Val í 5. -7. bekk í Giljaskóla haustið 2021
Á haustönn verður boðið upp á val á miðstigi svipað því sem hefur verið á unglingastigi. Þetta er prufa hjá okkur og ef vel tekst til verður val á miðstigi í boði eftir áramót líka.
Markmið með því að bjóða upp á val á miðstigi er:
Að gefa nemendum tækifæri til að velja sér áhersluþætti í skólastarfinu.
Að auka blöndun milli árganga og gefa nemendum þannig tækifæri til að opna á félagsleg tengsl.
Að gefa nemendum tækifæri á að dýpka þekkingu sína og víkka sjóndeildarhringinn í samræmi við áhuga þeirra.
Að efla vinnugleði, gefa nemendum kost á að velja sér viðfangsefni og auka þannig lýðræði í skólastarfi.
Valið fer þannig fram að nemendur velja það sem þeir hafa mestan áhuga á að prófa. Til að nemendur fái að prófa fleiri en eina grein þá ákváðum við að bjóða 2 x 5 skipti, þ.e. nemandi getur verið í einni grein í sept-okt og annarri í okt-nóv. Valið fer fram í tveimur kennslustundum eftir hádegi á fimmtudögum. Fyrri lotan er frá 16.9 - 21.10 2021, seinni lotan frá 28.10 - 25.11 2021.
Nemendur velja 4 valgreinar, númer eitt sem þeir hafa mestan áhuga á og svo koll af kolli. Ekki er víst að hægt verði að verða við öllum óskum nemenda. Reynt verður að halda áfram með valgreinar sem eru vinsælar.
Hér fyrir neðan má sjá lýsingar á þeim valgreinum sem verða í boði.