina verið notað til að lýsa hlutum á myndrænan hátt sem ekki er hægt að koma í orð. Teiknun og málun er kjörinn áfangi fyrir þá sem vilja tjá sig í myndmáli og gefa sköpunargleðinni lausan tauminn.
Fyrirkomulag: Ein klukkustund á viku allan veturinn.
Kennari: Elísa Ósk Viðarsdóttir
Áfanginn er fyrir nemendur sem vilja þjálfa sig í tjáningu og framkomu. Mörgum finnst erfitt að standa fyrir framan hópi og tjá sig og því er áfanganum ætlað að hjálpa nemendum til að tileinka sér tækni og vinnubrögð sem geta auðveldað þeim það og aukið vellíðan. Unnin verða mismunandi verkefni auk þess sem nemendur geta komið með verkefni sem þeir eiga að flytja í mismunandi námsgreinum og fengið aðstoð við framsetningu þeirra.
Fyrirkomulag: Ein klukkustund á viku hálfan veturinn.
Kennari: Jóhanna Lára Eyjólfsdóttir
Í þessu valfagi lærir þú að lifa af í óbyggðum og á lífið í leiðinni. Kennt verður í lotum en það þýðir að tímarnir verða ekki vikulega heldur verður farið í nokkrar ferðir – bæði stuttar og lengri þar sem verður gist. Nemendur þurfa að vera til í að vera úti og ganga smá.
Fyrirkomulag: Ein klukkustund á viku allan veturinn. Kennt í lotum.
Kennarar: Kristján Sturla Bjarnason og Kjartan Stefánsson
Athugið að ef ekki er mætt í ferðirnar verður að skipta um valgrein.
Í þessu valfagi lærir þú að lifa af í óbyggðum og á lífið í leiðinni. Kennt verður í lotum en það þýðir að tímarnir verða ekki vikulega heldur verður farið í nokkrar ferðir – bæði stuttar og lengri þar sem verður gist. Nemendur þurfa að vera til í að vera úti og ganga smá.
Fyrirkomulag: Tvær klukkustundir á viku allan veturinn. Kennt í lotum.
Kennarar: Kristján Sturla Bjarnason og Kjartan Stefánsson
Athugið að ef ekki er mætt í ferðirnar verður að skipta um valgrein.
Boltaval gefur nemandanum tækifæri til að öðlast þekkingu og skilning á ýmsum boltagreinum. Nemendur auka samhæfingu hugar og útlima og þjálfast í að vinna sem einstaklingar og í hópi. Hreyfing er góð undirstaða fyrir lífið. Um er að ræða kynjaskipta tíma.
Fyrirkomulag: Ein klukkustund á viku allan veturinn.
Kennari: Sigurður Magnússon
Þessi áfangi er aðallega ætlaður þeim sem æfa eða vilja bæta færni sína í handknattleik. Farið er í grunnþætti sem og aðra þætti handknattleiksins. Einnig verður einstaklingsmiðuð kennsla til að bæta færni nemenda í ólíkum þáttum, svo sem í varnarleik, í sóknarleik, í skotum, leikskilningi, o.s.frv.
Fyrirkomulag: Ein klukkustund á viku allan veturinn.
Kennari: Sigurður Magnússon
Hreyfing í vatni gefur nemandanum tækifæri til þess að kynnast því hvernig hann getur notað vatnið til heilsueflingar með margvíslegum æfingum bæði á sundi og við fjölbreyttar styrkjandi æfingar, þar sem vatnið er notað sem mótstaða.
Fyrirkomulag: Ein klukkustund á viku hálfan veturinn.
Kennari: Alda Hanna Hauksdóttir
Þeir sem velja hjólahópinn fara saman í ævintýralegar hjólaferðir. Þessi valgrein er ekki bara fyrir þá sem eru vanir hjólum en mikilvægt er að kunna að hjóla.
