Nemendur vinna í Osmo

Þegar búið er að stofna nemendur í Osmo þá er allt klárt til að hefjast handa.

Nemendur þurfa iPad, stand (base) og geta unnið í hverju því forriti sem kennari vill. Nemendur velja alltaf nafnið sitt efst í hægra horninu því þá eru þeir að vinna á sínu svæði, byrja á sama stað og þeir enduðu í t.d. Coding Awbie, Numbers og Tangram, geta skoðað myndir sem þeir hafa vistað í Masterpiece og halda stigum í Pizza Co.

Ef nemendur eru að fara í paravinnu t.d. í Words skiptir ekki máli hvor skráir sig inn í leikinn.

Það er gott að hafa hvít blöð, blýanta, hvít plöstuð blöð og glærupenna sem þurrka má út við vinnu í Masterpiece, Monster og Newton.

Í Newton geta nemendur notað Tangram formin.

Í flestum leikjunum eru valmöguleikar í tannhjóli efst vinstra megin, s.s. taka út tónlist í Words, breyta þyngdarstigi í Words, taka út uglu í Tangram, skoða stigagjöf í Pizza o.s.frv.