Valgreinin er tilvalin fyrir þá sem:
vilja vera úti í náttúrunni í góðu veðri
finnst gaman að hjóla og lenda í ævintýrum
vilja læra meira um hjól og líkamsrækt
Fyrirkomulag: Ein klukkustund á viku að meðaltali allan veturinn. Kennt í lotum og farnar nokkrar ferðir.
Kennari: Bjarni Þórðarson
Þessi áfangi veitir nemendum færni til að auka getu sína og útsjónarsemi í körfubolta.
Fyrirkomulag: Ein klukkustund á viku allan veturinn.
Kennari: Kjartan Stefánsson
Skólahreysti er uppskrift að heilbrigðum lífstíl. Nemendur kynnast og æfa fyrir þær greinar sem keppt er í, í Skólahreysti, ásamt almennri líkamsþjálfun. Unnið verður með fjölbreyttar og krefjandi æfingar sem miða að því að efla alhliða líkamsform nemenda sem og að efla sjálfstraust þeirra. Nemendur eru í verklegum tímum einu sinni í viku, þjálfa sig fyrir þátttöku í Skólahreysti og hafa möguleika á því að keppa fyrir hönd skólans. Að taka þátt í Skólahreysti snýst ekki bara um að sigra eða vera bestur heldur að þroska andlegt og líkamlegt atgervi samhliða því að efla félagsleg samskipti kennara, nemenda og foreldra.
Fyrirkomulag: Ein klukkustund á viku allan veturinn.
Kennari: Alda Hanna Hauksdóttir
Í áfanganum verða kynntar mismunandi leiðir til þess að ná líkamlegri og andlegri slökun. Kenndar eru ýmsar öndunar-, slökunar- og hugleiðsluæfingar og fram fer slökun í hverjum tíma.
Fyrirkomulag: Ein klukkustund á viku allan veturinn.
Kennari: Elsa Gissurardóttir
Yoga gefur nemandanum tækifæri til þess að kynnast mismunandi leiðum til þess að ná slökun, andlega og líkamlega. Kenndar eru öndunaræfingar, yogastöður, slökun og hugleiðslur. Í gegnum yoga öðlast nemendur aukna líkamsvitund, hugarró og sjálfsstjórn.
Fyrirkomulag: Ein klukkustund á viku allan veturinn.
Kennari: Guðný Svandís Guðjónsdóttir
Fyrri hluta annarinnar spila nemendur ýmis borðspil og velta fyrir sér kostum og göllum þeirra. Síðari hluta annarinnar hanna nemendur sitt eigið borðspil frá grunni, búa það til og skila inn fullbúnu til spilunar.
Fyrirkomulag: Ein klukkustund á viku hálfan veturinn. Kennt í þremur lotum.
Kennarar: Alda Sverrisdóttir og Elísa Ósk Viðarsdóttir
Skákin er ævagömul listgrein og hefur skákáhugi þjóðarinnar verið mikill um margra ára skeið. Skákin eykur einbeitingu, sjálfsaga og rökhugsun auk þess að vera bráðskemmtileg. Nemendum í skákvali gefst kostur á að keppa á skákmótum fyrir hönd skólans.
Fyrirkomulag: Ein klukkustund á viku allan veturinn.
Faggreinakennari
Ef þú hefur áhuga á spurningaleikjum og spurningakeppnum þá er þetta valið fyrir þig! Við skemmtum okkur og skemmtum öðrum í fjörugum leik þar sem þekkingin er í aðalhlutverki. Nemendur úr valgreininni verða valdir til að skipa spurningakeppnislið skólans og taka þátt í grunnskólaspurningakeppninni.
Fyrirkomulag: Ein klukkustund á viku allan veturinn.
Kennari: Atli Sveinn Þórarinsson
Kynnt verður allt það sem Google hefur upp á að bjóða. Þar er að finna t.d. ritvinnslu-, töflureiknis-, umbrots-, glærugerðar- og myndvinnsluforrit sem nýtast á margvíslegan hátt í leik og starfi. Jafnframt verða kynnt önnur forrit eftir því sem tími gefst til
Fyrirkomulag: Ein klukkustund á viku hálfan veturinn.
Kennari: Edda Jónsdóttir
Markmið námskeiðsins er að kenna unglingum undirstöðuatriði í Adobe forritunum Photoshop og Illustrator. Í lok námskeiðsins hafa þátttakendur öðlast grunnþekkingu á forritunum til að geta unnið myndir í Photoshop og til að geta unnið skjal með texta, formum og myndum í Illustrator.
Einnig er markmiðið að efla sköpunargleði, vera með verkefni sem eru opin sem gefur þeim frelsi til að vera skapandi. Stefnt er að því að virkja börnin í lýðræðislegu samstarfi, gefa þeim frelsi til taka þátt í að móta námskeiðið og verkefnin.
Hægt væri að nýta þekkingu unglinganna í að búa til auglýsingar fyrir viðburði og annað sem tengist viðburðum í kringum skóla- og félagsmiðstöðvastarfið.
Fyrirkomulag: Ein klukkustund á viku allan veturinn. Kennt í nokkrum lotum.
Kennari: Hildur Björk Scheving
Kennt á myndavélar og einfaldar skipanir í klippiforriti. Verkefni sem leyst eru í gegnum reynslunám. Skoðuð verður virkni og hæfni út frá ákveðnum hæfniþáttum s.s. áhuga, virkni, valdi á tækjakosti, tölvukunnáttu, listhneigð o.s.frv.
Fyrirkomulag: Ein klukkustund á viku hálfan veturinn. Kennt í nokkrum lotum.
Kennari: Kjartan Stefánsson
Í valfaginu verður kafað ofan í heim ofurhetja og skoðaðir tölvuleikir í víðu samhengi. Hvað gerir ofurhetjur svona spennandi og af hverju eiga þær svona vel við í dag? Hvaða sálfræði er á bak við tölvuleikina og hvernig eru þeir hannaðir? Hver er munurinn á æskilegri og óæskilegri tölvuleikjanotkun? Hvernig hafa tölvuleikir þróast og hvar mun sú þróun enda? Hvernig getur maður tengt ofurhetjur við lífsleikni og eigin sjálfsmynd? Prófaðir verða ólíkir tölvuleikir og gerð verkefni sem tengjast ofurhetjum ásamt því að vinna raunhæf verkefni og fara í vettvangsferðir.
Fyrirkomulag: Ein klukkustund á viku allan veturinn.
Kennari: Andri Már Magnason
Langar þig að lesa skemmtilegar bækur? Langar, stuttar, sorglegar, spennandi eða bara hvernig sem er? Ef svo er skaltu velja þetta val! Í valinu verða nokkrar vel valdar skáldsögur lesnar; að eigin vali, að vali hópsins eða vali kennarans. Lesturinn er þjálfaður á margvíslegan hátt og unnið með texta. Yndislestur er kjörinn valáfangi fyrir þá sem vilja auka orðaforða, skilning og þekkingu og þar með námsárangur til lengri tíma litið.
Fyrirkomulag: Ein klukkustund á viku hálfan veturinn.
Kennari: Jóhanna Lára Eyjólfsdóttir
Þessi áfangi er ætlaður þeim sem hafa gaman af dönskum kvikmyndum og vilja bæta færni sína í tungumálinu. Skemmtilegir tímar þar sem sjón, heyrn og tal eru samþætt. Sýndar verða ýmsar tegundir kvikmynda, svo sem spennumyndir, afþreyingarmyndir og klassískar myndir. Umræður og greining í kjölfar hverrar myndar þar sem m.a. er tengt við danska menningu. Einnig eru lesnar danskar skáldsögur/blaðagreinar í mismunandi þyngdarflokkum og unnin verkefni úr þeim.
Fyrirkomulag: Ein klukkustund á viku hálfan veturinn.
Faggreinarkennari
Áfanginn er kjörinn fyrir nemendur sem ætla sér að stunda nám á náttúrufræðibraut í framhaldsskóla og stefna að frekari námi í raungreinum eða innan heilbrigðisgeirans. Einnig hentar hann nemendum sem vilja auka þekkingu sína í eðlisfræði. Nemendur öðlast góðan grunn og skilning á fyrirbærum náttúrunnar og þjálfast í tilraunavinnu og sjálfstæðum vinnubrögðum.
Fyrirkomulag: Ein klukkustund á viku hálfan veturinn.
Kennari: Kristjana Jónsdóttir
Áfanginn er kjörinn fyrir nemendur í 9. og 10. bekk sem stefna að námi á náttúrufræðibraut í framhaldsskóla eða þá sem vilja bæta við þekkingu sína í efnafræði.
Fyrirkomulag: Ein klukkustund á viku hálfan veturinn.
Kennari: Kristjana Jónsdóttir
Valfag fyrir þá nemendur hafa lokið matsviðmiðum grunnskólans í ensku.
Fyrirkomulag: Ein klukkustund á viku hálfan veturinn.
Kennari: Alda Sverrisdóttir
Valfag fyrir þá nemendur hafa lokið matsviðmiðum grunnskólans í ensku og eru skráðir í fjarnám við framhaldsskóla. Nemendur hafa aðgang að enskukennara við skólann einu sinni í viku og geta fengið aðstoð við námsefni og verkefni í fjarnáminu.
Fyrirkomulag: Ein klukkustund á viku hálfan veturinn.
Kennari: Alda Sverrisdóttir
Fjármál tengjast daglegu lífi fólks og mikilvægt að ungmenni fái fjármálafræðslu á skólagöngu sinni. Með tilkomu tækni síðustu ára standa ungmenni frammi fyrir auknum vanda í ákvarðanatöku í fjármálum og þurfa að geta valið milli mikils framboðs á vörum og þjónustu. Til að geta valið þá kosti sem best henta þörfum þeirra og auðvelda þeim að stjórna fjármálum sínum skynsamlega, er nauðsynlegt að vera læs í heimi fjármála.
Fyrirkomulag: Ein klukkustund á viku hálfan veturinn.
Kennari: Edda Jónsdóttir
Valfagið er fyrir alla þá sem hafa áhuga á hundum og vilja læra um hundahald. Nemendur munu fara í göngutúra og njóta samveru með hundunum sínum og kynnast öðrum nemendum með sama áhugamál. Auk þess munu þeir fræðast um ýmsar hundategundir, kynnast helstu þjálfunaraðferðum og læra að bera ábyrgð á gæludýrum sínum. Fagið er kennt bæði innan- og utandyra. Æskilegt er að nemendur eigi hund en það er alls ekki nauðsynlegt.
Fyrirkomulag: Ein klukkustund á viku hálfan veturinn.
Kennari: Steinunn Arnórsdóttir
Hér munu nemendur kynnast ólíkum kvikmyndum og tengja þær við lífið. Tímarnir verða kenndir í lotum, nokkrum sinnum yfir árið þar sem horft er á heila kvikmynd og hún síðan rædd eftir á. Nemendur þurfa því að vera tilbúnir að vera stundum lengur í skólanum.
Fyrirkomulag: Ein klukkustund á viku. Kennt í lotum nokkrum sinnum yfir árið.
Kennari: Kristján Sturla Bjarnason
Lýsing: Teknar verða fyrir birtingarmyndir og staðalmyndir kynjanna í fortíð og nútíð með áherslu á að greina stöðu kynjanna eins og hún er í dag víðsvegar um heiminn. Fjallað verður um mikilvægi jafnræðis meðal borgara í lýðræðisþjóðfélagi. Unnið verður að greiningu á þeim menningarlega og félagslega mun sem einkennt hefur stöðu kynjanna í samfélaginu í gegnum tíðina. Fjallað verður um stöðu kynjanna á ýmsum sviðum samfélagsins allt frá fjölskyldulífi til stjórnmála. Leitað verður svara við því af hverju staða kynjanna er ólík og hvort að þörf sé fyrir breytingar. Nemendur fá þjálfun í beitingu kynjagleraugna á hin margbreytilegu svið mannlífsins.
Fyrirkomulag: Ein klukkustund á viku hálfan veturinn.
Kennari: Elsa Gissurardóttir
Lýsing:Í Valáfanginn er kjörinn fyrir þá sem hafa gaman af ritun og vilja bæta sig í henni. Nemendur fá þjálfun í að koma hugmyndum sínum í orð og skrifa fjölbreytta texta. Áhersla verður á regluleg skrif nemenda ásamt leiðbeiningum og fyrirlestrum frá kennara um helstu þætti skapandi skrifa.
Fyrirkomulag: Ein klukkustund á viku hálfan veturinn.
Kennari: Jóhanna Lára Eyjólfsdóttir
Lýsing: Þessi áfangi er fyrir þá sem hafa áhuga á að læra um menningu og tungu annarra landa. Miðað er við námsefni og námsmarkmið 1. áfanga í framhaldsskóla. Áherslan verður mest á hlustun og talað mál og til þess notaðar fjölbreyttar kennsluaðferðir með þátttöku allra í hópnum.
Fyrirkomulag: Ein klukkustund á viku allan veturinn.
Kennari: Freyja Friðbjarnardóttir
Langar þig að stofna fyrirtæki? Í þessu fagi fá nemendur viðskiptahugmynd og framkvæma hana.
Fyrirkomulag: Ein klukkustund á viku allan veturinn. Kennt í lotum nokkrum sinnum yfir árið.
Kennari: Kristján Sturla Bjarnason
Áfanginn er hugsaður fyrir nemendur í 9. – 10. bekk sem vilja bæta við þekkingu sína á alheiminum, myndun hans og framvindu og fyrir nemendur sem hyggjast stunda nám á náttúrufræðibraut í framhaldsskóla. Fjallað verður um ýmis fyrirbrigði í alheiminum frá hinu stærsta til hins smæsta.
Fyrirkomulag: Ein klukkustund á viku hálfan veturinn.
Kennari: Kristjana Jónadóttir
Aðstoð í stærðfræði er kjörin fyrir þá nemendur sem þurfa að þjálfa undirstöðuatriði í stærðfræði.
Fyrirkomulag: Ein klukkustund á viku allan veturinn.
Kennari: Vignir Diego
Valfag fyrir nemendur sem hafa áhuga á að fást við stærðfræðiverkefni á hlutbundinn hátt þar sem unnið verður með verkefni og sköpun. Nemendur fá að örva forvitni sína og áhuga auk þess sem þeim gefst kostur á að virkja ímyndunaraflið. Nemendur fá tækifæri til að vinna með líkön og mælieiningar.
Fyrirkomulag: Ein klukkustund á viku hálfan veturinn.
Kennari: Edda Jónsdóttir
Valfag fyrir nemendur sem vilja klára grunnskólastærðfræðina fyrr og hefja fjarnám við framhaldsskóla. Eingöngu nemendur sem eru með A í stærðfræði vorið 2021 geta valið þetta fag.
Fyrirkomulag: Ein klukkustund á viku hálfan veturinn.
Kennari: Edda Jónsdóttir
Nemendum unglingadeildar býðst að stunda nám í framhaldsskólaáföngum í kjarnagreinunum sex: íslensku, stærðfræði, ensku, dönsku, samfélagsgreinum og náttúrugreinum. Undanfari að slíku vali er að nemendur hafi lokið matsviðmiðum 10. bekkjar í viðkomandi grein. Framhaldsskólaáfangar í þýsku og bókfærslu eru undanskildir, þar sem undanfari þessara faggreina er að nemandi hafi hlotið B í undirbúningsáföngum sem kenndir eru í Árbæjarskóla. Framhaldsskólaáfangarnir eru flestir stundaðir í fjarnámi eða í samstarfi við framhaldsskóla.
Fyrirkomulag: Ein klukkustund á viku allan veturinn.